Að hlusta af athygli Ingrid Kuhlman skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Hraði nútímans gerir það að verkum að samskipti verða stundum að formsatriði, svona eins og þegar einhver býður okkur „góðan dag“ úti í búð. Við höldum að við séum að hlusta en heyrum samt ekki hvað viðmælandi okkar er að segja í raun og veru. Stundum heyrum við bara það sem við viljum heyra. Í samskiptum skiptir miklu máli að hlusta af athygli og endurtaka eða umorða hvað við höldum að viðmælandinn sé að meina til að athuga hvort við höfum skilið hann rétt. Einnig er mikilvægt að spyrja skilmerkilegra spurninga ef eitthvað er óskýrt. Eftirfarandi atriði geta gert samskiptin skilvirkari: 1. Hreinsa hugann Mikilvægt er að hreinsa hugann af hvers kyns hugsunum og (for)dómum. Fyrirfram mótaðar skoðanir geta komið í veg fyrir að við heyrum hvað fólk er að meina í raun og veru. Góður hlustandi hefur taumhald á þörf sinni fyrir að komast að sjálfur og dæma, gagnrýna eða útskýra. 2. Halda augnsambandi Augnsamband er merki um athygli og umhyggju auk þess sem það gerir okkur auðveldara fyrir að fylgjast með líkamstjáningu og svipbrigðum. 3. Setja sig í spor viðmælandans Við bregðumst við heiminum eins og við sjáum hann. Því er mikilvægt að setja sig í spor annarra og reyna að sjá heiminn eins og þeir sjá hann. Virk hlustun felur ekki í sér að við séum sammála öllu því sem viðmælandi okkar segir, aðeins að við leggjum okkur fram um að skilja sjónarhorn hans eða skoðanir. 4. Ekki gefa sér neitt fyrirfram Oft gefum við okkur að við vitum hvað viðmælandi okkar er að meina. Betra er að biðja hann um útskýringar frekar en að draga ályktanir. 5. Vera óhræddur við þagnir Góður hlustandi er óhræddur við þagnir og leyfir fólki að tala. Hann sýnir áhuga með líkamsbeitingu (kinkar kolli, hallar sér fram, sýnir lófana og hallar höfðinu) svo að viðmælandinn fái á tilfinninguna að hann leggi sig fram við að skilja orð hans. Að hlusta af athygli á aðra er merki um mikilvægi, virðingu, skilning og umhyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Hraði nútímans gerir það að verkum að samskipti verða stundum að formsatriði, svona eins og þegar einhver býður okkur „góðan dag“ úti í búð. Við höldum að við séum að hlusta en heyrum samt ekki hvað viðmælandi okkar er að segja í raun og veru. Stundum heyrum við bara það sem við viljum heyra. Í samskiptum skiptir miklu máli að hlusta af athygli og endurtaka eða umorða hvað við höldum að viðmælandinn sé að meina til að athuga hvort við höfum skilið hann rétt. Einnig er mikilvægt að spyrja skilmerkilegra spurninga ef eitthvað er óskýrt. Eftirfarandi atriði geta gert samskiptin skilvirkari: 1. Hreinsa hugann Mikilvægt er að hreinsa hugann af hvers kyns hugsunum og (for)dómum. Fyrirfram mótaðar skoðanir geta komið í veg fyrir að við heyrum hvað fólk er að meina í raun og veru. Góður hlustandi hefur taumhald á þörf sinni fyrir að komast að sjálfur og dæma, gagnrýna eða útskýra. 2. Halda augnsambandi Augnsamband er merki um athygli og umhyggju auk þess sem það gerir okkur auðveldara fyrir að fylgjast með líkamstjáningu og svipbrigðum. 3. Setja sig í spor viðmælandans Við bregðumst við heiminum eins og við sjáum hann. Því er mikilvægt að setja sig í spor annarra og reyna að sjá heiminn eins og þeir sjá hann. Virk hlustun felur ekki í sér að við séum sammála öllu því sem viðmælandi okkar segir, aðeins að við leggjum okkur fram um að skilja sjónarhorn hans eða skoðanir. 4. Ekki gefa sér neitt fyrirfram Oft gefum við okkur að við vitum hvað viðmælandi okkar er að meina. Betra er að biðja hann um útskýringar frekar en að draga ályktanir. 5. Vera óhræddur við þagnir Góður hlustandi er óhræddur við þagnir og leyfir fólki að tala. Hann sýnir áhuga með líkamsbeitingu (kinkar kolli, hallar sér fram, sýnir lófana og hallar höfðinu) svo að viðmælandinn fái á tilfinninguna að hann leggi sig fram við að skilja orð hans. Að hlusta af athygli á aðra er merki um mikilvægi, virðingu, skilning og umhyggju.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun