Bjarni: Snúið að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2017 12:48 Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi. Vísir/Ernir Staðan eftir kosningar er án fordæma að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir snúið að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn með Vinstri grænum og Samfylkingu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það gamaldags nálgun að einblína á sterka meirihluta fárra flokka. Átta flokkar náðu kjöri á Alþingi í þingkosningunum í gær. Engin tveggja flokka meirihlutastjórn er möguleg og aðeins er hægt að mynda þriggja flokka stjórnir ef Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn koma saman að þeim. Í umræðum leiðtoga flokkanna á Stöð 2 í hádeginu sagði Bjarni að við þær aðstæður sem nú væru uppi væri eðlilegt að horfa til þess að mynda sterka kjölfesta og taldi hann Sjálfstæðisflokkinn geta verið slík kjölfesta sem stærsti flokkurinn á þingi. Nauðsynlegt væri að koma ró á stjórnmálin og allir þyrftu að leggja sitt af mörkum þar. Áður hefur Bjarni sagt að honum hugnaðist betur ríkisstjórn færri flokka en fleiri. Í umræðunum nú sagðist hann telja það kalla á færri málamiðlanir. Þegar Bjarni var þá spurður að því hvort hann væri tilbúinn að mynda þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Samfylkingunni sagðist hann ekki ætla að fara fram úr sér enda ætti hann eftir að heyra betur í samflokksmönnum sínum. „Þetta er snúið ef menn ætla að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn,“ tók Bjarni þó fram og sagði að þá þyrfti að skýra fyrir flokksmönnum hvernig hægt væri að þynna stefnu flokksins svo mikið út. Viðurkenndi Bjarni þó að kannski kallaði staðan á það. „Mér finnst þetta snúin staða sem er komin upp,“ sagði hann.Katrín Jakobsdóttir opnaði á möguleikann á minnihlutastjórn í umræðum á Stöð 2 í hádeginu.Vísir/AntonFannst ekki verra að starfa í minnihlutastjórn Þegar Katrín var spurð út í möguleg stjórnarmynstur gerði hún lítið úr þeim bollaleggingum og sagðist telja þær gamaldags nálgun. Málið snerist í raun um að nálgast hvernig flokkarnir ætluðu að vinna saman inni á þingi hvort sem meirihluta- eða minnihlutastjórn tæki við. Sagði hún marga ekki trúa því að minnihlutastjórnir væru mögulegar. Benti hún í því samhengi á afdrif ríkisstjórna frá hruni. Það hafi verið tveggja og þriggja flokka stjórnir sem hafi annað hvort ekki enst kjörtímabil sín eða endað sem minnihlutastjórn í tilfelli vinstristjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar frá 2009 til 2013. „Mér fannst það ekki verra,“ sagði Katrín um reynsluna af því að starfa í minnihlutastjórn. Katrín sagði að læra þyrfti af þessari reynslu. Málið snerist augljóslega ekki um hversu traustur meirihlutinn væri heldur hvernig flokkarnir ynnu saman. Hvað fylgi Vinstri grænna varðaði sagðist Katrín sátt við það jafnvel þó að skoðanakannanir hafi á tímabili bent til þess að flokkurinn fengi mun meiri stuðning. Benti hún á að vinstri vængurinn væri að styrkja sig og vísaði til fylgisaukningar Samfylkingarinnar. „Mér finnst það merkilegt,“ sagði Katrín. Kosningar 2017 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Staðan eftir kosningar er án fordæma að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir snúið að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn með Vinstri grænum og Samfylkingu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það gamaldags nálgun að einblína á sterka meirihluta fárra flokka. Átta flokkar náðu kjöri á Alþingi í þingkosningunum í gær. Engin tveggja flokka meirihlutastjórn er möguleg og aðeins er hægt að mynda þriggja flokka stjórnir ef Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn koma saman að þeim. Í umræðum leiðtoga flokkanna á Stöð 2 í hádeginu sagði Bjarni að við þær aðstæður sem nú væru uppi væri eðlilegt að horfa til þess að mynda sterka kjölfesta og taldi hann Sjálfstæðisflokkinn geta verið slík kjölfesta sem stærsti flokkurinn á þingi. Nauðsynlegt væri að koma ró á stjórnmálin og allir þyrftu að leggja sitt af mörkum þar. Áður hefur Bjarni sagt að honum hugnaðist betur ríkisstjórn færri flokka en fleiri. Í umræðunum nú sagðist hann telja það kalla á færri málamiðlanir. Þegar Bjarni var þá spurður að því hvort hann væri tilbúinn að mynda þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Samfylkingunni sagðist hann ekki ætla að fara fram úr sér enda ætti hann eftir að heyra betur í samflokksmönnum sínum. „Þetta er snúið ef menn ætla að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn,“ tók Bjarni þó fram og sagði að þá þyrfti að skýra fyrir flokksmönnum hvernig hægt væri að þynna stefnu flokksins svo mikið út. Viðurkenndi Bjarni þó að kannski kallaði staðan á það. „Mér finnst þetta snúin staða sem er komin upp,“ sagði hann.Katrín Jakobsdóttir opnaði á möguleikann á minnihlutastjórn í umræðum á Stöð 2 í hádeginu.Vísir/AntonFannst ekki verra að starfa í minnihlutastjórn Þegar Katrín var spurð út í möguleg stjórnarmynstur gerði hún lítið úr þeim bollaleggingum og sagðist telja þær gamaldags nálgun. Málið snerist í raun um að nálgast hvernig flokkarnir ætluðu að vinna saman inni á þingi hvort sem meirihluta- eða minnihlutastjórn tæki við. Sagði hún marga ekki trúa því að minnihlutastjórnir væru mögulegar. Benti hún í því samhengi á afdrif ríkisstjórna frá hruni. Það hafi verið tveggja og þriggja flokka stjórnir sem hafi annað hvort ekki enst kjörtímabil sín eða endað sem minnihlutastjórn í tilfelli vinstristjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar frá 2009 til 2013. „Mér fannst það ekki verra,“ sagði Katrín um reynsluna af því að starfa í minnihlutastjórn. Katrín sagði að læra þyrfti af þessari reynslu. Málið snerist augljóslega ekki um hversu traustur meirihlutinn væri heldur hvernig flokkarnir ynnu saman. Hvað fylgi Vinstri grænna varðaði sagðist Katrín sátt við það jafnvel þó að skoðanakannanir hafi á tímabili bent til þess að flokkurinn fengi mun meiri stuðning. Benti hún á að vinstri vængurinn væri að styrkja sig og vísaði til fylgisaukningar Samfylkingarinnar. „Mér finnst það merkilegt,“ sagði Katrín.
Kosningar 2017 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira