Féll 14 metra og fær 57 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2017 20:53 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/GVA Byggingarverktakinn SS Hús hefur verið dæmdur til að greiða smiði sem starfaði hjá fyrirtækinu 57 milljónir í bætur vegna vinnuslyss þann 6. febrúar 2014. Smiðurinn slasaðist alvarlega er hann féll fjórtán metra við byggingugarvinnu á vegum verktakans. Smiðurinn var við störf hjá SS Hús í nýbyggingu í Kórahverfinu í Kópavogi. Umræddan dag var hann að vinna við að slá mót frá steyptum veggjum nýbyggingarinnar og losa mótafestingar. Var hann staddur svölum sjöttu hæðar nýbyggingarinnar þegar hann steig út á svokallað dokaborð sem kom undan svölunum. Dokaborðið gaf sig undan smiðnum með þeim afleiðingum að hann féll niður um tæpa 14 metra (13,75 m) og lenti á steyptri plötu. Stefnandi slasaðist alvarlega og var strax fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann. Niðurstaða matsmanna á afleiðingum slyssins var sú að varanlegur miski vegna afleiðinga slyssins hafi verið 60 prósent en varanleg örorka vegna slyssins hafi verið 55 prósent. Var maðurinn alveg frá vinnu frá 7. febrúar til 31. janúar 2015. Við rannsókn lögreglu á slysinu kom fram að dokaborðið umrædda gefði verið notað sem gönguleið í einhvern tíma og hafi verið traustur og stöðugur fyrr um daginn. Komið hafi þó í ljós að samstarfsmenn smiðsins hefðu á einhverjum tímapunkti fjarlægt stífur undan dokaborðinu, sem var ástæða þess að það gaf sig undan smiðnum. Við rannsóknina kom einnig fram að samkvæmt hefðbundnu verklagi ætti að láta vita þegar slíkt væri gært, en það hafði misfarist slysdaginn með fyrrgreindum afleiðingum. Niðurstaða Vinnueftirlitsins var sú að orsök slyssins mætti rekja til þess að búið hafi verið að fjárlægja fallvarnir og starfsmaðurinn hafi ekki verið í öryggisbelti og/eða öryggislínu. Fór smiðurinn fram á það að SS Hús, Verktak 15 ehf og húsasmíðamestari verksins bæru skaðabótaábyrgð á því líkamstjóni sem hann hlaut af slysinu. Vörn stefndu fyrir dómi byggðist á því að smiðnum hefði átt að vera kunnugt um að unnið væri að því að slá mót utan af húsinu og þar með undirslátt svala. Þá hefði smiðurinn, miðað við reynslu sína og menntun, átt að sýna meiri varúð er hann steig á dokaborðið. Töldu stefndu að miðað við þær aðstæður sem voru á byggingarstaðnum umræddan dag hafi það verið „algjörlega óforsvaranlegt að stíga niður af svalagólfinu og út á plötuna þar sem platan hafi legið eina 15-20 cm neðar en svalagólfið.“ Bæri hann því einn ábyrgð á slysinu.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að meginábyrgðin á öruggu vinnuumhvefi hvíli á vinnuveitanda starfsmanna. Þá geti það ekki talist stórkostlegt gáleysi af hálfu smiðsins að hafa stigið út á dokaborðið þegar engar fallvarnir voru til staðar. Húsasmíðameistarinn og þrotabú Verktaks 15 ehf voru sýknuð af kröfu smiðsins en SS Hús dæmt til að greiða honum 57 milljónir. Dómsmál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Byggingarverktakinn SS Hús hefur verið dæmdur til að greiða smiði sem starfaði hjá fyrirtækinu 57 milljónir í bætur vegna vinnuslyss þann 6. febrúar 2014. Smiðurinn slasaðist alvarlega er hann féll fjórtán metra við byggingugarvinnu á vegum verktakans. Smiðurinn var við störf hjá SS Hús í nýbyggingu í Kórahverfinu í Kópavogi. Umræddan dag var hann að vinna við að slá mót frá steyptum veggjum nýbyggingarinnar og losa mótafestingar. Var hann staddur svölum sjöttu hæðar nýbyggingarinnar þegar hann steig út á svokallað dokaborð sem kom undan svölunum. Dokaborðið gaf sig undan smiðnum með þeim afleiðingum að hann féll niður um tæpa 14 metra (13,75 m) og lenti á steyptri plötu. Stefnandi slasaðist alvarlega og var strax fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann. Niðurstaða matsmanna á afleiðingum slyssins var sú að varanlegur miski vegna afleiðinga slyssins hafi verið 60 prósent en varanleg örorka vegna slyssins hafi verið 55 prósent. Var maðurinn alveg frá vinnu frá 7. febrúar til 31. janúar 2015. Við rannsókn lögreglu á slysinu kom fram að dokaborðið umrædda gefði verið notað sem gönguleið í einhvern tíma og hafi verið traustur og stöðugur fyrr um daginn. Komið hafi þó í ljós að samstarfsmenn smiðsins hefðu á einhverjum tímapunkti fjarlægt stífur undan dokaborðinu, sem var ástæða þess að það gaf sig undan smiðnum. Við rannsóknina kom einnig fram að samkvæmt hefðbundnu verklagi ætti að láta vita þegar slíkt væri gært, en það hafði misfarist slysdaginn með fyrrgreindum afleiðingum. Niðurstaða Vinnueftirlitsins var sú að orsök slyssins mætti rekja til þess að búið hafi verið að fjárlægja fallvarnir og starfsmaðurinn hafi ekki verið í öryggisbelti og/eða öryggislínu. Fór smiðurinn fram á það að SS Hús, Verktak 15 ehf og húsasmíðamestari verksins bæru skaðabótaábyrgð á því líkamstjóni sem hann hlaut af slysinu. Vörn stefndu fyrir dómi byggðist á því að smiðnum hefði átt að vera kunnugt um að unnið væri að því að slá mót utan af húsinu og þar með undirslátt svala. Þá hefði smiðurinn, miðað við reynslu sína og menntun, átt að sýna meiri varúð er hann steig á dokaborðið. Töldu stefndu að miðað við þær aðstæður sem voru á byggingarstaðnum umræddan dag hafi það verið „algjörlega óforsvaranlegt að stíga niður af svalagólfinu og út á plötuna þar sem platan hafi legið eina 15-20 cm neðar en svalagólfið.“ Bæri hann því einn ábyrgð á slysinu.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að meginábyrgðin á öruggu vinnuumhvefi hvíli á vinnuveitanda starfsmanna. Þá geti það ekki talist stórkostlegt gáleysi af hálfu smiðsins að hafa stigið út á dokaborðið þegar engar fallvarnir voru til staðar. Húsasmíðameistarinn og þrotabú Verktaks 15 ehf voru sýknuð af kröfu smiðsins en SS Hús dæmt til að greiða honum 57 milljónir.
Dómsmál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira