Ben Affleck biðst afsökunar á að hafa káfað á Hilarie Burton Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2017 23:36 Hilarie Burton hló til að bresta ekki í grát þegar Ben Affleck káfaði á henni Vísir/getty „Ég sýndi af mér óviðeigandi hegðun í garð fröken Burton og biðst innilegrar afsökunar,“ segir leikarinn Ben Affleck á Twittersíðuna sína í dag eftir að mál frá árinu 2003 var dregið fram í dagsljósið. Á dögunum fetaði Affleck í fótspor þeirra sem hafa fordæmt kynferðislegt ofbeldi og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Í afhjúpandi umfjöllun The New Yorker greindu leikkonurnar Ashley Judd og Rose McGowan frá kynferðislegu áreiti af hálfu Weinsteins. Síðan þá hefur mikill fjöldi kvenna stigið fram með ásakanir á hendur Weinstein. pic.twitter.com/f5AgemRXds— Ben Affleck (@BenAffleck) October 10, 2017 Ben Affleck sagði í löngu máli á Facebook og Twittersíðu sinni að hann væri bæði leiður og reiður yfir því að maður sem hann hafi unnið fyrir hafi notað valdastöðu sína til að ógna, áreita og misnota konur. Það hafi vakið með honum óhug að lesa frásagnir kvenna af hátterni Weinstein. „Þetta er með öllu óásættanlegt. Ég spyr mig hvað ég geti gert til að passa að þetta komi ekki fyrir fleiri. Við þurfum að gera betur til að vernda systur okkar, vini, samstarfsfélaga og dætur,“ segir Affleck í stöðuuppfærslu sinni. Fordæming leikarans virðist ekki hafa farið vel í alla en einn netverjanna á Twitter sagði að Affleck hefði betur þagað. Hann hafi sannarlega ekki verið að hugsa um dætur sínar þegar hann yfirgaf þær til að vera úti á lífinu með barnfóstru þeirra en hávær orðrómur um að Affleck hafi haldið fram hjá konunni sinni Jennifer Garner komst á kreik þegar þau hófu skilnaðarferli. Úr því að talið barst að hátterni leikarans tók annar netverji til máls á sama þræði og sagði: „Hann káfaði einnig á brjóstunum á Hilarie Burton á TRL einhvern tíman. Allir gleymdu því þó.“ I didn't forget.— Hilarie Burton (@HilarieBurton) October 10, 2017 Hilarie Burton, þekkt leikkona og fyrrverandi þáttastjórnandi á MTV, tók sjálf til máls á þræðinum og sagði „Ég hef ekki gleymt.“ Á sama vettvangi þakkar Burton fyrir stuðninginn og segist hafa verið mjög ung þegar þetta gerðist. Hún hafi á þeirri stundu þurft að hlæja til að fara ekki að gráta. Hilarie Burton er þekkt fyrir að hafa leikið Peyton Sawyer í unglingaþáttaröðinni One Tree Hill og Söru Ellis í spennuþáttaröðinni White Collar. Þessi frétt er unninn upp úr frétt breska ríkisúvarpsins BBC.Í spilaranum að neðan er myndskeið af atvikinu. MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19 Eiginkona Weinstein farin frá honum Georgina Chapman segir gjörðir eiginmanns síns vera "ófyrirgefanlegar“. 11. október 2017 10:24 Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: „Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. 10. október 2017 11:00 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
„Ég sýndi af mér óviðeigandi hegðun í garð fröken Burton og biðst innilegrar afsökunar,“ segir leikarinn Ben Affleck á Twittersíðuna sína í dag eftir að mál frá árinu 2003 var dregið fram í dagsljósið. Á dögunum fetaði Affleck í fótspor þeirra sem hafa fordæmt kynferðislegt ofbeldi og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Í afhjúpandi umfjöllun The New Yorker greindu leikkonurnar Ashley Judd og Rose McGowan frá kynferðislegu áreiti af hálfu Weinsteins. Síðan þá hefur mikill fjöldi kvenna stigið fram með ásakanir á hendur Weinstein. pic.twitter.com/f5AgemRXds— Ben Affleck (@BenAffleck) October 10, 2017 Ben Affleck sagði í löngu máli á Facebook og Twittersíðu sinni að hann væri bæði leiður og reiður yfir því að maður sem hann hafi unnið fyrir hafi notað valdastöðu sína til að ógna, áreita og misnota konur. Það hafi vakið með honum óhug að lesa frásagnir kvenna af hátterni Weinstein. „Þetta er með öllu óásættanlegt. Ég spyr mig hvað ég geti gert til að passa að þetta komi ekki fyrir fleiri. Við þurfum að gera betur til að vernda systur okkar, vini, samstarfsfélaga og dætur,“ segir Affleck í stöðuuppfærslu sinni. Fordæming leikarans virðist ekki hafa farið vel í alla en einn netverjanna á Twitter sagði að Affleck hefði betur þagað. Hann hafi sannarlega ekki verið að hugsa um dætur sínar þegar hann yfirgaf þær til að vera úti á lífinu með barnfóstru þeirra en hávær orðrómur um að Affleck hafi haldið fram hjá konunni sinni Jennifer Garner komst á kreik þegar þau hófu skilnaðarferli. Úr því að talið barst að hátterni leikarans tók annar netverji til máls á sama þræði og sagði: „Hann káfaði einnig á brjóstunum á Hilarie Burton á TRL einhvern tíman. Allir gleymdu því þó.“ I didn't forget.— Hilarie Burton (@HilarieBurton) October 10, 2017 Hilarie Burton, þekkt leikkona og fyrrverandi þáttastjórnandi á MTV, tók sjálf til máls á þræðinum og sagði „Ég hef ekki gleymt.“ Á sama vettvangi þakkar Burton fyrir stuðninginn og segist hafa verið mjög ung þegar þetta gerðist. Hún hafi á þeirri stundu þurft að hlæja til að fara ekki að gráta. Hilarie Burton er þekkt fyrir að hafa leikið Peyton Sawyer í unglingaþáttaröðinni One Tree Hill og Söru Ellis í spennuþáttaröðinni White Collar. Þessi frétt er unninn upp úr frétt breska ríkisúvarpsins BBC.Í spilaranum að neðan er myndskeið af atvikinu.
MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19 Eiginkona Weinstein farin frá honum Georgina Chapman segir gjörðir eiginmanns síns vera "ófyrirgefanlegar“. 11. október 2017 10:24 Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: „Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. 10. október 2017 11:00 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19
Eiginkona Weinstein farin frá honum Georgina Chapman segir gjörðir eiginmanns síns vera "ófyrirgefanlegar“. 11. október 2017 10:24
Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: „Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. 10. október 2017 11:00
Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44
Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50
Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53
Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00