Góðar fréttir Auður Guðjónsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Í upphafi þessa árs lagði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, til við Norrænu ráðherranefndina að fylgja eftir tilvísunum í taugakerfið í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna áranna 2015-2030 og láta greina og samkeyra gagnabanka á norrænu taugavísindasviði með gervigreind. Markmiðið væri að leita að sameiginlegu mynstri í innihaldi bankanna sem hjálpað gæti læknavísindunum að skilja betur hvernig taugakerfið starfar og komast með því nær lækningu. Tillögu Lilju var vel tekið hjá ráðherranefndinni og leitaði nefndin eftir áliti NordForsk sem fjármagnar og liðkar fyrir norrænu samstarfi á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða. Álit framkvæmdastjóra NordForsk barst fyrir skömmu og þar kemur fram að stofnunin telji mjög mikilvægt að efla norrænt samstarf á sviði taugaskaða og sjúkdóma og með pólitísku átaki á því sviði ætti að vera hægt að hrinda umræddri tillögu tiltölulega fljótt í framkvæmd. Nú ríður á að íslenskir embættismenn, þingmenn og ráðherrar haldi málinu á lofti á norrænum vettvangi. Ástæða þess að Lilja lagði fram tillöguna var að Ísland náði ofangreindri tilvísun í taugakerfið inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna árið 2015 eftir mikla vinnu margra Íslendinga. Með því var hún að freista þess að afla stuðnings Norðurlandaþjóðanna við taugakerfið og festa það þar með í sessi hjá Sameinuðu þjóðunum sem eitt af þeim málum sem heimurinn þarf að taka á. Eins og fólk veit gengur erfiðlega að finna lækningu við skemmdum í taugakerfinu þrátt fyrir að mikið sé rannsakað. Heimurinn er fullur af gömlum og nýjum rannsóknum sem þarf að skoða í stóra samhenginu. Þess vegna þarf að nálgast taugakerfið á breiðari grundvelli en verið hefur og nýta til þess hina nýju gervigreind. Vonandi bera Norðurlönd gæfu til að ríða á vaðið og stuðla þar með að stórstígum framförum á taugavísindasviði. Höfundur er stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa árs lagði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, til við Norrænu ráðherranefndina að fylgja eftir tilvísunum í taugakerfið í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna áranna 2015-2030 og láta greina og samkeyra gagnabanka á norrænu taugavísindasviði með gervigreind. Markmiðið væri að leita að sameiginlegu mynstri í innihaldi bankanna sem hjálpað gæti læknavísindunum að skilja betur hvernig taugakerfið starfar og komast með því nær lækningu. Tillögu Lilju var vel tekið hjá ráðherranefndinni og leitaði nefndin eftir áliti NordForsk sem fjármagnar og liðkar fyrir norrænu samstarfi á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða. Álit framkvæmdastjóra NordForsk barst fyrir skömmu og þar kemur fram að stofnunin telji mjög mikilvægt að efla norrænt samstarf á sviði taugaskaða og sjúkdóma og með pólitísku átaki á því sviði ætti að vera hægt að hrinda umræddri tillögu tiltölulega fljótt í framkvæmd. Nú ríður á að íslenskir embættismenn, þingmenn og ráðherrar haldi málinu á lofti á norrænum vettvangi. Ástæða þess að Lilja lagði fram tillöguna var að Ísland náði ofangreindri tilvísun í taugakerfið inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna árið 2015 eftir mikla vinnu margra Íslendinga. Með því var hún að freista þess að afla stuðnings Norðurlandaþjóðanna við taugakerfið og festa það þar með í sessi hjá Sameinuðu þjóðunum sem eitt af þeim málum sem heimurinn þarf að taka á. Eins og fólk veit gengur erfiðlega að finna lækningu við skemmdum í taugakerfinu þrátt fyrir að mikið sé rannsakað. Heimurinn er fullur af gömlum og nýjum rannsóknum sem þarf að skoða í stóra samhenginu. Þess vegna þarf að nálgast taugakerfið á breiðari grundvelli en verið hefur og nýta til þess hina nýju gervigreind. Vonandi bera Norðurlönd gæfu til að ríða á vaðið og stuðla þar með að stórstígum framförum á taugavísindasviði. Höfundur er stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun