Læknirinn, kýrin og kálfurinn Árni Stefán Árnason skrifar 31. október 2017 10:00 Það vekur ætíð undrun mína, sem dýraverndarsinna og dýralögfræðings, þegar þjónar heilbrigðisstéttarinnar, læknir í þessu tilviki, sem hlotið hefur viðurnefnið „Læknirinn í eldhúsinu“ gerir sér far um, á víðlesnum miðlum, að hvetja neytendur til neyslu afurða úr dýraríkinu. Margoft hefur verið sýnt fram á, með rökum, að slíkt henti lýðheilsu miður vel. Umræddur læknir, Ragnar Freyr, hefur getið sér frægðar fyrir að vera flinkur í eldhúsinu og virðist hafa fastmótaðar hugmyndir um misskilið ágæti neyslu afurða út dýraríkinu. T.d. hefur verið sýnt fram á gagnsleysi mjólkur fyrir mannslíkamann, sem læknirinn vinsæli rómar þó mjög. Hann hefur rangt fyrir sér. Þá hefur verið sýnt fram á skaðsemi rauðs kjöts og unninna kjötvara, sem ristilkrabbameinsvaldandi. Með þessu háttalagi sínu, hvetur læknirinn auk þess til illrar meðferðar dýra, en alkunna er að í mjólkurframleiðslu felst dulið dýraníð, eitt það versta, sem kunnugt er um. Í því felst annars vegar að kýr eru sæddar ár eftir ár í þeim tilgangi að ala kálfa í þeim tilgangi að líkami þeirra fari, að framleiða mjólk fyrir kálfinn þeirra. Að loknum burði er kálfurinn tekinn af móður sinni. Fullt er til af vitnisburði um að þau öskri, í bókstaflegri merkingu, eftir hvort öðru í langan tíma eftir aðskilnaðinn. Þetta er ill meðferð á dýrum og þetta styður læknirinn eða er fáfróður um. Mjólkurkýrin er látin þræla sér út við þetta ár eftir ár og lifir miklu skemur en við náttúrulegar aðstæður. Þegar nytin minkar lendir hún í sláturhúsinu. Því keti virðist læknirinn taka fagnandi, í eldhúsi sínu. Ég botna ekkert í því að lýðheilsupostuli skuli birtast á skjám landsmanna og boða ófögnuð, sem þennan og þiggja laun fyrir. Launalaus gefur hann sig ekki í þetta verkefni mjólkur og ketframleiðenda – það er á hreinu. Margur verður af aurum api! Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Það vekur ætíð undrun mína, sem dýraverndarsinna og dýralögfræðings, þegar þjónar heilbrigðisstéttarinnar, læknir í þessu tilviki, sem hlotið hefur viðurnefnið „Læknirinn í eldhúsinu“ gerir sér far um, á víðlesnum miðlum, að hvetja neytendur til neyslu afurða úr dýraríkinu. Margoft hefur verið sýnt fram á, með rökum, að slíkt henti lýðheilsu miður vel. Umræddur læknir, Ragnar Freyr, hefur getið sér frægðar fyrir að vera flinkur í eldhúsinu og virðist hafa fastmótaðar hugmyndir um misskilið ágæti neyslu afurða út dýraríkinu. T.d. hefur verið sýnt fram á gagnsleysi mjólkur fyrir mannslíkamann, sem læknirinn vinsæli rómar þó mjög. Hann hefur rangt fyrir sér. Þá hefur verið sýnt fram á skaðsemi rauðs kjöts og unninna kjötvara, sem ristilkrabbameinsvaldandi. Með þessu háttalagi sínu, hvetur læknirinn auk þess til illrar meðferðar dýra, en alkunna er að í mjólkurframleiðslu felst dulið dýraníð, eitt það versta, sem kunnugt er um. Í því felst annars vegar að kýr eru sæddar ár eftir ár í þeim tilgangi að ala kálfa í þeim tilgangi að líkami þeirra fari, að framleiða mjólk fyrir kálfinn þeirra. Að loknum burði er kálfurinn tekinn af móður sinni. Fullt er til af vitnisburði um að þau öskri, í bókstaflegri merkingu, eftir hvort öðru í langan tíma eftir aðskilnaðinn. Þetta er ill meðferð á dýrum og þetta styður læknirinn eða er fáfróður um. Mjólkurkýrin er látin þræla sér út við þetta ár eftir ár og lifir miklu skemur en við náttúrulegar aðstæður. Þegar nytin minkar lendir hún í sláturhúsinu. Því keti virðist læknirinn taka fagnandi, í eldhúsi sínu. Ég botna ekkert í því að lýðheilsupostuli skuli birtast á skjám landsmanna og boða ófögnuð, sem þennan og þiggja laun fyrir. Launalaus gefur hann sig ekki í þetta verkefni mjólkur og ketframleiðenda – það er á hreinu. Margur verður af aurum api! Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar