Erlent

Netflix lætur Spacey taka poka sinn

Þórdís Valsdóttir skrifar
Kevin Spacey fer með aðalhlutverkið í House of Cards.
Kevin Spacey fer með aðalhlutverkið í House of Cards. Vísir/Getty

Bandaríska efnisveitan Netflix hefur slitið öllu samstarfi við leikarann Kevin Spacey eftir ásakanir um kynferðisbrot. Kevin Spacey hefur farið með aðalhlutverkið í þáttunum House of Cards og tilkynnt var á dögunum að tökum á sjöttu þáttaröð þáttanna yrði hætt um óákveðinn tíma.



Sjá einnig: Spacey til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í London

Einnig hefur verið hætt við framleiðslu kvikmyndarinnar Gore sem skartaði Spacey í aðalhlutverki. Hann var einnig framleiðandi kvikmyndarinnar. Gore var langt komin í framleiðsluferlinu en myndin hún fjallar um ævi rithöfundarins Gore Vidal.



Í tilkynningu frá Netflix segir að fyrirtækið muni ekki lengur taka þátt í framleiðslu House of Cards. Sjötta þáttaröðin átti að vera sú síðasta og í tilkynningunni kemur fram að Netflix og samstarfsaðili þeirra, MRC, vinni að því að meta framhaldið.


Tengdar fréttir

Spacey sagður vera að leita sér hjálpar

Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×