Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Aron Guðmundsson skrifar 21. desember 2025 21:02 Fyrrverandi heimsmeistarinn í Pílukasti, Gerwyn Price er úr leik á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Hún var sópað út út mótinu af Hollendingnum Wesley Plaisier Vísir/Getty Gerwyn Price, einn besti pílukastari heims undanfarin ár, er úr leik á HM í pílukasti eftir að hafa verið sópað út af Hollendingnum Wesley Plaisier í Alexandra Palace í kvöld. Tíðindi sem fæstir bjuggust við fyrir viðureign kappanna í kvöld. Jú Plaisier er afar sterkur pílukastari og var búist við því að hann myndi veita Price einhverja samkeppni, en það að sópa þessum fyrrverandi út úr mótinu 3-0 er hreint út sagt ótrúlegt. Price hafði verið kokhraustur eftir sigur sinn í fyrstu umferð mótsins og gaf það þá út að annað hvort hann eða Luke Littler, ríkjandi heimsmeistari, myndi standa uppi sem sigurvegari. Nú er ljóst að Price mun ekki geta hampað heimsmeistaratitlinum. Sá velski lenti í vandræðum allt frá upphafi viðureignarinnar við Plaisier í kvöld. Price tapaði fyrsta settinu 3-1, öðru einnig 3-1 og svo tók sá hollenski þriðja settið 3-2. „Þetta eru ótrúleg úrslit,“ sagði Mark Webster, sérfræðingur Sky Sports á heimsmeistaramótinu. „Þetta er mikið sjokk fyrir Price,“ bætti hann við og sagði að framundan yrðu erfið jól fyrir Price sem hafði talað digurbarkalega í aðdraganda viðureignar kvöldsins. Plaisier mætir hinum pólska Krzysztof Ratajski í þriðju umferð mótsins og nýtti tækifærið, eftir viðureign sína við Price í kvöld, til þess að óska öllum gleðilegra jóla. Sex viðureignum er lokið á HM í pílukasti í dag. En von bráðar mun heimsmeistarinn sjálfur, Luke Littler, mæta hinum velska David Davies. Hægt er að horfa á beina útsendingu á mótinu á Sýn Sport Viaplay rásinni. Úrslitin á HM í pílukasti í dag: Ryan Joyce 1 - 3 Krzysztof RatajskiJoe Cullen 1 - 3 Mensur SuljovicLuke Woodhouse 3 - 0 Max HoppRob Cross 3 - 1 Ian WhiteMartin Schindler 3 - 0 Keane Barry Pílukast Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Tíðindi sem fæstir bjuggust við fyrir viðureign kappanna í kvöld. Jú Plaisier er afar sterkur pílukastari og var búist við því að hann myndi veita Price einhverja samkeppni, en það að sópa þessum fyrrverandi út úr mótinu 3-0 er hreint út sagt ótrúlegt. Price hafði verið kokhraustur eftir sigur sinn í fyrstu umferð mótsins og gaf það þá út að annað hvort hann eða Luke Littler, ríkjandi heimsmeistari, myndi standa uppi sem sigurvegari. Nú er ljóst að Price mun ekki geta hampað heimsmeistaratitlinum. Sá velski lenti í vandræðum allt frá upphafi viðureignarinnar við Plaisier í kvöld. Price tapaði fyrsta settinu 3-1, öðru einnig 3-1 og svo tók sá hollenski þriðja settið 3-2. „Þetta eru ótrúleg úrslit,“ sagði Mark Webster, sérfræðingur Sky Sports á heimsmeistaramótinu. „Þetta er mikið sjokk fyrir Price,“ bætti hann við og sagði að framundan yrðu erfið jól fyrir Price sem hafði talað digurbarkalega í aðdraganda viðureignar kvöldsins. Plaisier mætir hinum pólska Krzysztof Ratajski í þriðju umferð mótsins og nýtti tækifærið, eftir viðureign sína við Price í kvöld, til þess að óska öllum gleðilegra jóla. Sex viðureignum er lokið á HM í pílukasti í dag. En von bráðar mun heimsmeistarinn sjálfur, Luke Littler, mæta hinum velska David Davies. Hægt er að horfa á beina útsendingu á mótinu á Sýn Sport Viaplay rásinni. Úrslitin á HM í pílukasti í dag: Ryan Joyce 1 - 3 Krzysztof RatajskiJoe Cullen 1 - 3 Mensur SuljovicLuke Woodhouse 3 - 0 Max HoppRob Cross 3 - 1 Ian WhiteMartin Schindler 3 - 0 Keane Barry
Pílukast Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira