Ég vildi að ég gæti skipt um vinnu strax í dag Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Úff, nýr vinnudagur og ég kvíði svo fyrir deginum. Ætti ég að voga mér inn á kaffistofuna eða bara halda mig inni á skrifstofunni minni? Skyldi ég fá einhvern frið í dag? Ég þoli bara ekki lengur þessar eilífu háðsglósur um persónu mína, hvernig ég klæði mig, hvað ég borða eða borða ekki. Alltaf eilífar pillur og fliss. Þetta mun ekki hætta af sjálfu sér. Á ég að reyna að tala aftur við deildarstjórann? Það verður örugglega bara sama svarið, að ekkert sé hægt að gera og sennilega sé ekkert verið að meina með þessu. Ég vildi að ég gæti skipt um vinnu helst strax í dag.“ Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Eineltisdagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að vekja athygli á þýðingu þess að sýna virðingu og kurteis samskipti ekki eingöngu á vinnustað heldur alls staðar. Hér verður fjallað um einelti á vinnustað. Birtingarmyndir eineltis á vinnustað eru margar og mismunandi allt eftir eðli og aðstæðum á vinnustaðnum. Þolendur og gerendur geta verið úr röðum stjórnenda/millistjórnenda eða almennra starfsmanna. Dæmi um eineltishegðun í garð samstarfsaðila er: -Sýna dónalega, ruddalega eða hrokafulla framkomu. -Gera grín að, lítilsvirða eða hæðast að. -Baktal/rógburður. -Sniðganga, hunsa, einangra og hafna. -Halda frá, leyna upplýsingum til að skaða frammistöðu. -Kaffæra í verkefnum. -Gagnrýna, finna viðkomandi allt til foráttu, bera röngum sökum.Þolendur og þögnin Hver sem er getur verið þolandi eineltis. Fordóma gætir enn í umhverfinu í garð þeirra sem segja reynslu sína af því að vera þolendur eineltis. Fordómarnir lýsa sér t.d. þannig að fólk sem jafnvel þekkir lítið eða ekkert til málsatvika hefur oft tilhneigingu til að álykta að sökin sé þolandans. Þolandinn endurspeglar oft fordómana með því að upplifa skömm og heldur að þetta sé honum að kenna. Fordómar í garð þolandans skýra að einhverju leyti af hverju vandamál af þessu tagi hefur tilhneigingu til að vera falið. Þolandinn álítur sem svo að það kunni að stríða gegn hagsmunum hans ef eineltið fréttist eða er tengt við hann. Hann óttast að vera álitinn vandræðaseggur og með því kunni möguleikar á ráðningu síðar meir að skerðast. Ef þolandinn er látinn fara eða telur sig knúinn til að yfirgefa vinnustaðinn er bataferlið oft mun erfiðara. Til viðbótar við að hafa misst atvinnu sína er hann fullur efasemda um sjálfan sig. Í raun velta örlög þolandans hvað mest á persónustyrk hans, stuðningi fjölskyldu og þeirri trú að skömmin sé ekki hans. Á góðum vinnustað er stjórnandinn fyrirmynd. Hann lætur sér annt um starfsfólk sitt, leyfir því að njóta sín og hæfileika sinna og myndar við það jákvæð tengsl. Hann gerir því grein fyrir að það sé verkefni allra að skapa góðan starfsanda og á vinnustaðnum skal ríkja umburðarlyndi og virðing. Hann tekur með faglegum hætti á málum sem upp koma. Í dag á Eineltisdeginum sýnum við táknrænan stuðning við baráttuna gegn einelti og þögninni með því að hringja bjöllum eða þeyta flautur um allt land kl. 13.00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Tökum höndum saman gegn einelti og kynferðisofbeldi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Úff, nýr vinnudagur og ég kvíði svo fyrir deginum. Ætti ég að voga mér inn á kaffistofuna eða bara halda mig inni á skrifstofunni minni? Skyldi ég fá einhvern frið í dag? Ég þoli bara ekki lengur þessar eilífu háðsglósur um persónu mína, hvernig ég klæði mig, hvað ég borða eða borða ekki. Alltaf eilífar pillur og fliss. Þetta mun ekki hætta af sjálfu sér. Á ég að reyna að tala aftur við deildarstjórann? Það verður örugglega bara sama svarið, að ekkert sé hægt að gera og sennilega sé ekkert verið að meina með þessu. Ég vildi að ég gæti skipt um vinnu helst strax í dag.“ Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Eineltisdagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að vekja athygli á þýðingu þess að sýna virðingu og kurteis samskipti ekki eingöngu á vinnustað heldur alls staðar. Hér verður fjallað um einelti á vinnustað. Birtingarmyndir eineltis á vinnustað eru margar og mismunandi allt eftir eðli og aðstæðum á vinnustaðnum. Þolendur og gerendur geta verið úr röðum stjórnenda/millistjórnenda eða almennra starfsmanna. Dæmi um eineltishegðun í garð samstarfsaðila er: -Sýna dónalega, ruddalega eða hrokafulla framkomu. -Gera grín að, lítilsvirða eða hæðast að. -Baktal/rógburður. -Sniðganga, hunsa, einangra og hafna. -Halda frá, leyna upplýsingum til að skaða frammistöðu. -Kaffæra í verkefnum. -Gagnrýna, finna viðkomandi allt til foráttu, bera röngum sökum.Þolendur og þögnin Hver sem er getur verið þolandi eineltis. Fordóma gætir enn í umhverfinu í garð þeirra sem segja reynslu sína af því að vera þolendur eineltis. Fordómarnir lýsa sér t.d. þannig að fólk sem jafnvel þekkir lítið eða ekkert til málsatvika hefur oft tilhneigingu til að álykta að sökin sé þolandans. Þolandinn endurspeglar oft fordómana með því að upplifa skömm og heldur að þetta sé honum að kenna. Fordómar í garð þolandans skýra að einhverju leyti af hverju vandamál af þessu tagi hefur tilhneigingu til að vera falið. Þolandinn álítur sem svo að það kunni að stríða gegn hagsmunum hans ef eineltið fréttist eða er tengt við hann. Hann óttast að vera álitinn vandræðaseggur og með því kunni möguleikar á ráðningu síðar meir að skerðast. Ef þolandinn er látinn fara eða telur sig knúinn til að yfirgefa vinnustaðinn er bataferlið oft mun erfiðara. Til viðbótar við að hafa misst atvinnu sína er hann fullur efasemda um sjálfan sig. Í raun velta örlög þolandans hvað mest á persónustyrk hans, stuðningi fjölskyldu og þeirri trú að skömmin sé ekki hans. Á góðum vinnustað er stjórnandinn fyrirmynd. Hann lætur sér annt um starfsfólk sitt, leyfir því að njóta sín og hæfileika sinna og myndar við það jákvæð tengsl. Hann gerir því grein fyrir að það sé verkefni allra að skapa góðan starfsanda og á vinnustaðnum skal ríkja umburðarlyndi og virðing. Hann tekur með faglegum hætti á málum sem upp koma. Í dag á Eineltisdeginum sýnum við táknrænan stuðning við baráttuna gegn einelti og þögninni með því að hringja bjöllum eða þeyta flautur um allt land kl. 13.00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Tökum höndum saman gegn einelti og kynferðisofbeldi!
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar