Ísland er framtíðin Lilja Alfreðsdóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Ísland var í 16. sæti árið 2016 á lista Sameinuðu þjóðanna yfir bestu lífskjör í heiminum. Danmörk, Noregur og Svíþjóð voru fyrir ofan okkur, en Finnland fyrir neðan. Þó við séum að koma vel út þegar kemur að jöfnuð í samfélaginu, þurfum við að gera enn betur svo Ísland verði ákjósanlegur valkostur fyrir unga fólkið í framtíðinni. Framsókn leggur ríka áherslu á jafnan rétt til menntunar, óháð búsetu og efnahag. Nauðsynlegt er að auka fjárframlög til háskólanna svo þau nái OECD-meðaltalinu árið 2020. Ein króna inn í háskólastigið skilar sér áttfalt inn í hagkerfið. Ísland þarf að vera framarlega á sviði tækni og nýsköpunar til að geta mætt kröfum framtíðarinnar. Fjölbreytt framboð á menntun og símenntun er lykilþáttur í því sambandi. Við höfum líka lagt áherslu á að þeir fjármunir sem sparast við styttingu framhaldsskólans í þrjú ár verði nýttir til að byggja upp og þróa framhaldsskólastigið, t.d. í verk- og iðnnámi. Fjölbreytt og áhugaverð störf þurfa að vera í boði fyrir ungt fólk í framtíðinni. Sú tæknibylting sem framundan er mun án efa skapa mörg ný, spennandi atvinnutækifæri fyrir ungt fólk í náinni framtíð. En það gerist ekki af sjálfu sér. Framsókn vill að á fyrstu 100 dögum nýrrar ríkisstjórnar verði endurgreiðsluhlutfall á rannsóknar- og þróunarkostnaði hækkað úr 20% í 25% svo skapa megi ný tækifæri á þeim umbreytingartímum sem framundan eru. Stjórnvöld þurfa að styðja vel við fyrirtæki sem fjárfesta í hugverka- og þekkingariðnaði. Mikil fjölgun hefur verið á leigumarkaði á Íslandi en 80% þeirra vilja eignast sitt eigið húsnæði. Framsókn hefur lagt fram raunhæfa aðgerð sem gengur út á að ungu fólki verði heimilt að taka út það iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðakaup. Þessi leið hefur nýst vel í Sviss til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Samhliða þessari aðgerð verður meira framboð af húsnæði að vera til staðar. Ísland þarf að geta boðið upp á sambærilegar aðstæður til húsnæðiskaupa og önnur norræn ríki. Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland var í 16. sæti árið 2016 á lista Sameinuðu þjóðanna yfir bestu lífskjör í heiminum. Danmörk, Noregur og Svíþjóð voru fyrir ofan okkur, en Finnland fyrir neðan. Þó við séum að koma vel út þegar kemur að jöfnuð í samfélaginu, þurfum við að gera enn betur svo Ísland verði ákjósanlegur valkostur fyrir unga fólkið í framtíðinni. Framsókn leggur ríka áherslu á jafnan rétt til menntunar, óháð búsetu og efnahag. Nauðsynlegt er að auka fjárframlög til háskólanna svo þau nái OECD-meðaltalinu árið 2020. Ein króna inn í háskólastigið skilar sér áttfalt inn í hagkerfið. Ísland þarf að vera framarlega á sviði tækni og nýsköpunar til að geta mætt kröfum framtíðarinnar. Fjölbreytt framboð á menntun og símenntun er lykilþáttur í því sambandi. Við höfum líka lagt áherslu á að þeir fjármunir sem sparast við styttingu framhaldsskólans í þrjú ár verði nýttir til að byggja upp og þróa framhaldsskólastigið, t.d. í verk- og iðnnámi. Fjölbreytt og áhugaverð störf þurfa að vera í boði fyrir ungt fólk í framtíðinni. Sú tæknibylting sem framundan er mun án efa skapa mörg ný, spennandi atvinnutækifæri fyrir ungt fólk í náinni framtíð. En það gerist ekki af sjálfu sér. Framsókn vill að á fyrstu 100 dögum nýrrar ríkisstjórnar verði endurgreiðsluhlutfall á rannsóknar- og þróunarkostnaði hækkað úr 20% í 25% svo skapa megi ný tækifæri á þeim umbreytingartímum sem framundan eru. Stjórnvöld þurfa að styðja vel við fyrirtæki sem fjárfesta í hugverka- og þekkingariðnaði. Mikil fjölgun hefur verið á leigumarkaði á Íslandi en 80% þeirra vilja eignast sitt eigið húsnæði. Framsókn hefur lagt fram raunhæfa aðgerð sem gengur út á að ungu fólki verði heimilt að taka út það iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðakaup. Þessi leið hefur nýst vel í Sviss til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Samhliða þessari aðgerð verður meira framboð af húsnæði að vera til staðar. Ísland þarf að geta boðið upp á sambærilegar aðstæður til húsnæðiskaupa og önnur norræn ríki. Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar