Um 120 Íslendingar deyja árlega vegna mengunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. október 2017 06:43 Loftmengun er sú gerð mengunar sem dregur flesta til dauða. Vísir/GVA Grein í vísindaritinu The Lancet rekur eitt af hverjum sex dauðsföllum ársins 2015 til mengunar. Hópurinn sem stóð að greininni segir að mengunin leiði til ósmitbærra sjúkdóma á borð við lungakrabbameins, heilablóðfalla og hjartasjúkdóma sem svo dregur fólk til dauða. Leggst hún því verst á þá sem veikastir eru fyrir; svo sem fólk með undirliggjandi sjúkdóma, börn og aldraða. Um er að ræða 9 milljón andlát á heimsvísu, langflest þeirra í löndum með lágar- eða miðlungsháar meðaltekur. Þar mátti rekja allt að 25% allra dauðsfalla til mengunar. Bangladess og Sómalía eru þau lönd sem verst urðu úti en Svíþjóð og Brúnei sluppu einna best. Ísland er í áttunda neðsta sæti en rúmlega fimm prósent andláta hér eru sögð vera vegna mengunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar létust um 2158 Íslendingar árið 2015 og mætti því ætla að mengun hafi dregið rúmlega 110 þeirra til dauða það árið. Jafnframt kemur fram í greininni, sem nálgast má hér, að loftmengun sé mannskæðasta gerð mengunar og er hún talin bera ábyrgð á tveimur þriðju hlutum mengunartengdu dauðsfallanna. Næst kemur vatnsmengun, 1,8 milljón dauðsföll, og því næst mengun á vinnustöðum, 800 þúsund. „Mengun er stærsta náttúrulega orsök sjúkdóma og ótímabærra dauðsfalla í heiminum í dag,“ segir í útdrætti greinarinnar og bætt við að um þrefalt fleiri hafi dáið árið 2015 vegna mengunar en úr eyðni, berklum og malaríu til samans. Þá dóu fimmtánfalt fleiri af mengunartengdum sjúkdómum en í öllum stríðum þess árs. Brúnei Loftslagsmál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Grein í vísindaritinu The Lancet rekur eitt af hverjum sex dauðsföllum ársins 2015 til mengunar. Hópurinn sem stóð að greininni segir að mengunin leiði til ósmitbærra sjúkdóma á borð við lungakrabbameins, heilablóðfalla og hjartasjúkdóma sem svo dregur fólk til dauða. Leggst hún því verst á þá sem veikastir eru fyrir; svo sem fólk með undirliggjandi sjúkdóma, börn og aldraða. Um er að ræða 9 milljón andlát á heimsvísu, langflest þeirra í löndum með lágar- eða miðlungsháar meðaltekur. Þar mátti rekja allt að 25% allra dauðsfalla til mengunar. Bangladess og Sómalía eru þau lönd sem verst urðu úti en Svíþjóð og Brúnei sluppu einna best. Ísland er í áttunda neðsta sæti en rúmlega fimm prósent andláta hér eru sögð vera vegna mengunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar létust um 2158 Íslendingar árið 2015 og mætti því ætla að mengun hafi dregið rúmlega 110 þeirra til dauða það árið. Jafnframt kemur fram í greininni, sem nálgast má hér, að loftmengun sé mannskæðasta gerð mengunar og er hún talin bera ábyrgð á tveimur þriðju hlutum mengunartengdu dauðsfallanna. Næst kemur vatnsmengun, 1,8 milljón dauðsföll, og því næst mengun á vinnustöðum, 800 þúsund. „Mengun er stærsta náttúrulega orsök sjúkdóma og ótímabærra dauðsfalla í heiminum í dag,“ segir í útdrætti greinarinnar og bætt við að um þrefalt fleiri hafi dáið árið 2015 vegna mengunar en úr eyðni, berklum og malaríu til samans. Þá dóu fimmtánfalt fleiri af mengunartengdum sjúkdómum en í öllum stríðum þess árs.
Brúnei Loftslagsmál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira