Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2017 10:58 Loftslagsfundur SÞ hefst í Bonn í Þýskalandi á mánudag og stendur yfir í um tvær vikur,. Vísir/AFP Sendinefnd bandarískra stjórnvalda ætlar að kynna kol, jarðgas og kjarnorku sem lausn við loftslagsbreytingum á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í næstu viku. Búist er við að sá málflutningur falli í grýttan jarðveg hjá fulltrúum annarra ríkja. New York Times segir að ríkisstjórn Donalds Trump leggi kynninguna upp sem umræðu um hvernig bandarískar orkuauðlindir, ekki síst jarðefnaeldsneyti, geti hjálpað fátækjum ríkjum að framleiða rafmagn og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti er hins vegar meginorsök loftslagsbreytinganna sem ríki heims reyna nú að takmarka. Því telur blaðið næsta víst að málflutningur Bandaríkjastjórnar muni vekja mikil viðbrögð. „Lönd eða fyrirtæki sem halda áfram að hampa áframhaldandi leit og vinnslu á kolum og jafnvel öðru jarðefnaeldsneyti héðan í frá væru vísvitandi að fremja glæp gegn mannkyninu og þau yrðu látin bera ábyrgð á því,“ hefur New York Times eftir Saleemul Huq, forstöðumanni Alþjóðlegrar miðstöðvar loftslagsbreytinga og þróunar í Bangladess sem veitir þróunarríkjum ráðgjöf í tengslum við viðræðurnar.Bandaríkin taka áfram þátt, þrátt fyrir yfirlýsingu TrumpDonald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann ætli að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Formlega getur hann hins vegar ekki gert það fyrr en haustið 2020 og í militíðinni taka Bandaríkin þátt í viðræðum á vettvangi loftslagssamningar SÞ. Markmið Parísarsamkomulagsins eru til ársins 2030 og eiga að taka við af seinna tímabili Kýótóbókunarinnar sem lýkur árið 2020. Ríkja heims ætla samkvæmt þeim að reyna að halda hlýnun jarðar innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu og helst innan við 1,5°C ef þess er nokkur kostur. Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Sendinefnd bandarískra stjórnvalda ætlar að kynna kol, jarðgas og kjarnorku sem lausn við loftslagsbreytingum á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í næstu viku. Búist er við að sá málflutningur falli í grýttan jarðveg hjá fulltrúum annarra ríkja. New York Times segir að ríkisstjórn Donalds Trump leggi kynninguna upp sem umræðu um hvernig bandarískar orkuauðlindir, ekki síst jarðefnaeldsneyti, geti hjálpað fátækjum ríkjum að framleiða rafmagn og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti er hins vegar meginorsök loftslagsbreytinganna sem ríki heims reyna nú að takmarka. Því telur blaðið næsta víst að málflutningur Bandaríkjastjórnar muni vekja mikil viðbrögð. „Lönd eða fyrirtæki sem halda áfram að hampa áframhaldandi leit og vinnslu á kolum og jafnvel öðru jarðefnaeldsneyti héðan í frá væru vísvitandi að fremja glæp gegn mannkyninu og þau yrðu látin bera ábyrgð á því,“ hefur New York Times eftir Saleemul Huq, forstöðumanni Alþjóðlegrar miðstöðvar loftslagsbreytinga og þróunar í Bangladess sem veitir þróunarríkjum ráðgjöf í tengslum við viðræðurnar.Bandaríkin taka áfram þátt, þrátt fyrir yfirlýsingu TrumpDonald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann ætli að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Formlega getur hann hins vegar ekki gert það fyrr en haustið 2020 og í militíðinni taka Bandaríkin þátt í viðræðum á vettvangi loftslagssamningar SÞ. Markmið Parísarsamkomulagsins eru til ársins 2030 og eiga að taka við af seinna tímabili Kýótóbókunarinnar sem lýkur árið 2020. Ríkja heims ætla samkvæmt þeim að reyna að halda hlýnun jarðar innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu og helst innan við 1,5°C ef þess er nokkur kostur.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17