Aðgerðir í þágu ungs fólks á húsnæðismarkaði Guðrún Björnsdóttir og Ragna Sigurðardóttir skrifar 23. október 2017 07:00 Alþingiskosningar eru handan við hornið. Allir flokkar tala fyrir bættu húsnæðisástandi fyrir ungt fólk og aðra hópa. Jafnvel mætti segja að þverpólitísk samstaða virðist ríkja um að aðgerða sé þörf. Samkvæmt vísitölu félagslegra framfara (VVF – Social Progress Index) stendur Ísland sig ágætlega í alþjóðlegum samanburði, en aðeins Danmörk og Finnland eru ofar okkur í þeim samanburði sem birtist í ár. Þó kemur fram að við komum verr út á þremur sviðum; í menntun, umhverfisgæðum og húsnæðismálum. Ástandið í húsnæðismálum er áþreifanlegt. Á höfuðborgarsvæðinu hefur húsnæðismarkaður ekki náð að þróast þannig að framboð sé nægilegt fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði, hvort sem um er að ræða húsnæði til leigu eða sölu. Ástand hjá stúdentum sem sækja um leiguhúsnæði hjá Félagsstofnun stúdenta hefur verið afar erfitt og endurspeglar stöðu á almennum leigumarkaði. Langir biðlistar gefa til kynna að innkoma á almennan leigumarkað sé stúdentum gríðarlega erfið, bæði vegna skorts á framboði og verðlags. Um uppsafnaðan vanda er að ræða og stefnuleysi lagar hann ekki. Verðlagið stýrist m.a. af framboði. Vegna takmarkaðs framboðs hefur leigu- og söluverð hækkað síðustu ár. Ungt fólk situr fast í foreldrahúsum, jafnvel með eigin fjölskyldur. Sumir flosna upp úr námi og flytja jafnvel úr landi vegna húsnæðisskorts, enda er húsnæði forsenda þess að margir geti stundað nám hér á landi. Erfitt er að safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð án fjársterks baklands og staða leigjenda er slæm. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar vegna fyrstu íbúðarkaupa hefur verið innleidd til að stemma stigu við þessum vanda en greiningar sýna að sú leið gagnist síður þeim sem eru tekjulágir. Hærri og hagkvæmari húsnæðislán hafa verið nefnd sem önnur lausn. Ný tegund lána breytir þó litlu ef framboð er af skornum skammti. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg lagt áherslu á að gera ráð fyrir stúdentum og öðru ungu fólki við uppbyggingu borgarinnar. Til stendur að byggja um 4.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, án hagnaðarsjónarmiða, fyrir stúdenta og aðra hópa. Námsmenn og annað ungt fólk býr hins vegar víðar en í Reykjavík. Við hvetjum sveitarfélögin því til að sýna í verki að þau hafi ekki gleymt þessum hópi leigjenda. Haustið 2016 kynnti þáverandi ríkisstjórn til sögunnar stofnframlög með það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi efnaminna fólks. Á vordögum kynntu fráfarandi ríkisstjórn og fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu svokallaðan húsnæðissáttmála, sem vakti von í annars dimmu umhverfi leigjenda. Um er að ræða aðgerðaráætlun í 14 skrefum sem ætlað er að koma böndum á neyðarástand á húsnæðismarkaði. Að allri þessari vinnu hefur fjöldi fólks úr flestum flokkum komið, bæði úr röðum þingsins og sveitarfélaganna. Mikilvægt er að sú vinna haldi áfram og jafnframt að unnið sé að því að einfalda ferla sem standa í vegi fyrir uppbyggingu húsnæðis, okkur öllum til heilla. Við vonumst til, hvernig sem komandi kosningar fara, að menn beri gæfu til að vinna áfram að sameiginlegri lausn í húsnæðismálum ungs fólks. Það þarf að gera þvert á flokka og með samvinnu allra þar til gerðra aðila. Hér er um stórkostlega hagsmuni stórs hóps í landinu að ræða og hún hefur áhrif á framtíð okkar allra.Höfundar eru framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta og formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar eru handan við hornið. Allir flokkar tala fyrir bættu húsnæðisástandi fyrir ungt fólk og aðra hópa. Jafnvel mætti segja að þverpólitísk samstaða virðist ríkja um að aðgerða sé þörf. Samkvæmt vísitölu félagslegra framfara (VVF – Social Progress Index) stendur Ísland sig ágætlega í alþjóðlegum samanburði, en aðeins Danmörk og Finnland eru ofar okkur í þeim samanburði sem birtist í ár. Þó kemur fram að við komum verr út á þremur sviðum; í menntun, umhverfisgæðum og húsnæðismálum. Ástandið í húsnæðismálum er áþreifanlegt. Á höfuðborgarsvæðinu hefur húsnæðismarkaður ekki náð að þróast þannig að framboð sé nægilegt fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði, hvort sem um er að ræða húsnæði til leigu eða sölu. Ástand hjá stúdentum sem sækja um leiguhúsnæði hjá Félagsstofnun stúdenta hefur verið afar erfitt og endurspeglar stöðu á almennum leigumarkaði. Langir biðlistar gefa til kynna að innkoma á almennan leigumarkað sé stúdentum gríðarlega erfið, bæði vegna skorts á framboði og verðlags. Um uppsafnaðan vanda er að ræða og stefnuleysi lagar hann ekki. Verðlagið stýrist m.a. af framboði. Vegna takmarkaðs framboðs hefur leigu- og söluverð hækkað síðustu ár. Ungt fólk situr fast í foreldrahúsum, jafnvel með eigin fjölskyldur. Sumir flosna upp úr námi og flytja jafnvel úr landi vegna húsnæðisskorts, enda er húsnæði forsenda þess að margir geti stundað nám hér á landi. Erfitt er að safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð án fjársterks baklands og staða leigjenda er slæm. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar vegna fyrstu íbúðarkaupa hefur verið innleidd til að stemma stigu við þessum vanda en greiningar sýna að sú leið gagnist síður þeim sem eru tekjulágir. Hærri og hagkvæmari húsnæðislán hafa verið nefnd sem önnur lausn. Ný tegund lána breytir þó litlu ef framboð er af skornum skammti. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg lagt áherslu á að gera ráð fyrir stúdentum og öðru ungu fólki við uppbyggingu borgarinnar. Til stendur að byggja um 4.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, án hagnaðarsjónarmiða, fyrir stúdenta og aðra hópa. Námsmenn og annað ungt fólk býr hins vegar víðar en í Reykjavík. Við hvetjum sveitarfélögin því til að sýna í verki að þau hafi ekki gleymt þessum hópi leigjenda. Haustið 2016 kynnti þáverandi ríkisstjórn til sögunnar stofnframlög með það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi efnaminna fólks. Á vordögum kynntu fráfarandi ríkisstjórn og fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu svokallaðan húsnæðissáttmála, sem vakti von í annars dimmu umhverfi leigjenda. Um er að ræða aðgerðaráætlun í 14 skrefum sem ætlað er að koma böndum á neyðarástand á húsnæðismarkaði. Að allri þessari vinnu hefur fjöldi fólks úr flestum flokkum komið, bæði úr röðum þingsins og sveitarfélaganna. Mikilvægt er að sú vinna haldi áfram og jafnframt að unnið sé að því að einfalda ferla sem standa í vegi fyrir uppbyggingu húsnæðis, okkur öllum til heilla. Við vonumst til, hvernig sem komandi kosningar fara, að menn beri gæfu til að vinna áfram að sameiginlegri lausn í húsnæðismálum ungs fólks. Það þarf að gera þvert á flokka og með samvinnu allra þar til gerðra aðila. Hér er um stórkostlega hagsmuni stórs hóps í landinu að ræða og hún hefur áhrif á framtíð okkar allra.Höfundar eru framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta og formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar