Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2017 10:58 Loftslagsfundur SÞ hefst í Bonn í Þýskalandi á mánudag og stendur yfir í um tvær vikur,. Vísir/AFP Sendinefnd bandarískra stjórnvalda ætlar að kynna kol, jarðgas og kjarnorku sem lausn við loftslagsbreytingum á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í næstu viku. Búist er við að sá málflutningur falli í grýttan jarðveg hjá fulltrúum annarra ríkja. New York Times segir að ríkisstjórn Donalds Trump leggi kynninguna upp sem umræðu um hvernig bandarískar orkuauðlindir, ekki síst jarðefnaeldsneyti, geti hjálpað fátækjum ríkjum að framleiða rafmagn og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti er hins vegar meginorsök loftslagsbreytinganna sem ríki heims reyna nú að takmarka. Því telur blaðið næsta víst að málflutningur Bandaríkjastjórnar muni vekja mikil viðbrögð. „Lönd eða fyrirtæki sem halda áfram að hampa áframhaldandi leit og vinnslu á kolum og jafnvel öðru jarðefnaeldsneyti héðan í frá væru vísvitandi að fremja glæp gegn mannkyninu og þau yrðu látin bera ábyrgð á því,“ hefur New York Times eftir Saleemul Huq, forstöðumanni Alþjóðlegrar miðstöðvar loftslagsbreytinga og þróunar í Bangladess sem veitir þróunarríkjum ráðgjöf í tengslum við viðræðurnar.Bandaríkin taka áfram þátt, þrátt fyrir yfirlýsingu TrumpDonald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann ætli að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Formlega getur hann hins vegar ekki gert það fyrr en haustið 2020 og í militíðinni taka Bandaríkin þátt í viðræðum á vettvangi loftslagssamningar SÞ. Markmið Parísarsamkomulagsins eru til ársins 2030 og eiga að taka við af seinna tímabili Kýótóbókunarinnar sem lýkur árið 2020. Ríkja heims ætla samkvæmt þeim að reyna að halda hlýnun jarðar innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu og helst innan við 1,5°C ef þess er nokkur kostur. Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Sendinefnd bandarískra stjórnvalda ætlar að kynna kol, jarðgas og kjarnorku sem lausn við loftslagsbreytingum á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í næstu viku. Búist er við að sá málflutningur falli í grýttan jarðveg hjá fulltrúum annarra ríkja. New York Times segir að ríkisstjórn Donalds Trump leggi kynninguna upp sem umræðu um hvernig bandarískar orkuauðlindir, ekki síst jarðefnaeldsneyti, geti hjálpað fátækjum ríkjum að framleiða rafmagn og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti er hins vegar meginorsök loftslagsbreytinganna sem ríki heims reyna nú að takmarka. Því telur blaðið næsta víst að málflutningur Bandaríkjastjórnar muni vekja mikil viðbrögð. „Lönd eða fyrirtæki sem halda áfram að hampa áframhaldandi leit og vinnslu á kolum og jafnvel öðru jarðefnaeldsneyti héðan í frá væru vísvitandi að fremja glæp gegn mannkyninu og þau yrðu látin bera ábyrgð á því,“ hefur New York Times eftir Saleemul Huq, forstöðumanni Alþjóðlegrar miðstöðvar loftslagsbreytinga og þróunar í Bangladess sem veitir þróunarríkjum ráðgjöf í tengslum við viðræðurnar.Bandaríkin taka áfram þátt, þrátt fyrir yfirlýsingu TrumpDonald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann ætli að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Formlega getur hann hins vegar ekki gert það fyrr en haustið 2020 og í militíðinni taka Bandaríkin þátt í viðræðum á vettvangi loftslagssamningar SÞ. Markmið Parísarsamkomulagsins eru til ársins 2030 og eiga að taka við af seinna tímabili Kýótóbókunarinnar sem lýkur árið 2020. Ríkja heims ætla samkvæmt þeim að reyna að halda hlýnun jarðar innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu og helst innan við 1,5°C ef þess er nokkur kostur.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17