Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2025 19:59 Flugfélagið Norlandair á Akureyri flutti olíuleitarmenn til Grænlands í sumar. Arnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Norlandair, ræðir við fréttamann. Egill Aðalsteinsson Bandarískt olíuleitarfélag með höfuðstöðvar í Texas hefur hafið olíuleit við Scoresbysund á Austur-Grænlandi. Líklegt er að þjónustu við olíuleitina verði að einhverju leyti sinnt frá Íslandi og er flugfélagið Norlandair á Akureyri byrjað að fljúga þangað með olíuleitarmenn. Fjallað var um olíuleitina í fréttum Sýnar en Scoresbysund er í hánorður af Íslandi um sexhundruð kílómetra frá Akureyri. Skaginn norðan fjarðarins kallast Jameson Land en þar hafa grænlensk stjórnvöld úthlutað þremur leyfum til olíuleitar. Olíuleitin fer fram á landi norðan Scoresbysunds. Olíuleitarleyfin eru á þremur svæðum, sem sjá má í rammanum. Flugvöllurinn Nerlerit Inaat hét upphaflega Constable Point. Næsta byggð er í þorpinu Ittoqqortoormiit.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Leyfin voru áður í höndum bresks félags, White Flame Energy. Í síðasta mánuði var skýrt frá því að bandarískt olíuleitarfélag, March GL Company, hefði tekið yfir sérleyfin með 215 milljóna dollara samruna og nýtt félag verið stofnað um olíuleitina, Greenland Energy Company. Grænlenski fréttamiðillinn Sermitsiaq greindi svo frá því í gær að olíuleitin við Scoresbysund væri hafin. Þangað hefði komið skip frá grænlenska skipafélaginu Royal Arctic Line í lok september með tæki og búnað til að undirbúa olíuboranir. Skip Royal Arctic Line á Scoresbysundi.Norlandair/Ævar Örn Knutsen Olíuleitarfélagið skýrði sjálft frá því að þangað hefðu verið fluttar þungavinnuvélar, eins og jarðýtur, gröfur og trukkar, en einnig vinnubúðir og rafstöð. Lagning fimm kílómetra vegar að væntanlegu borstæði myndi þegar hefjast. Félagið hefur samið við bandaríska olíuþjónustufyrirtækið Halliburton um að annast olíuboranirnar. Fyrirhugað er að flytja þangað olíubor sem getur borað niður á 3,5 kílómetra dýpi. Flugvöllurinn á Constable Point, eða Nerlerit Inaat, var gerður af bandarísku olíufyrirtæki árið 1985 vegna olíuleitar. Fyrir miðri mynd má greina Twin Otter-vél Flugfélags Íslands.Wikipedia/Berland Flugvöllurinn á Constable Point, eða Nerlerit Inaat, var raunar gerður af bandaríska olíufyrirtækinu ARCO árið 1985 vegna olíuleitar. Rannsóknargögnin sem þá fengust hafa núna verið endurunnin og eru grundvöllur þeirrar olíuleitar sem núna er að hefjast. Leitin er þegar farin að skila tekjum til Íslands. Hentugasta leiðin til að komast þangað er nefnilega að fljúga um Akureyri. Flugfélagið Norlandair annast áætlunarflug til Scoresbysunds tvisvar í viku allt árið, sem nýtist olíufélaginu. Auk þess fór Norlandair í sumar tvær sérferðir í leiguflugi með olíuleitarmenn inn á svæðið. Flugvél Norlandair á flugvellinum við Scoresbysund þangað sem olíuleitarmenn eru fluttir.Norlandair/Ævar Örn Knutsen Arnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Norlandair, kveðst þó stilla væntingum í hóf. Það eigi eftir að koma í ljós hvort mikil verkefni muni fylgja olíuleitinni á Grænlandi. Yfir veturinn nýtir félagið Twin Otter og King Air-vélar sínar í Grænlandsfluginu en leigir auk þess Dash 8 Q200-vél Icelandair til flugsins á sumrin. Hér má sjá frétt Sýnar: Grænland Jarðefnaeldsneyti Akureyrarflugvöllur Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Fréttir af flugi Norðurslóðir Umhverfismál Orkumál Akureyri Tengdar fréttir Grænlendingar stöðva gas- og olíuleit Ríkisstjórn Grænlands hefur ákveðið að hætta allir olíu- og jarðgasleit vegna umhverfisverndarsjónarmiða. Ríkisstjórnin segir þetta náttúrulegt skref þar sem hún taki veðurfarsbreytingar af mannavöldum alvarlega. 16. júlí 2021 12:46 Grænlendinga dreymir enn um olíuævintýri Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt nýja fimm ára áætlun um olíuleit. Með henni er lýst þeirri stefnumörkun að Grænland verði olíuframleiðsluland í framtíðinni. 21. júní 2019 13:10 Mikill áhugi á olíuleit við Austur-Grænland Grænlensk stjórnvöld hafa boðið út olíuleit við Austur-Grænland en þetta er í fyrsta sinn sem opnað er á olíuleit við austurströnd þessa næsta nágrannalands Íslands. Mikill áhugi er á útboðinu og mættu 70 olíufyrirtæki á kynningarfund Grænlendinga í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. 23. janúar 2012 10:48 Hlé gert á olíuborunum við Grænland út næsta ár Skoska olíufélagið Cairn Energy hefur ákveðið að gera hlé á olíuborunum sínum við Grænland út næsta ár. Hinsvegar verður jarðfræðilegum rannsóknum hugsanlega haldið áfram. 1. desember 2011 07:49 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Fjallað var um olíuleitina í fréttum Sýnar en Scoresbysund er í hánorður af Íslandi um sexhundruð kílómetra frá Akureyri. Skaginn norðan fjarðarins kallast Jameson Land en þar hafa grænlensk stjórnvöld úthlutað þremur leyfum til olíuleitar. Olíuleitin fer fram á landi norðan Scoresbysunds. Olíuleitarleyfin eru á þremur svæðum, sem sjá má í rammanum. Flugvöllurinn Nerlerit Inaat hét upphaflega Constable Point. Næsta byggð er í þorpinu Ittoqqortoormiit.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Leyfin voru áður í höndum bresks félags, White Flame Energy. Í síðasta mánuði var skýrt frá því að bandarískt olíuleitarfélag, March GL Company, hefði tekið yfir sérleyfin með 215 milljóna dollara samruna og nýtt félag verið stofnað um olíuleitina, Greenland Energy Company. Grænlenski fréttamiðillinn Sermitsiaq greindi svo frá því í gær að olíuleitin við Scoresbysund væri hafin. Þangað hefði komið skip frá grænlenska skipafélaginu Royal Arctic Line í lok september með tæki og búnað til að undirbúa olíuboranir. Skip Royal Arctic Line á Scoresbysundi.Norlandair/Ævar Örn Knutsen Olíuleitarfélagið skýrði sjálft frá því að þangað hefðu verið fluttar þungavinnuvélar, eins og jarðýtur, gröfur og trukkar, en einnig vinnubúðir og rafstöð. Lagning fimm kílómetra vegar að væntanlegu borstæði myndi þegar hefjast. Félagið hefur samið við bandaríska olíuþjónustufyrirtækið Halliburton um að annast olíuboranirnar. Fyrirhugað er að flytja þangað olíubor sem getur borað niður á 3,5 kílómetra dýpi. Flugvöllurinn á Constable Point, eða Nerlerit Inaat, var gerður af bandarísku olíufyrirtæki árið 1985 vegna olíuleitar. Fyrir miðri mynd má greina Twin Otter-vél Flugfélags Íslands.Wikipedia/Berland Flugvöllurinn á Constable Point, eða Nerlerit Inaat, var raunar gerður af bandaríska olíufyrirtækinu ARCO árið 1985 vegna olíuleitar. Rannsóknargögnin sem þá fengust hafa núna verið endurunnin og eru grundvöllur þeirrar olíuleitar sem núna er að hefjast. Leitin er þegar farin að skila tekjum til Íslands. Hentugasta leiðin til að komast þangað er nefnilega að fljúga um Akureyri. Flugfélagið Norlandair annast áætlunarflug til Scoresbysunds tvisvar í viku allt árið, sem nýtist olíufélaginu. Auk þess fór Norlandair í sumar tvær sérferðir í leiguflugi með olíuleitarmenn inn á svæðið. Flugvél Norlandair á flugvellinum við Scoresbysund þangað sem olíuleitarmenn eru fluttir.Norlandair/Ævar Örn Knutsen Arnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Norlandair, kveðst þó stilla væntingum í hóf. Það eigi eftir að koma í ljós hvort mikil verkefni muni fylgja olíuleitinni á Grænlandi. Yfir veturinn nýtir félagið Twin Otter og King Air-vélar sínar í Grænlandsfluginu en leigir auk þess Dash 8 Q200-vél Icelandair til flugsins á sumrin. Hér má sjá frétt Sýnar:
Grænland Jarðefnaeldsneyti Akureyrarflugvöllur Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Fréttir af flugi Norðurslóðir Umhverfismál Orkumál Akureyri Tengdar fréttir Grænlendingar stöðva gas- og olíuleit Ríkisstjórn Grænlands hefur ákveðið að hætta allir olíu- og jarðgasleit vegna umhverfisverndarsjónarmiða. Ríkisstjórnin segir þetta náttúrulegt skref þar sem hún taki veðurfarsbreytingar af mannavöldum alvarlega. 16. júlí 2021 12:46 Grænlendinga dreymir enn um olíuævintýri Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt nýja fimm ára áætlun um olíuleit. Með henni er lýst þeirri stefnumörkun að Grænland verði olíuframleiðsluland í framtíðinni. 21. júní 2019 13:10 Mikill áhugi á olíuleit við Austur-Grænland Grænlensk stjórnvöld hafa boðið út olíuleit við Austur-Grænland en þetta er í fyrsta sinn sem opnað er á olíuleit við austurströnd þessa næsta nágrannalands Íslands. Mikill áhugi er á útboðinu og mættu 70 olíufyrirtæki á kynningarfund Grænlendinga í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. 23. janúar 2012 10:48 Hlé gert á olíuborunum við Grænland út næsta ár Skoska olíufélagið Cairn Energy hefur ákveðið að gera hlé á olíuborunum sínum við Grænland út næsta ár. Hinsvegar verður jarðfræðilegum rannsóknum hugsanlega haldið áfram. 1. desember 2011 07:49 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Grænlendingar stöðva gas- og olíuleit Ríkisstjórn Grænlands hefur ákveðið að hætta allir olíu- og jarðgasleit vegna umhverfisverndarsjónarmiða. Ríkisstjórnin segir þetta náttúrulegt skref þar sem hún taki veðurfarsbreytingar af mannavöldum alvarlega. 16. júlí 2021 12:46
Grænlendinga dreymir enn um olíuævintýri Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt nýja fimm ára áætlun um olíuleit. Með henni er lýst þeirri stefnumörkun að Grænland verði olíuframleiðsluland í framtíðinni. 21. júní 2019 13:10
Mikill áhugi á olíuleit við Austur-Grænland Grænlensk stjórnvöld hafa boðið út olíuleit við Austur-Grænland en þetta er í fyrsta sinn sem opnað er á olíuleit við austurströnd þessa næsta nágrannalands Íslands. Mikill áhugi er á útboðinu og mættu 70 olíufyrirtæki á kynningarfund Grænlendinga í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. 23. janúar 2012 10:48
Hlé gert á olíuborunum við Grænland út næsta ár Skoska olíufélagið Cairn Energy hefur ákveðið að gera hlé á olíuborunum sínum við Grænland út næsta ár. Hinsvegar verður jarðfræðilegum rannsóknum hugsanlega haldið áfram. 1. desember 2011 07:49