Menntakerfið er ekki eyland Sigurður Hannesson skrifar 10. nóvember 2017 07:00 Það mikilvæga verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að marka skýra stefnu um það hvernig nemendur á Íslandi verða undirbúnir til að mæta kröfum framtíðarinnar á vinnumarkaðnum. Menntakerfið gegnir þeim mikilvæga tilgangi að undirbúa komandi kynslóðir undir störf framtíðarinnar. Aukið fjármagn í menntakerfið er ekki nauðsynleg forsenda fyrir breytingar. Miklu frekar þarf nýja hugsun og nýjar áherslur til að leysa vandann. Það velkist enginn í vafa um að menntakerfið er mikilvægt fyrir gangverk samfélagsins en það er langt frá því að vera eyland. Miklar breytingar á tækni og störfum fylgja fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin. Það er heilmikið færnimisræmi til staðar en þá er átt við það misræmi sem er á milli þeirrar færni sem fyrirtæki þarfnast og færni fólks á vinnumarkaði. Það hefur reynst erfitt að manna störf á sviði iðn-, tækni- og raungreina og blasir við að fjölga þarf þeim sem útskrifast af þessum sviðum til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nauðsynlegt er að vekja áhuga nemenda á tækni og vísindum. Þátturinn Nýjasta tækni og vísindi sem var sýndur á RÚV um árabil hafði mjög jákvæð áhrif í þá veru og væri ráð að endurvekja hann í einhverri mynd. Forritun er tungumál 21. aldarinnar og því hafa Samtök iðnaðarins lagt áherslu á að forritun verði gerð að skyldufagi í grunn- og framhaldsskólum. Til marks um að hægt er að ná einstökum árangri þegar stjórnvöld og atvinnulíf taka höndum saman er Microbit verkefnið. Þar hafa mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun, KrakkaRúv og fjöldi íslenskra fyrirtækja látið nemendum í té Microbit smátölvur sem hægt er að nota til forritunar. Viðtökurnar hafa sýnt að nemendur eru tilbúnir að takast á við ný verkefni en markmiðið er að efla þekkingu og áhuga. Menntakerfið þarf að laga sig að breyttum veruleika og undirbúa nýjar kynslóðir fyrir störf og starfsumhverfi sem ekki eru þekkt í dag. Það má engan tíma missa því ekki viljum við að íslenskir nemendur verði eftirbátar annarra ungmenna né viljum við draga úr samkeppnishæfni Íslands. Ný hugsun í menntamálum skilar sér margfalt til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það mikilvæga verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að marka skýra stefnu um það hvernig nemendur á Íslandi verða undirbúnir til að mæta kröfum framtíðarinnar á vinnumarkaðnum. Menntakerfið gegnir þeim mikilvæga tilgangi að undirbúa komandi kynslóðir undir störf framtíðarinnar. Aukið fjármagn í menntakerfið er ekki nauðsynleg forsenda fyrir breytingar. Miklu frekar þarf nýja hugsun og nýjar áherslur til að leysa vandann. Það velkist enginn í vafa um að menntakerfið er mikilvægt fyrir gangverk samfélagsins en það er langt frá því að vera eyland. Miklar breytingar á tækni og störfum fylgja fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin. Það er heilmikið færnimisræmi til staðar en þá er átt við það misræmi sem er á milli þeirrar færni sem fyrirtæki þarfnast og færni fólks á vinnumarkaði. Það hefur reynst erfitt að manna störf á sviði iðn-, tækni- og raungreina og blasir við að fjölga þarf þeim sem útskrifast af þessum sviðum til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nauðsynlegt er að vekja áhuga nemenda á tækni og vísindum. Þátturinn Nýjasta tækni og vísindi sem var sýndur á RÚV um árabil hafði mjög jákvæð áhrif í þá veru og væri ráð að endurvekja hann í einhverri mynd. Forritun er tungumál 21. aldarinnar og því hafa Samtök iðnaðarins lagt áherslu á að forritun verði gerð að skyldufagi í grunn- og framhaldsskólum. Til marks um að hægt er að ná einstökum árangri þegar stjórnvöld og atvinnulíf taka höndum saman er Microbit verkefnið. Þar hafa mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun, KrakkaRúv og fjöldi íslenskra fyrirtækja látið nemendum í té Microbit smátölvur sem hægt er að nota til forritunar. Viðtökurnar hafa sýnt að nemendur eru tilbúnir að takast á við ný verkefni en markmiðið er að efla þekkingu og áhuga. Menntakerfið þarf að laga sig að breyttum veruleika og undirbúa nýjar kynslóðir fyrir störf og starfsumhverfi sem ekki eru þekkt í dag. Það má engan tíma missa því ekki viljum við að íslenskir nemendur verði eftirbátar annarra ungmenna né viljum við draga úr samkeppnishæfni Íslands. Ný hugsun í menntamálum skilar sér margfalt til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun