4+1 reglan afnumin næsta vor Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2017 14:01 Hannes S. Jónsson er formaður KKÍ. Vísir Stjórn KKÍ hefur ákveðið að 4+1 reglan svokallaða verði afnumin frá og með næsta keppnistímabili en þetta kom fram í tilkynningu frá henni í dag. Fyrr í dag sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, íslenska ríkinu ályktun þess efnis að reglan bryti á EES-samningnum. Það sé álit stofnunarinnar að evrópskir körfuboltamenn eigi að fá að starfa við sömu skilyrði hér á landi og íslenskir körfuboltamenn. Samkvæmt 4+1 reglunni er íslenskum liðum aðeins heimilt að nota einn erlendan leikmann í leik hverju sinni. Það eru hins vegar engar takmarkanir á fjölda erlendra leikmanna í leikmannahópnum sjálfum. Sjá einnig: Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Í yfirlýsingunni kemur fram að stjórn KKÍ telur það þjóna hagsmunum íþróttarinnar og íslenska ríkisins best að breyta reglunum frá og með 1. maí næstkomandi. „Stjórn KKÍ ítrekar að KKÍ telur að ekki sé búið að brjóta lög með þeirri reglu sem verið hefur í gildi á undanförnum árum, en þar sem reglurnar eru óljósar og málsmeðferð mun taka nokkur ár, mikinn tíma og fjármagn telur stjórn KKÍ að best sé að breyta regluverkinu,“ segir í yfirlýsingunni sem var send á formenn aðildarfélaga KKÍ og nefndir sambandsins. Hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Yfirlýsing stjórnar KKÍ „Eftir marga fundi, símtöl og ráðleggingar ýmissa aðila hefur stjórn KKÍ farið vel yfir hvaða möguleikar eru í stöðunni eftir að kvörtun barst íslenska ríkinu frá ESA um hlutgengni erlendra leikmanna í körfuknattleik í mótum á vegum KKÍ. ESA telur að reglur KKÍ brjóti í bága við reglur um frjálst flæði vinnuafls innan ESB/EFTA svæðisins. Það er ljóst að skoðanir um málið eru skiptar og reglurnar túlkaðar á ýmsa vegu. Til að fá endanlega niðurstöðu í málið væri best að það færi alla leið fyrir dómstóla sem myndu skera úr um þetta álitaefni. Stjórn KKÍ hefur rætt málið ítarlega og tekið þá ákvörðun að fyrir körfuknattleikshreyfinguna og íslenska ríkið sé best að frá og með keppnistímabilinu 2018/2019 verði spilað samkvæmt þeim reglum sem ESA telur að þurfi að gera með frjálst flæði vinnuafls innan ESB/EFTA svæðins. Er þetta gert með það í huga að hvorki KKÍ, ÍSÍ né fulltrúar íslenska ríkisins þurfi að setja í málið töluverðan tíma, vinnu og fjármagn. Ný reglugerð um hlutgengni erlendra leikmanna í körfuknattleik í mótum á vegum KKÍ mun taka gildi frá og með 1.maí 2018. Stjórn KKÍ ítrekar að KKÍ telur að ekki sé búið að að brjóta lög með þeirri reglu sem verið hefur í gildi á undanförnum árum, en þar sem reglurnar eru óljósar og málsmeðferð mun taka nokkur ár, mikinn tíma og fjármagn telur stjórn KKÍ að best sé að breyta regluverkinu eins og fram kemur hér að ofan. Ákvörðunin er tekin með heildarhagsmuni körfuknattleikshreyfingarinnar og íslenska ríksins að leiðarljósi. Stjórn KKÍ þakkar þeim aðilum sem voru ráðgefandi um málið og þá sérstaklega laganefnd ÍSÍ en stuðningur og ráðleggingar þeirra vógu þungt í ákvörðum stjórnar KKÍ. Stjórn KKÍ vonast til þess að með þessari ákvörðun takist sátt á milli aðila og að ESA muni nú láta málið niður falla og gefa KKÍ svigrúm í að breyta sínu regluverki sem taka mun gildi 1.maí 2018.“ Körfubolti Tengdar fréttir Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Eftirlitsstofnun EFTA segir að 4+1 reglan í íslenskum körfubolta sé brot á EES-samningnum. 15. nóvember 2017 12:12 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Stjórn KKÍ hefur ákveðið að 4+1 reglan svokallaða verði afnumin frá og með næsta keppnistímabili en þetta kom fram í tilkynningu frá henni í dag. Fyrr í dag sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, íslenska ríkinu ályktun þess efnis að reglan bryti á EES-samningnum. Það sé álit stofnunarinnar að evrópskir körfuboltamenn eigi að fá að starfa við sömu skilyrði hér á landi og íslenskir körfuboltamenn. Samkvæmt 4+1 reglunni er íslenskum liðum aðeins heimilt að nota einn erlendan leikmann í leik hverju sinni. Það eru hins vegar engar takmarkanir á fjölda erlendra leikmanna í leikmannahópnum sjálfum. Sjá einnig: Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Í yfirlýsingunni kemur fram að stjórn KKÍ telur það þjóna hagsmunum íþróttarinnar og íslenska ríkisins best að breyta reglunum frá og með 1. maí næstkomandi. „Stjórn KKÍ ítrekar að KKÍ telur að ekki sé búið að brjóta lög með þeirri reglu sem verið hefur í gildi á undanförnum árum, en þar sem reglurnar eru óljósar og málsmeðferð mun taka nokkur ár, mikinn tíma og fjármagn telur stjórn KKÍ að best sé að breyta regluverkinu,“ segir í yfirlýsingunni sem var send á formenn aðildarfélaga KKÍ og nefndir sambandsins. Hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Yfirlýsing stjórnar KKÍ „Eftir marga fundi, símtöl og ráðleggingar ýmissa aðila hefur stjórn KKÍ farið vel yfir hvaða möguleikar eru í stöðunni eftir að kvörtun barst íslenska ríkinu frá ESA um hlutgengni erlendra leikmanna í körfuknattleik í mótum á vegum KKÍ. ESA telur að reglur KKÍ brjóti í bága við reglur um frjálst flæði vinnuafls innan ESB/EFTA svæðisins. Það er ljóst að skoðanir um málið eru skiptar og reglurnar túlkaðar á ýmsa vegu. Til að fá endanlega niðurstöðu í málið væri best að það færi alla leið fyrir dómstóla sem myndu skera úr um þetta álitaefni. Stjórn KKÍ hefur rætt málið ítarlega og tekið þá ákvörðun að fyrir körfuknattleikshreyfinguna og íslenska ríkið sé best að frá og með keppnistímabilinu 2018/2019 verði spilað samkvæmt þeim reglum sem ESA telur að þurfi að gera með frjálst flæði vinnuafls innan ESB/EFTA svæðins. Er þetta gert með það í huga að hvorki KKÍ, ÍSÍ né fulltrúar íslenska ríkisins þurfi að setja í málið töluverðan tíma, vinnu og fjármagn. Ný reglugerð um hlutgengni erlendra leikmanna í körfuknattleik í mótum á vegum KKÍ mun taka gildi frá og með 1.maí 2018. Stjórn KKÍ ítrekar að KKÍ telur að ekki sé búið að að brjóta lög með þeirri reglu sem verið hefur í gildi á undanförnum árum, en þar sem reglurnar eru óljósar og málsmeðferð mun taka nokkur ár, mikinn tíma og fjármagn telur stjórn KKÍ að best sé að breyta regluverkinu eins og fram kemur hér að ofan. Ákvörðunin er tekin með heildarhagsmuni körfuknattleikshreyfingarinnar og íslenska ríksins að leiðarljósi. Stjórn KKÍ þakkar þeim aðilum sem voru ráðgefandi um málið og þá sérstaklega laganefnd ÍSÍ en stuðningur og ráðleggingar þeirra vógu þungt í ákvörðum stjórnar KKÍ. Stjórn KKÍ vonast til þess að með þessari ákvörðun takist sátt á milli aðila og að ESA muni nú láta málið niður falla og gefa KKÍ svigrúm í að breyta sínu regluverki sem taka mun gildi 1.maí 2018.“
Körfubolti Tengdar fréttir Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Eftirlitsstofnun EFTA segir að 4+1 reglan í íslenskum körfubolta sé brot á EES-samningnum. 15. nóvember 2017 12:12 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Eftirlitsstofnun EFTA segir að 4+1 reglan í íslenskum körfubolta sé brot á EES-samningnum. 15. nóvember 2017 12:12