105 þingmenn hætt á þingi á átta árum Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2017 09:15 Hundrað og fimm þingmenn hafa hætt eða fallið af þingi frá og með kosningunum árið 2009. Kostnaður Alþingis vegna biðlauna þeirra er tæplega hálfur milljarður króna. Aðeins sextán þingmenn hafa setið lengur á Alþingi en í fjögur ár eða sem nemur einu hefðbundnu kjörtímabili. Gríðarlega mikil endurnýjun hefur orðið á Alþingi undanfarin áratug enda er búið að kjósa fimm sinnum til þings frá árinu 2007. Þetta þýðir að mjög fáir þingmenn hafa langa þingreynslu en 47 þingmenn hafa setið á þingi í fjögur ár eða skemur. Hér sjáum við dreifinguna á þingreynslu þeirra sem nú eiga sæti á Alþingi, lengst til vinstri eru þau sem minnstu reynsluna hafa en lengst til hægri þau sem setið hafa lengst á þingi. Aðeins fjórtán þingmenn hafa setið í átta ár, tvö hefðbundin kjörtímabil, eða lengur á Alþingi. Allra lengst hefur Steingrímur J. Sigfússon gengt þingmennsku eða í 34 ár. Þar á eftir kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem þó er tæplega hálfdrættingur miðað við Steingrím, með fimmtán ára reynslu.Þar á eftir koma Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson með fjórtán ár; Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir og Kristján Þór Júlíusson með tíu ár. Sexmenningarnir Gunnar Bragi Sveinsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Svandís Svavarsdóttir hafa setið í átta ár á Alþingi, sem svarar til tveggja hefðbundinna kjörtímabila.Hálfur milljarður í biðlaun Ásmundur Einar Daðason hefur setið í sjö ár á þingi og Ágúst Ólafur Ágústdsson í sex ár en 47 þingmenn hafa aftur á móti setið á þingi í fjögur ár eða skemur.Þessi mikla endurnýjun á Alþingi allt frá hruni hefur líka haft sitt að segja um biðlaunagreiðslur þingsins. En þeir sem setið hafa eitt kjörtímabil á þingi og falla út eða hætta fá biðlaun í þrjá mánuði en þeir sem setið hafa tvö kjörtímabil eða lengur fá biðlaun í sex mánuði. Eftir kosningarnar 2009 fóru 27 þingmenn á biðlaun sem kostuðu Alþingi um 91 milljón, eftir kosningarnar 2013 fóru einnig 27 þingmenn á biðlaun sem kostaði rúmar 88 milljónir, eftir kosningarnar árið 2016 hættu hins vegar 32 þingmenn og fengu samanlagt biðlaun upp á rúmar 200 milljónir króna. Að loknum kosningum fyrir viku féllu eða hættu 19 þingmenn og áætlar skrifstofa Alþingis að kostnaður við biðlaun þeirra verði 117 milljónir. Á síðustu átta árum hafa því 105 þingmenn hætt eða fallið af þingi og fengið samanlagt rúmar 497 milljónir króna í biðlaun. Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Hundrað og fimm þingmenn hafa hætt eða fallið af þingi frá og með kosningunum árið 2009. Kostnaður Alþingis vegna biðlauna þeirra er tæplega hálfur milljarður króna. Aðeins sextán þingmenn hafa setið lengur á Alþingi en í fjögur ár eða sem nemur einu hefðbundnu kjörtímabili. Gríðarlega mikil endurnýjun hefur orðið á Alþingi undanfarin áratug enda er búið að kjósa fimm sinnum til þings frá árinu 2007. Þetta þýðir að mjög fáir þingmenn hafa langa þingreynslu en 47 þingmenn hafa setið á þingi í fjögur ár eða skemur. Hér sjáum við dreifinguna á þingreynslu þeirra sem nú eiga sæti á Alþingi, lengst til vinstri eru þau sem minnstu reynsluna hafa en lengst til hægri þau sem setið hafa lengst á þingi. Aðeins fjórtán þingmenn hafa setið í átta ár, tvö hefðbundin kjörtímabil, eða lengur á Alþingi. Allra lengst hefur Steingrímur J. Sigfússon gengt þingmennsku eða í 34 ár. Þar á eftir kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem þó er tæplega hálfdrættingur miðað við Steingrím, með fimmtán ára reynslu.Þar á eftir koma Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson með fjórtán ár; Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir og Kristján Þór Júlíusson með tíu ár. Sexmenningarnir Gunnar Bragi Sveinsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Svandís Svavarsdóttir hafa setið í átta ár á Alþingi, sem svarar til tveggja hefðbundinna kjörtímabila.Hálfur milljarður í biðlaun Ásmundur Einar Daðason hefur setið í sjö ár á þingi og Ágúst Ólafur Ágústdsson í sex ár en 47 þingmenn hafa aftur á móti setið á þingi í fjögur ár eða skemur.Þessi mikla endurnýjun á Alþingi allt frá hruni hefur líka haft sitt að segja um biðlaunagreiðslur þingsins. En þeir sem setið hafa eitt kjörtímabil á þingi og falla út eða hætta fá biðlaun í þrjá mánuði en þeir sem setið hafa tvö kjörtímabil eða lengur fá biðlaun í sex mánuði. Eftir kosningarnar 2009 fóru 27 þingmenn á biðlaun sem kostuðu Alþingi um 91 milljón, eftir kosningarnar 2013 fóru einnig 27 þingmenn á biðlaun sem kostaði rúmar 88 milljónir, eftir kosningarnar árið 2016 hættu hins vegar 32 þingmenn og fengu samanlagt biðlaun upp á rúmar 200 milljónir króna. Að loknum kosningum fyrir viku féllu eða hættu 19 þingmenn og áætlar skrifstofa Alþingis að kostnaður við biðlaun þeirra verði 117 milljónir. Á síðustu átta árum hafa því 105 þingmenn hætt eða fallið af þingi og fengið samanlagt rúmar 497 milljónir króna í biðlaun.
Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira