Hugvit, hagkerfið og heimurinn Sigurður Hannesson skrifar 11. október 2017 07:00 Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni á sama hátt og hagkvæm nýting náttúrauðlinda var drifkraftur framfara á Íslandi 20. öldinni. Fjórða iðnbyltingin er hafin og fram undan eru tækniframfarir sem munu hafa mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ný störf verða til sem krefjast annars konar hæfni, aukinna hæfileika til að leysa flókin verkefni, gagnrýninnar hugsunar og aukinnar sköpunargáfu svo fátt eitt sé nefnt. Bæði munu rótgrónar atvinnugreinar breytast og nýjar verða til. Náttúruauðlindir eru staðbundnar og takmarkaðar en hugvitið óþrjótandi og óstaðbundið. Framtíð hvers samfélags mun að miklu leyti ráðast af því, hversu vel gengur að virkja það síðarnefnda. Þess vegna reynir nú á íslensk stjórnvöld að gera landið samkeppnishæft við önnur lönd enda er hugvitið án landamæra.Heildstæð stefnumótun Ísland á að vera í fremstu röð í heiminum þegar kemur að nýsköpun, enda mun hugvit og hagvöxtur haldast í hendur. Stefnumótun er mikilvægasta verkefni stjórnvalda hverju sinni. Horfa þarf á viðfangsefnin frá ýmsum áttum því samkeppnishæfni byggir á mörgum stoðum. Til að móta heildstæða stefnu þarf að horfa til margra ólíkra þátta líkt og menntunar, innviða, starfsumhverfis og nýsköpunar. Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 í hagkerfinu. Með heildstæðri nálgun og skýrri sýn má nýta þessa fjármuni sem allra best. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að marka skýra stefnu svo íslenskir námsmenn nútímans, börn, unglingar og fullorðnir, verði reiðubúnir til að mæta kröfum framtíðarinnar. Á öllum skólastigum þarf að leggja áherslu á vitneskju um tækniþróun, skapandi hugsun, greiningarhæfni og lausnamiðaða nálgun enda mun það skipta meira máli á tímum aukinnar sjálfvirkni en áður. Efla þarf og breyta grunn- og endurmenntun kennara með sköpun, lausnamiðun, forritunarskilning og tækni að leiðarljósi. Forritun er mikilvægur liður í þeim samfélagsbreytingum sem eru að verða og á þess vegna að vera skyldufag í grunn- og framhaldsskólum.Nýsköpunarlandið Ísland Hugmyndaauðgi og sköpunarkraftur mun færa okkur betri lausnir á mörgum sviðum, hvort sem horft er til heilbrigðis-, mennta-, orku- eða umhverfismála. Vinna þarf með markvissum hætti að umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja til að hvetja til rannsókna og þróunar. Nýsköpunarlögin sem samþykkt voru á síðasta ári voru mikið framfaraskref í þá veru. Rótgróin fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði stunda nú rannsóknir og þróun í meiri mæli en áður þannig að nýsköpun er ekki bundin við hefðbundin tækni- eða sprotafyrirtæki eins og margir kynnu að ætla. Þetta sýnir hvernig stefnumörkun og skýr sýn stjórnvalda á þessu sviði getur haft mjög jákvæð áhrif á framfarir og atvinnuuppbyggingu. Halda þarf áfram á sömu braut. Endurgreiðsluhlutfall rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja á að hækka úr 20% í 30% og þök á kostnaðarviðmið við rannsóknir og þróun á að afnema til að hvetja enn frekar til slíkra verkefna. Byggja þarf brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Ella er hætt við því að vísindin einangrist og atvinnulífið vaxi hægar en þar með drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða.Sköpum réttu aðstæðurnar Tækifærin sem fylgja tækniframförum eru fjölmörg og mikilvægt að við náum að grípa þau. Með skýrri sýn í þessa veru geta stjórnvöld unnið að umbótum í menntun, nýsköpun, innviðum og starfsumhverfi fyrirtækja þannig að Ísland verði í fremstu röð í heiminum. Þar með verður til frjór jarðvegur til þess að hugvit verði sá drifkraftur frekari vaxtar sem það svo sannarlega getur verið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni á sama hátt og hagkvæm nýting náttúrauðlinda var drifkraftur framfara á Íslandi 20. öldinni. Fjórða iðnbyltingin er hafin og fram undan eru tækniframfarir sem munu hafa mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ný störf verða til sem krefjast annars konar hæfni, aukinna hæfileika til að leysa flókin verkefni, gagnrýninnar hugsunar og aukinnar sköpunargáfu svo fátt eitt sé nefnt. Bæði munu rótgrónar atvinnugreinar breytast og nýjar verða til. Náttúruauðlindir eru staðbundnar og takmarkaðar en hugvitið óþrjótandi og óstaðbundið. Framtíð hvers samfélags mun að miklu leyti ráðast af því, hversu vel gengur að virkja það síðarnefnda. Þess vegna reynir nú á íslensk stjórnvöld að gera landið samkeppnishæft við önnur lönd enda er hugvitið án landamæra.Heildstæð stefnumótun Ísland á að vera í fremstu röð í heiminum þegar kemur að nýsköpun, enda mun hugvit og hagvöxtur haldast í hendur. Stefnumótun er mikilvægasta verkefni stjórnvalda hverju sinni. Horfa þarf á viðfangsefnin frá ýmsum áttum því samkeppnishæfni byggir á mörgum stoðum. Til að móta heildstæða stefnu þarf að horfa til margra ólíkra þátta líkt og menntunar, innviða, starfsumhverfis og nýsköpunar. Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 í hagkerfinu. Með heildstæðri nálgun og skýrri sýn má nýta þessa fjármuni sem allra best. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að marka skýra stefnu svo íslenskir námsmenn nútímans, börn, unglingar og fullorðnir, verði reiðubúnir til að mæta kröfum framtíðarinnar. Á öllum skólastigum þarf að leggja áherslu á vitneskju um tækniþróun, skapandi hugsun, greiningarhæfni og lausnamiðaða nálgun enda mun það skipta meira máli á tímum aukinnar sjálfvirkni en áður. Efla þarf og breyta grunn- og endurmenntun kennara með sköpun, lausnamiðun, forritunarskilning og tækni að leiðarljósi. Forritun er mikilvægur liður í þeim samfélagsbreytingum sem eru að verða og á þess vegna að vera skyldufag í grunn- og framhaldsskólum.Nýsköpunarlandið Ísland Hugmyndaauðgi og sköpunarkraftur mun færa okkur betri lausnir á mörgum sviðum, hvort sem horft er til heilbrigðis-, mennta-, orku- eða umhverfismála. Vinna þarf með markvissum hætti að umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja til að hvetja til rannsókna og þróunar. Nýsköpunarlögin sem samþykkt voru á síðasta ári voru mikið framfaraskref í þá veru. Rótgróin fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði stunda nú rannsóknir og þróun í meiri mæli en áður þannig að nýsköpun er ekki bundin við hefðbundin tækni- eða sprotafyrirtæki eins og margir kynnu að ætla. Þetta sýnir hvernig stefnumörkun og skýr sýn stjórnvalda á þessu sviði getur haft mjög jákvæð áhrif á framfarir og atvinnuuppbyggingu. Halda þarf áfram á sömu braut. Endurgreiðsluhlutfall rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja á að hækka úr 20% í 30% og þök á kostnaðarviðmið við rannsóknir og þróun á að afnema til að hvetja enn frekar til slíkra verkefna. Byggja þarf brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Ella er hætt við því að vísindin einangrist og atvinnulífið vaxi hægar en þar með drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða.Sköpum réttu aðstæðurnar Tækifærin sem fylgja tækniframförum eru fjölmörg og mikilvægt að við náum að grípa þau. Með skýrri sýn í þessa veru geta stjórnvöld unnið að umbótum í menntun, nýsköpun, innviðum og starfsumhverfi fyrirtækja þannig að Ísland verði í fremstu röð í heiminum. Þar með verður til frjór jarðvegur til þess að hugvit verði sá drifkraftur frekari vaxtar sem það svo sannarlega getur verið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar