38 konur saka leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. október 2017 16:18 James Toback hefur starfað í kvikmyndaiðnaðinum frá áttunda áratug síðustu aldar. Vísir/Getty Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. The Los Angeles Times greinir frá því að 31 kona hafi stigið fram og lýst reynslu sinni af áreitni Tobacks síðustu þrjátíu ár. Toback hefur neitað ásökunum og sagt að hann hafi aldrei hitt neina þeirra kvenna sem eigi í hlut eða að þegar hann hafi hitt þær hafi það verið í fimm mínútur og hann muni ekki eftir því. James Toback, sem er 72 ára, hefur starfað í Hollywood síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Hann var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 1991 fyrir handrit að myndinni Bugsy. Nýjasta kvikmynd hans, The Private Life of a Modern Woman, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í síðasta mánuði og skartar hún Siennu Miller í aðalhlutverki. „Líffræðilega ómögulegt“ fyrir Toback Konurnar sem LA Times ræddi við lýstu því að Toback hafi fróað sér fyrir framan þær, nuddað sér upp við þær og spurt óviðeigandi kynfeðrislegra spurninga og beðið þær um að taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Ein sagði að eftir slík kynni við Toback hafi henni „liðið eins og vændiskonu, eins og ég væri að bregðast sjálfri mér, foreldrum mínum og vinum.“ Þá hafi henni liðið eins og hún ætti ekki skilið að segja neinum frá áreitninni. Toback sagði við LA Times að síðustu 22 ár hefði það verið „líffræðilega ómögulegt“ fyrir hann að gera það sem hann væri sakaður um sökum sykursýki og hjartasjúkdóms. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Glenn Whipp, blaðamaður LA Times sem greindi frá ásökunum segir að síðan grein hans var birt á sunnudag hafi sú tala kvenna sem sakaði Toback um áreitni tvöfaldast frá þeim 38 sem rætt var við. MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. The Los Angeles Times greinir frá því að 31 kona hafi stigið fram og lýst reynslu sinni af áreitni Tobacks síðustu þrjátíu ár. Toback hefur neitað ásökunum og sagt að hann hafi aldrei hitt neina þeirra kvenna sem eigi í hlut eða að þegar hann hafi hitt þær hafi það verið í fimm mínútur og hann muni ekki eftir því. James Toback, sem er 72 ára, hefur starfað í Hollywood síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Hann var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 1991 fyrir handrit að myndinni Bugsy. Nýjasta kvikmynd hans, The Private Life of a Modern Woman, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í síðasta mánuði og skartar hún Siennu Miller í aðalhlutverki. „Líffræðilega ómögulegt“ fyrir Toback Konurnar sem LA Times ræddi við lýstu því að Toback hafi fróað sér fyrir framan þær, nuddað sér upp við þær og spurt óviðeigandi kynfeðrislegra spurninga og beðið þær um að taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Ein sagði að eftir slík kynni við Toback hafi henni „liðið eins og vændiskonu, eins og ég væri að bregðast sjálfri mér, foreldrum mínum og vinum.“ Þá hafi henni liðið eins og hún ætti ekki skilið að segja neinum frá áreitninni. Toback sagði við LA Times að síðustu 22 ár hefði það verið „líffræðilega ómögulegt“ fyrir hann að gera það sem hann væri sakaður um sökum sykursýki og hjartasjúkdóms. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Glenn Whipp, blaðamaður LA Times sem greindi frá ásökunum segir að síðan grein hans var birt á sunnudag hafi sú tala kvenna sem sakaði Toback um áreitni tvöfaldast frá þeim 38 sem rætt var við.
MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira