Bjarni: Snúið að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2017 12:48 Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi. Vísir/Ernir Staðan eftir kosningar er án fordæma að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir snúið að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn með Vinstri grænum og Samfylkingu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það gamaldags nálgun að einblína á sterka meirihluta fárra flokka. Átta flokkar náðu kjöri á Alþingi í þingkosningunum í gær. Engin tveggja flokka meirihlutastjórn er möguleg og aðeins er hægt að mynda þriggja flokka stjórnir ef Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn koma saman að þeim. Í umræðum leiðtoga flokkanna á Stöð 2 í hádeginu sagði Bjarni að við þær aðstæður sem nú væru uppi væri eðlilegt að horfa til þess að mynda sterka kjölfesta og taldi hann Sjálfstæðisflokkinn geta verið slík kjölfesta sem stærsti flokkurinn á þingi. Nauðsynlegt væri að koma ró á stjórnmálin og allir þyrftu að leggja sitt af mörkum þar. Áður hefur Bjarni sagt að honum hugnaðist betur ríkisstjórn færri flokka en fleiri. Í umræðunum nú sagðist hann telja það kalla á færri málamiðlanir. Þegar Bjarni var þá spurður að því hvort hann væri tilbúinn að mynda þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Samfylkingunni sagðist hann ekki ætla að fara fram úr sér enda ætti hann eftir að heyra betur í samflokksmönnum sínum. „Þetta er snúið ef menn ætla að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn,“ tók Bjarni þó fram og sagði að þá þyrfti að skýra fyrir flokksmönnum hvernig hægt væri að þynna stefnu flokksins svo mikið út. Viðurkenndi Bjarni þó að kannski kallaði staðan á það. „Mér finnst þetta snúin staða sem er komin upp,“ sagði hann.Katrín Jakobsdóttir opnaði á möguleikann á minnihlutastjórn í umræðum á Stöð 2 í hádeginu.Vísir/AntonFannst ekki verra að starfa í minnihlutastjórn Þegar Katrín var spurð út í möguleg stjórnarmynstur gerði hún lítið úr þeim bollaleggingum og sagðist telja þær gamaldags nálgun. Málið snerist í raun um að nálgast hvernig flokkarnir ætluðu að vinna saman inni á þingi hvort sem meirihluta- eða minnihlutastjórn tæki við. Sagði hún marga ekki trúa því að minnihlutastjórnir væru mögulegar. Benti hún í því samhengi á afdrif ríkisstjórna frá hruni. Það hafi verið tveggja og þriggja flokka stjórnir sem hafi annað hvort ekki enst kjörtímabil sín eða endað sem minnihlutastjórn í tilfelli vinstristjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar frá 2009 til 2013. „Mér fannst það ekki verra,“ sagði Katrín um reynsluna af því að starfa í minnihlutastjórn. Katrín sagði að læra þyrfti af þessari reynslu. Málið snerist augljóslega ekki um hversu traustur meirihlutinn væri heldur hvernig flokkarnir ynnu saman. Hvað fylgi Vinstri grænna varðaði sagðist Katrín sátt við það jafnvel þó að skoðanakannanir hafi á tímabili bent til þess að flokkurinn fengi mun meiri stuðning. Benti hún á að vinstri vængurinn væri að styrkja sig og vísaði til fylgisaukningar Samfylkingarinnar. „Mér finnst það merkilegt,“ sagði Katrín. Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Staðan eftir kosningar er án fordæma að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir snúið að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn með Vinstri grænum og Samfylkingu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það gamaldags nálgun að einblína á sterka meirihluta fárra flokka. Átta flokkar náðu kjöri á Alþingi í þingkosningunum í gær. Engin tveggja flokka meirihlutastjórn er möguleg og aðeins er hægt að mynda þriggja flokka stjórnir ef Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn koma saman að þeim. Í umræðum leiðtoga flokkanna á Stöð 2 í hádeginu sagði Bjarni að við þær aðstæður sem nú væru uppi væri eðlilegt að horfa til þess að mynda sterka kjölfesta og taldi hann Sjálfstæðisflokkinn geta verið slík kjölfesta sem stærsti flokkurinn á þingi. Nauðsynlegt væri að koma ró á stjórnmálin og allir þyrftu að leggja sitt af mörkum þar. Áður hefur Bjarni sagt að honum hugnaðist betur ríkisstjórn færri flokka en fleiri. Í umræðunum nú sagðist hann telja það kalla á færri málamiðlanir. Þegar Bjarni var þá spurður að því hvort hann væri tilbúinn að mynda þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Samfylkingunni sagðist hann ekki ætla að fara fram úr sér enda ætti hann eftir að heyra betur í samflokksmönnum sínum. „Þetta er snúið ef menn ætla að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn,“ tók Bjarni þó fram og sagði að þá þyrfti að skýra fyrir flokksmönnum hvernig hægt væri að þynna stefnu flokksins svo mikið út. Viðurkenndi Bjarni þó að kannski kallaði staðan á það. „Mér finnst þetta snúin staða sem er komin upp,“ sagði hann.Katrín Jakobsdóttir opnaði á möguleikann á minnihlutastjórn í umræðum á Stöð 2 í hádeginu.Vísir/AntonFannst ekki verra að starfa í minnihlutastjórn Þegar Katrín var spurð út í möguleg stjórnarmynstur gerði hún lítið úr þeim bollaleggingum og sagðist telja þær gamaldags nálgun. Málið snerist í raun um að nálgast hvernig flokkarnir ætluðu að vinna saman inni á þingi hvort sem meirihluta- eða minnihlutastjórn tæki við. Sagði hún marga ekki trúa því að minnihlutastjórnir væru mögulegar. Benti hún í því samhengi á afdrif ríkisstjórna frá hruni. Það hafi verið tveggja og þriggja flokka stjórnir sem hafi annað hvort ekki enst kjörtímabil sín eða endað sem minnihlutastjórn í tilfelli vinstristjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar frá 2009 til 2013. „Mér fannst það ekki verra,“ sagði Katrín um reynsluna af því að starfa í minnihlutastjórn. Katrín sagði að læra þyrfti af þessari reynslu. Málið snerist augljóslega ekki um hversu traustur meirihlutinn væri heldur hvernig flokkarnir ynnu saman. Hvað fylgi Vinstri grænna varðaði sagðist Katrín sátt við það jafnvel þó að skoðanakannanir hafi á tímabili bent til þess að flokkurinn fengi mun meiri stuðning. Benti hún á að vinstri vængurinn væri að styrkja sig og vísaði til fylgisaukningar Samfylkingarinnar. „Mér finnst það merkilegt,“ sagði Katrín.
Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira