Aðgerðir í þágu ungs fólks á húsnæðismarkaði Guðrún Björnsdóttir og Ragna Sigurðardóttir skrifar 23. október 2017 07:00 Alþingiskosningar eru handan við hornið. Allir flokkar tala fyrir bættu húsnæðisástandi fyrir ungt fólk og aðra hópa. Jafnvel mætti segja að þverpólitísk samstaða virðist ríkja um að aðgerða sé þörf. Samkvæmt vísitölu félagslegra framfara (VVF – Social Progress Index) stendur Ísland sig ágætlega í alþjóðlegum samanburði, en aðeins Danmörk og Finnland eru ofar okkur í þeim samanburði sem birtist í ár. Þó kemur fram að við komum verr út á þremur sviðum; í menntun, umhverfisgæðum og húsnæðismálum. Ástandið í húsnæðismálum er áþreifanlegt. Á höfuðborgarsvæðinu hefur húsnæðismarkaður ekki náð að þróast þannig að framboð sé nægilegt fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði, hvort sem um er að ræða húsnæði til leigu eða sölu. Ástand hjá stúdentum sem sækja um leiguhúsnæði hjá Félagsstofnun stúdenta hefur verið afar erfitt og endurspeglar stöðu á almennum leigumarkaði. Langir biðlistar gefa til kynna að innkoma á almennan leigumarkað sé stúdentum gríðarlega erfið, bæði vegna skorts á framboði og verðlags. Um uppsafnaðan vanda er að ræða og stefnuleysi lagar hann ekki. Verðlagið stýrist m.a. af framboði. Vegna takmarkaðs framboðs hefur leigu- og söluverð hækkað síðustu ár. Ungt fólk situr fast í foreldrahúsum, jafnvel með eigin fjölskyldur. Sumir flosna upp úr námi og flytja jafnvel úr landi vegna húsnæðisskorts, enda er húsnæði forsenda þess að margir geti stundað nám hér á landi. Erfitt er að safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð án fjársterks baklands og staða leigjenda er slæm. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar vegna fyrstu íbúðarkaupa hefur verið innleidd til að stemma stigu við þessum vanda en greiningar sýna að sú leið gagnist síður þeim sem eru tekjulágir. Hærri og hagkvæmari húsnæðislán hafa verið nefnd sem önnur lausn. Ný tegund lána breytir þó litlu ef framboð er af skornum skammti. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg lagt áherslu á að gera ráð fyrir stúdentum og öðru ungu fólki við uppbyggingu borgarinnar. Til stendur að byggja um 4.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, án hagnaðarsjónarmiða, fyrir stúdenta og aðra hópa. Námsmenn og annað ungt fólk býr hins vegar víðar en í Reykjavík. Við hvetjum sveitarfélögin því til að sýna í verki að þau hafi ekki gleymt þessum hópi leigjenda. Haustið 2016 kynnti þáverandi ríkisstjórn til sögunnar stofnframlög með það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi efnaminna fólks. Á vordögum kynntu fráfarandi ríkisstjórn og fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu svokallaðan húsnæðissáttmála, sem vakti von í annars dimmu umhverfi leigjenda. Um er að ræða aðgerðaráætlun í 14 skrefum sem ætlað er að koma böndum á neyðarástand á húsnæðismarkaði. Að allri þessari vinnu hefur fjöldi fólks úr flestum flokkum komið, bæði úr röðum þingsins og sveitarfélaganna. Mikilvægt er að sú vinna haldi áfram og jafnframt að unnið sé að því að einfalda ferla sem standa í vegi fyrir uppbyggingu húsnæðis, okkur öllum til heilla. Við vonumst til, hvernig sem komandi kosningar fara, að menn beri gæfu til að vinna áfram að sameiginlegri lausn í húsnæðismálum ungs fólks. Það þarf að gera þvert á flokka og með samvinnu allra þar til gerðra aðila. Hér er um stórkostlega hagsmuni stórs hóps í landinu að ræða og hún hefur áhrif á framtíð okkar allra.Höfundar eru framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta og formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar eru handan við hornið. Allir flokkar tala fyrir bættu húsnæðisástandi fyrir ungt fólk og aðra hópa. Jafnvel mætti segja að þverpólitísk samstaða virðist ríkja um að aðgerða sé þörf. Samkvæmt vísitölu félagslegra framfara (VVF – Social Progress Index) stendur Ísland sig ágætlega í alþjóðlegum samanburði, en aðeins Danmörk og Finnland eru ofar okkur í þeim samanburði sem birtist í ár. Þó kemur fram að við komum verr út á þremur sviðum; í menntun, umhverfisgæðum og húsnæðismálum. Ástandið í húsnæðismálum er áþreifanlegt. Á höfuðborgarsvæðinu hefur húsnæðismarkaður ekki náð að þróast þannig að framboð sé nægilegt fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði, hvort sem um er að ræða húsnæði til leigu eða sölu. Ástand hjá stúdentum sem sækja um leiguhúsnæði hjá Félagsstofnun stúdenta hefur verið afar erfitt og endurspeglar stöðu á almennum leigumarkaði. Langir biðlistar gefa til kynna að innkoma á almennan leigumarkað sé stúdentum gríðarlega erfið, bæði vegna skorts á framboði og verðlags. Um uppsafnaðan vanda er að ræða og stefnuleysi lagar hann ekki. Verðlagið stýrist m.a. af framboði. Vegna takmarkaðs framboðs hefur leigu- og söluverð hækkað síðustu ár. Ungt fólk situr fast í foreldrahúsum, jafnvel með eigin fjölskyldur. Sumir flosna upp úr námi og flytja jafnvel úr landi vegna húsnæðisskorts, enda er húsnæði forsenda þess að margir geti stundað nám hér á landi. Erfitt er að safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð án fjársterks baklands og staða leigjenda er slæm. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar vegna fyrstu íbúðarkaupa hefur verið innleidd til að stemma stigu við þessum vanda en greiningar sýna að sú leið gagnist síður þeim sem eru tekjulágir. Hærri og hagkvæmari húsnæðislán hafa verið nefnd sem önnur lausn. Ný tegund lána breytir þó litlu ef framboð er af skornum skammti. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg lagt áherslu á að gera ráð fyrir stúdentum og öðru ungu fólki við uppbyggingu borgarinnar. Til stendur að byggja um 4.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, án hagnaðarsjónarmiða, fyrir stúdenta og aðra hópa. Námsmenn og annað ungt fólk býr hins vegar víðar en í Reykjavík. Við hvetjum sveitarfélögin því til að sýna í verki að þau hafi ekki gleymt þessum hópi leigjenda. Haustið 2016 kynnti þáverandi ríkisstjórn til sögunnar stofnframlög með það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi efnaminna fólks. Á vordögum kynntu fráfarandi ríkisstjórn og fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu svokallaðan húsnæðissáttmála, sem vakti von í annars dimmu umhverfi leigjenda. Um er að ræða aðgerðaráætlun í 14 skrefum sem ætlað er að koma böndum á neyðarástand á húsnæðismarkaði. Að allri þessari vinnu hefur fjöldi fólks úr flestum flokkum komið, bæði úr röðum þingsins og sveitarfélaganna. Mikilvægt er að sú vinna haldi áfram og jafnframt að unnið sé að því að einfalda ferla sem standa í vegi fyrir uppbyggingu húsnæðis, okkur öllum til heilla. Við vonumst til, hvernig sem komandi kosningar fara, að menn beri gæfu til að vinna áfram að sameiginlegri lausn í húsnæðismálum ungs fólks. Það þarf að gera þvert á flokka og með samvinnu allra þar til gerðra aðila. Hér er um stórkostlega hagsmuni stórs hóps í landinu að ræða og hún hefur áhrif á framtíð okkar allra.Höfundar eru framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta og formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun