Kæran á kjararáð er tilbúin Jón Þór Ólafsson skrifar 24. október 2017 15:35 Það er góð regla að ráðamenn fái aðeins kjarabætur ef landsmenn hafa fengið þær fyrst. Sú regla er bundin í lögin um kjararáð. Samt hækkaði kjararáð laun ráðamanna tvöfalt meira en þær hóflegu hækkanir sem 70% launafólks í yfir 100 kjarasamningum hefur sætt sig við síðustu ár. Þetta lögbrot kjararáðs á kjördag í fyrra hefur síðan þá ógnað stöðuleika á vinnumarkaði og hagkerfisins í heild.Óstöðuleiki þar til lögbrotið er leiðrétt Stærstu heildarsamtök bæði verkalýðsfélaga og vinnuveitenda, ASÍ og SA, lýstu því strax yfir að með ákvörðun sinni hafi kjararáð stuðlað að upplausn á vinnumarkaði. Stærsta verkalýðsfélag landsins VR ályktaði jafnframt að „Ef þessi hækkun á að standa óbreytt er hið opinbera að [bjóða] upp í dans endalauss höfrungahlaups launahækkana og óðaverðbólgu.“ Í sumar staðfesti svo OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, í skýrslu um efnahagshorfur á Íslandi 2017 að ósætti á vinnumarkaði sé það sem einna helst ógnar efnahagsstöðuleika á Íslandi, með ábendingu um að: „fóstra traust [og að] aukin samræming launa myndi gera samningaviðræður árangursríkari.“Öll úrræði fullreynd nema kæranFyrir ári skrifaði ég grein í Fréttablaðið um hverjir gætu snúið við ákvörðun kjararáðs og ef þeir bregðast allir þá myndi ég kæra kjararáð. kjararáð hefur neitað að svara. Forsætisráðherra sagði: „Alveg gjörsamlega óþolandi“ að þurfa að taka umræðu um launahækkanir þingmanna. Forsætisnefnd lækkað lítillega kjör þingmanna en frumvarp Pírata um að kjararáð leiðrétti launahækkunina í samræmi við lög var svæft í þingnefnd í vor. Öll úrræði á Alþingi eru því fullreynd.Allt er tilbúið til að kæra KjararáðSumarið fór því í að vinna kæruna og haustið í að leita að verkalýðsfélagi því lögfræðingur minn segir mestar líkur á að dómsstólar verði að taka við kærunni (stefnunni) ef verkalýðsfélag kæri með mér. Ef verkalýðsfélag er ekki aðili málsins til að sinna hagsmunagæslu fyrir sína félagsmenn svo vinnumarkaðurinn fari ekki út í höfrungahlaup og hagkerfið í óðaverðbólgu; þá er það engin. Það verkalýðsfélag sem sér hættuna sem það veldur hagsmunum félagsmanna sinna að láta hækkun kjararáðs standa óbreytta, það þarf aðeins að segja já og við kærum. Allt er tilbúið.Höfundur þingmaður Pírata og í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Það er góð regla að ráðamenn fái aðeins kjarabætur ef landsmenn hafa fengið þær fyrst. Sú regla er bundin í lögin um kjararáð. Samt hækkaði kjararáð laun ráðamanna tvöfalt meira en þær hóflegu hækkanir sem 70% launafólks í yfir 100 kjarasamningum hefur sætt sig við síðustu ár. Þetta lögbrot kjararáðs á kjördag í fyrra hefur síðan þá ógnað stöðuleika á vinnumarkaði og hagkerfisins í heild.Óstöðuleiki þar til lögbrotið er leiðrétt Stærstu heildarsamtök bæði verkalýðsfélaga og vinnuveitenda, ASÍ og SA, lýstu því strax yfir að með ákvörðun sinni hafi kjararáð stuðlað að upplausn á vinnumarkaði. Stærsta verkalýðsfélag landsins VR ályktaði jafnframt að „Ef þessi hækkun á að standa óbreytt er hið opinbera að [bjóða] upp í dans endalauss höfrungahlaups launahækkana og óðaverðbólgu.“ Í sumar staðfesti svo OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, í skýrslu um efnahagshorfur á Íslandi 2017 að ósætti á vinnumarkaði sé það sem einna helst ógnar efnahagsstöðuleika á Íslandi, með ábendingu um að: „fóstra traust [og að] aukin samræming launa myndi gera samningaviðræður árangursríkari.“Öll úrræði fullreynd nema kæranFyrir ári skrifaði ég grein í Fréttablaðið um hverjir gætu snúið við ákvörðun kjararáðs og ef þeir bregðast allir þá myndi ég kæra kjararáð. kjararáð hefur neitað að svara. Forsætisráðherra sagði: „Alveg gjörsamlega óþolandi“ að þurfa að taka umræðu um launahækkanir þingmanna. Forsætisnefnd lækkað lítillega kjör þingmanna en frumvarp Pírata um að kjararáð leiðrétti launahækkunina í samræmi við lög var svæft í þingnefnd í vor. Öll úrræði á Alþingi eru því fullreynd.Allt er tilbúið til að kæra KjararáðSumarið fór því í að vinna kæruna og haustið í að leita að verkalýðsfélagi því lögfræðingur minn segir mestar líkur á að dómsstólar verði að taka við kærunni (stefnunni) ef verkalýðsfélag kæri með mér. Ef verkalýðsfélag er ekki aðili málsins til að sinna hagsmunagæslu fyrir sína félagsmenn svo vinnumarkaðurinn fari ekki út í höfrungahlaup og hagkerfið í óðaverðbólgu; þá er það engin. Það verkalýðsfélag sem sér hættuna sem það veldur hagsmunum félagsmanna sinna að láta hækkun kjararáðs standa óbreytta, það þarf aðeins að segja já og við kærum. Allt er tilbúið.Höfundur þingmaður Pírata og í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar