4+1 reglan afnumin næsta vor Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2017 14:01 Hannes S. Jónsson er formaður KKÍ. Vísir Stjórn KKÍ hefur ákveðið að 4+1 reglan svokallaða verði afnumin frá og með næsta keppnistímabili en þetta kom fram í tilkynningu frá henni í dag. Fyrr í dag sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, íslenska ríkinu ályktun þess efnis að reglan bryti á EES-samningnum. Það sé álit stofnunarinnar að evrópskir körfuboltamenn eigi að fá að starfa við sömu skilyrði hér á landi og íslenskir körfuboltamenn. Samkvæmt 4+1 reglunni er íslenskum liðum aðeins heimilt að nota einn erlendan leikmann í leik hverju sinni. Það eru hins vegar engar takmarkanir á fjölda erlendra leikmanna í leikmannahópnum sjálfum. Sjá einnig: Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Í yfirlýsingunni kemur fram að stjórn KKÍ telur það þjóna hagsmunum íþróttarinnar og íslenska ríkisins best að breyta reglunum frá og með 1. maí næstkomandi. „Stjórn KKÍ ítrekar að KKÍ telur að ekki sé búið að brjóta lög með þeirri reglu sem verið hefur í gildi á undanförnum árum, en þar sem reglurnar eru óljósar og málsmeðferð mun taka nokkur ár, mikinn tíma og fjármagn telur stjórn KKÍ að best sé að breyta regluverkinu,“ segir í yfirlýsingunni sem var send á formenn aðildarfélaga KKÍ og nefndir sambandsins. Hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Yfirlýsing stjórnar KKÍ „Eftir marga fundi, símtöl og ráðleggingar ýmissa aðila hefur stjórn KKÍ farið vel yfir hvaða möguleikar eru í stöðunni eftir að kvörtun barst íslenska ríkinu frá ESA um hlutgengni erlendra leikmanna í körfuknattleik í mótum á vegum KKÍ. ESA telur að reglur KKÍ brjóti í bága við reglur um frjálst flæði vinnuafls innan ESB/EFTA svæðisins. Það er ljóst að skoðanir um málið eru skiptar og reglurnar túlkaðar á ýmsa vegu. Til að fá endanlega niðurstöðu í málið væri best að það færi alla leið fyrir dómstóla sem myndu skera úr um þetta álitaefni. Stjórn KKÍ hefur rætt málið ítarlega og tekið þá ákvörðun að fyrir körfuknattleikshreyfinguna og íslenska ríkið sé best að frá og með keppnistímabilinu 2018/2019 verði spilað samkvæmt þeim reglum sem ESA telur að þurfi að gera með frjálst flæði vinnuafls innan ESB/EFTA svæðins. Er þetta gert með það í huga að hvorki KKÍ, ÍSÍ né fulltrúar íslenska ríkisins þurfi að setja í málið töluverðan tíma, vinnu og fjármagn. Ný reglugerð um hlutgengni erlendra leikmanna í körfuknattleik í mótum á vegum KKÍ mun taka gildi frá og með 1.maí 2018. Stjórn KKÍ ítrekar að KKÍ telur að ekki sé búið að að brjóta lög með þeirri reglu sem verið hefur í gildi á undanförnum árum, en þar sem reglurnar eru óljósar og málsmeðferð mun taka nokkur ár, mikinn tíma og fjármagn telur stjórn KKÍ að best sé að breyta regluverkinu eins og fram kemur hér að ofan. Ákvörðunin er tekin með heildarhagsmuni körfuknattleikshreyfingarinnar og íslenska ríksins að leiðarljósi. Stjórn KKÍ þakkar þeim aðilum sem voru ráðgefandi um málið og þá sérstaklega laganefnd ÍSÍ en stuðningur og ráðleggingar þeirra vógu þungt í ákvörðum stjórnar KKÍ. Stjórn KKÍ vonast til þess að með þessari ákvörðun takist sátt á milli aðila og að ESA muni nú láta málið niður falla og gefa KKÍ svigrúm í að breyta sínu regluverki sem taka mun gildi 1.maí 2018.“ Körfubolti Tengdar fréttir Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Eftirlitsstofnun EFTA segir að 4+1 reglan í íslenskum körfubolta sé brot á EES-samningnum. 15. nóvember 2017 12:12 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Sjá meira
Stjórn KKÍ hefur ákveðið að 4+1 reglan svokallaða verði afnumin frá og með næsta keppnistímabili en þetta kom fram í tilkynningu frá henni í dag. Fyrr í dag sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, íslenska ríkinu ályktun þess efnis að reglan bryti á EES-samningnum. Það sé álit stofnunarinnar að evrópskir körfuboltamenn eigi að fá að starfa við sömu skilyrði hér á landi og íslenskir körfuboltamenn. Samkvæmt 4+1 reglunni er íslenskum liðum aðeins heimilt að nota einn erlendan leikmann í leik hverju sinni. Það eru hins vegar engar takmarkanir á fjölda erlendra leikmanna í leikmannahópnum sjálfum. Sjá einnig: Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Í yfirlýsingunni kemur fram að stjórn KKÍ telur það þjóna hagsmunum íþróttarinnar og íslenska ríkisins best að breyta reglunum frá og með 1. maí næstkomandi. „Stjórn KKÍ ítrekar að KKÍ telur að ekki sé búið að brjóta lög með þeirri reglu sem verið hefur í gildi á undanförnum árum, en þar sem reglurnar eru óljósar og málsmeðferð mun taka nokkur ár, mikinn tíma og fjármagn telur stjórn KKÍ að best sé að breyta regluverkinu,“ segir í yfirlýsingunni sem var send á formenn aðildarfélaga KKÍ og nefndir sambandsins. Hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Yfirlýsing stjórnar KKÍ „Eftir marga fundi, símtöl og ráðleggingar ýmissa aðila hefur stjórn KKÍ farið vel yfir hvaða möguleikar eru í stöðunni eftir að kvörtun barst íslenska ríkinu frá ESA um hlutgengni erlendra leikmanna í körfuknattleik í mótum á vegum KKÍ. ESA telur að reglur KKÍ brjóti í bága við reglur um frjálst flæði vinnuafls innan ESB/EFTA svæðisins. Það er ljóst að skoðanir um málið eru skiptar og reglurnar túlkaðar á ýmsa vegu. Til að fá endanlega niðurstöðu í málið væri best að það færi alla leið fyrir dómstóla sem myndu skera úr um þetta álitaefni. Stjórn KKÍ hefur rætt málið ítarlega og tekið þá ákvörðun að fyrir körfuknattleikshreyfinguna og íslenska ríkið sé best að frá og með keppnistímabilinu 2018/2019 verði spilað samkvæmt þeim reglum sem ESA telur að þurfi að gera með frjálst flæði vinnuafls innan ESB/EFTA svæðins. Er þetta gert með það í huga að hvorki KKÍ, ÍSÍ né fulltrúar íslenska ríkisins þurfi að setja í málið töluverðan tíma, vinnu og fjármagn. Ný reglugerð um hlutgengni erlendra leikmanna í körfuknattleik í mótum á vegum KKÍ mun taka gildi frá og með 1.maí 2018. Stjórn KKÍ ítrekar að KKÍ telur að ekki sé búið að að brjóta lög með þeirri reglu sem verið hefur í gildi á undanförnum árum, en þar sem reglurnar eru óljósar og málsmeðferð mun taka nokkur ár, mikinn tíma og fjármagn telur stjórn KKÍ að best sé að breyta regluverkinu eins og fram kemur hér að ofan. Ákvörðunin er tekin með heildarhagsmuni körfuknattleikshreyfingarinnar og íslenska ríksins að leiðarljósi. Stjórn KKÍ þakkar þeim aðilum sem voru ráðgefandi um málið og þá sérstaklega laganefnd ÍSÍ en stuðningur og ráðleggingar þeirra vógu þungt í ákvörðum stjórnar KKÍ. Stjórn KKÍ vonast til þess að með þessari ákvörðun takist sátt á milli aðila og að ESA muni nú láta málið niður falla og gefa KKÍ svigrúm í að breyta sínu regluverki sem taka mun gildi 1.maí 2018.“
Körfubolti Tengdar fréttir Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Eftirlitsstofnun EFTA segir að 4+1 reglan í íslenskum körfubolta sé brot á EES-samningnum. 15. nóvember 2017 12:12 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Sjá meira
Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Eftirlitsstofnun EFTA segir að 4+1 reglan í íslenskum körfubolta sé brot á EES-samningnum. 15. nóvember 2017 12:12