Hugleiðingar á degi myndlistar Katrín Oddsdóttir skrifar 14. október 2017 07:00 Síðastliðið vor flutti ég erindi á ráðstefnu Sambands íslenskra myndlistamanna. Þar komst ég að þeirri lögfræðilegu niðurstöðu að mannréttindabrot fælist í því að myndlistamönnum væru ekki greidd laun fyrir sína vinnu. Niðurstöðunni fylgdi ég eftir með grein sem birtist í Fréttablaðinu.Sjá nánar: Viðvarandi mannréttindabrot gegn myndlistarmönnumGreinin vakti talsverða athygli og þótt málið sé ekki í höfn virðist hún hafa nýst myndlistamönnum í langvinnri baráttu þeirra fyrir sanngjörnum launum og jöfnum rétti við aðrar listgreinar. En af hverju hafði þessi aðkoma mín að málinu áhrif? Jú, aðferðarfræðin var önnur. Ég var að segja hið augljósa en í þetta sinn með vísan í lagagreinar og alþjóðasáttmála. Skilaboðin sem myndlistamenn hafa hamrað á árum saman voru því klædd nýjum umbúðum en kjarninn hinn sami: óréttlæti og vanvirðing gagnvart tiltekinni starfsstétt. Munurinn var sá að ég notaði tungumál valdsins. En í þessari grein langar mig ekki til að tala (um) tungumál valdsins. Mig langar að tala um tungumál sálarinnar. Við fæðumst gædd samkennd en við viðhöldum henni aðeins með því að hlúa að henni. Slík aðhlynning gerist fyrst og fremst með tengslamyndun við annað fólk. Getan til að mynda tengsl fæðir svo af sér nánd og í nándinni býr hamingjan. Þetta á við bæði um einstaklinga og samfélög. Heimurinn er á slíkum stað að við sem dýrategund ættum að vera að leita að næsta neyðarútgangi. Þetta er staðreynd. Við erum við það að eyða okkur og öðru lífi. Stefnan sem kennd er við kapítal hefur sigrað tímabundið og breytt sér í meginreglu. Á hverjum degi slá ótalmörg þúsundlaga kerfi taktinn sem segir okkur að hagvöxtur og samkeppni sé mikilvægari en sjálfbærni og samkennd. Við vitum að þetta er ekki satt en við kunnum ekki að hætta að stíga þennan dans. Því miður. Takturinn verður sífellt hraðari en tilgangurinn með því að verja lífinu á hamstrahjólinu að sama skapi móðukenndari með hverju árinu. Hugsun og innsæi hafa verið aðskilin. Menntakerfin eru ekki nægilega þróuð til að gera okkur kleift að snúa þessu við. Fyrir vikið eru djúp tengslamyndun og nánd innan samfélagsins ekki nægilega sterk sem leiðir til þess að stjórnkerfin okkar taka ómannúðlegar og meiðandi ákvarðanir á tíðum. (Hér mætti t.d. vísa í nýlegt dæmi þar sem til stendur að vísa frá landinu ríkisfangslausu afgönsku barni sem hefur alla tíð verið á flótta og er búið að dveljast lengi hérlendis og þar með mynda hér sterk tengsl sem til stendur að rjúfa án þess að fyrir liggi skýr eða góð ástæða.) Þá kemur að listinni. Þá kemur að tungumáli sálarinnar. Þar býr vonin og þar bjó hún alltaf. Það verða nefnilega ekki vísindamenn eða stjórnmálafólk sem finna lausnirnar sem mögulega leiða okkur frá bjargbrúninni, þó slíkir hópar verði auðvitað hluti af vegferðinni. Eina fólkið sem getur raunverulega bjargað heiminum erum við öll. Þverfagleiki og samstaða er það eina sem gengur upp í magntengdum nútímanum. Við verðum að tengja saman alla punktana og sjá mynstrið. Ef við hins vegar ákveðum að dveljast áfram hvert í okkar horni, eða fílabeinsturni, verður það einungis til þess að við berum samhljóða vitni um hvernig við sökkvum samtímis í sæ. Bókstaflega. En hvað er það sem við eigum öll sameiginlegt? Ég trúi því að tungumálið sem geti sameinað okkur sé listin eða með öðrum orðum eiginleikinn til skapa því þar myndast tengsl okkar á milli. Akkúrat á þeim stað fá hugsunin og innsæið að starfa áreynslulaust saman. Listin getur fært okkur skilaboðin sem við getum ekki horfst í augu við á formi síendurtekinnar vísindalegrar framreiðslu á borð við hráa tölfræði. Af hverju? Af því að í sinni tærustu mynd er listin vottun þess að einhver einstaklingur hafi leyft sér að dveljast í þeim hluta tilvistar sinnar sem er skapandi. Myndin á veggnum er tími einhvers sem ákvað að gera ekki annað á meðan hann skapaði hana. Fyrir vikið getur áhorfandi síðar myndað tengsl við skilaboð listamannsins með því að horfa á verkið á veggnum, en í þetta sinn í gegnum sitt taugakerfi og sína tilvist. Þessi hluti vitundar okkar flestra er vannærður. Auk þess búum við í kerfi sem viðheldur sér með því að breiða út þá ranghugmynd að fleira sundri okkur en sameini. Við slíkar aðstæður er afar erfitt að mynda djúp og hamingjuaukandi tengsl innan samfélagsins sem leiða ættu til betri ákvarðana. Það magnaða er að öll búum við yfir sköpunargáfu rétt eins og við höfum langflest getu til að mynda mun víðari tengsl en við höfum. Ef við leyfum okkur að dveljast í sköpunargáfunni held ég að við uppgötvum smám saman að öll höfum við aðgang að þessu tungumáli sálarinnar. Flest verðum við sennilega seint atvinnumenn í þessu máli líkt og þeir sem hafa helgað líf sitt sköpun á borð við myndlist. En við getum ekki flett ofan af tengsla- og tilgangsleysinu, súmmað út og séð mynstrið nema við göngumst við því að við höfum þessa frumþörf og hún er það sem vonandi gerir okkur kleift að búa til lausnir sem skapa okkur framtíð. Mannréttindi eru ekki sjálfsögð. Þau voru fundin upp eftir síðari heimstyrjöldina af fólki sem leyfði réttlætiskennd, innsæi, þekkingu og sköpunargáfu að ráða för í þeim tilgangi að sagan blóði drifin myndi ekki endurtaka sig. Hugmyndasmiðirnir vildu sem sagt takmarka þjáningar okkar sem dýrategundar til framtíðar. Þau vildu með þessari sköpun sinni auka tengsl sín og hamingju, sem og þeirra sem á eftir kæmu. Og vissulega hafa mannréttindi breytt heiminum ekki síst vegna þess að í þeim blandast tungumál sálarinnar og tungumál valdsins með afar augljósum hætti. Að sama skapi er það að vera manneskja það að leyfa heilanum og sköpunargáfunni að sitja saman við stjórnvölinn. Með sama hætti verða kerfi á borð við íslenskt samfélag að gangast við því að við þurfum jafnmikið á list og skapandi hugsun að halda og við þurfum á túristum, raforku og þorskígildum. Ekki síst þurfum við á hvert öðru að halda. Bankamenn þurfa listamenn sem þurfa endurskoðanda sem þurfa ljósmæður sem þurfa sundlaugaverði. Öll þurfum við svo ást og öryggi. Tengjumst – stöndum saman!Höfundur er mannréttindalögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Menning Tengdar fréttir Spekúlantinn á Degi myndlistar Björn Th Björnsson taldi listina nákvæmustu loftvog þjóðfélagslegra hræringa, þannig að með því að banka í glerið mætti lesa af listinni loftþrýstinginn í samfélaginu; sjá ástandið eins og það er í dag og spá fyrir um hvernig það muni verða. 9. október 2017 11:15 Viðvarandi mannréttindabrot gegn myndlistarmönnum Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) stóð nýverið fyrir málþingi þar sem fjallað var um þá staðreynd að myndlistarmenn fá almennt lítið greitt fyrir vinnu sína. 25. apríl 2017 11:38 Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið vor flutti ég erindi á ráðstefnu Sambands íslenskra myndlistamanna. Þar komst ég að þeirri lögfræðilegu niðurstöðu að mannréttindabrot fælist í því að myndlistamönnum væru ekki greidd laun fyrir sína vinnu. Niðurstöðunni fylgdi ég eftir með grein sem birtist í Fréttablaðinu.Sjá nánar: Viðvarandi mannréttindabrot gegn myndlistarmönnumGreinin vakti talsverða athygli og þótt málið sé ekki í höfn virðist hún hafa nýst myndlistamönnum í langvinnri baráttu þeirra fyrir sanngjörnum launum og jöfnum rétti við aðrar listgreinar. En af hverju hafði þessi aðkoma mín að málinu áhrif? Jú, aðferðarfræðin var önnur. Ég var að segja hið augljósa en í þetta sinn með vísan í lagagreinar og alþjóðasáttmála. Skilaboðin sem myndlistamenn hafa hamrað á árum saman voru því klædd nýjum umbúðum en kjarninn hinn sami: óréttlæti og vanvirðing gagnvart tiltekinni starfsstétt. Munurinn var sá að ég notaði tungumál valdsins. En í þessari grein langar mig ekki til að tala (um) tungumál valdsins. Mig langar að tala um tungumál sálarinnar. Við fæðumst gædd samkennd en við viðhöldum henni aðeins með því að hlúa að henni. Slík aðhlynning gerist fyrst og fremst með tengslamyndun við annað fólk. Getan til að mynda tengsl fæðir svo af sér nánd og í nándinni býr hamingjan. Þetta á við bæði um einstaklinga og samfélög. Heimurinn er á slíkum stað að við sem dýrategund ættum að vera að leita að næsta neyðarútgangi. Þetta er staðreynd. Við erum við það að eyða okkur og öðru lífi. Stefnan sem kennd er við kapítal hefur sigrað tímabundið og breytt sér í meginreglu. Á hverjum degi slá ótalmörg þúsundlaga kerfi taktinn sem segir okkur að hagvöxtur og samkeppni sé mikilvægari en sjálfbærni og samkennd. Við vitum að þetta er ekki satt en við kunnum ekki að hætta að stíga þennan dans. Því miður. Takturinn verður sífellt hraðari en tilgangurinn með því að verja lífinu á hamstrahjólinu að sama skapi móðukenndari með hverju árinu. Hugsun og innsæi hafa verið aðskilin. Menntakerfin eru ekki nægilega þróuð til að gera okkur kleift að snúa þessu við. Fyrir vikið eru djúp tengslamyndun og nánd innan samfélagsins ekki nægilega sterk sem leiðir til þess að stjórnkerfin okkar taka ómannúðlegar og meiðandi ákvarðanir á tíðum. (Hér mætti t.d. vísa í nýlegt dæmi þar sem til stendur að vísa frá landinu ríkisfangslausu afgönsku barni sem hefur alla tíð verið á flótta og er búið að dveljast lengi hérlendis og þar með mynda hér sterk tengsl sem til stendur að rjúfa án þess að fyrir liggi skýr eða góð ástæða.) Þá kemur að listinni. Þá kemur að tungumáli sálarinnar. Þar býr vonin og þar bjó hún alltaf. Það verða nefnilega ekki vísindamenn eða stjórnmálafólk sem finna lausnirnar sem mögulega leiða okkur frá bjargbrúninni, þó slíkir hópar verði auðvitað hluti af vegferðinni. Eina fólkið sem getur raunverulega bjargað heiminum erum við öll. Þverfagleiki og samstaða er það eina sem gengur upp í magntengdum nútímanum. Við verðum að tengja saman alla punktana og sjá mynstrið. Ef við hins vegar ákveðum að dveljast áfram hvert í okkar horni, eða fílabeinsturni, verður það einungis til þess að við berum samhljóða vitni um hvernig við sökkvum samtímis í sæ. Bókstaflega. En hvað er það sem við eigum öll sameiginlegt? Ég trúi því að tungumálið sem geti sameinað okkur sé listin eða með öðrum orðum eiginleikinn til skapa því þar myndast tengsl okkar á milli. Akkúrat á þeim stað fá hugsunin og innsæið að starfa áreynslulaust saman. Listin getur fært okkur skilaboðin sem við getum ekki horfst í augu við á formi síendurtekinnar vísindalegrar framreiðslu á borð við hráa tölfræði. Af hverju? Af því að í sinni tærustu mynd er listin vottun þess að einhver einstaklingur hafi leyft sér að dveljast í þeim hluta tilvistar sinnar sem er skapandi. Myndin á veggnum er tími einhvers sem ákvað að gera ekki annað á meðan hann skapaði hana. Fyrir vikið getur áhorfandi síðar myndað tengsl við skilaboð listamannsins með því að horfa á verkið á veggnum, en í þetta sinn í gegnum sitt taugakerfi og sína tilvist. Þessi hluti vitundar okkar flestra er vannærður. Auk þess búum við í kerfi sem viðheldur sér með því að breiða út þá ranghugmynd að fleira sundri okkur en sameini. Við slíkar aðstæður er afar erfitt að mynda djúp og hamingjuaukandi tengsl innan samfélagsins sem leiða ættu til betri ákvarðana. Það magnaða er að öll búum við yfir sköpunargáfu rétt eins og við höfum langflest getu til að mynda mun víðari tengsl en við höfum. Ef við leyfum okkur að dveljast í sköpunargáfunni held ég að við uppgötvum smám saman að öll höfum við aðgang að þessu tungumáli sálarinnar. Flest verðum við sennilega seint atvinnumenn í þessu máli líkt og þeir sem hafa helgað líf sitt sköpun á borð við myndlist. En við getum ekki flett ofan af tengsla- og tilgangsleysinu, súmmað út og séð mynstrið nema við göngumst við því að við höfum þessa frumþörf og hún er það sem vonandi gerir okkur kleift að búa til lausnir sem skapa okkur framtíð. Mannréttindi eru ekki sjálfsögð. Þau voru fundin upp eftir síðari heimstyrjöldina af fólki sem leyfði réttlætiskennd, innsæi, þekkingu og sköpunargáfu að ráða för í þeim tilgangi að sagan blóði drifin myndi ekki endurtaka sig. Hugmyndasmiðirnir vildu sem sagt takmarka þjáningar okkar sem dýrategundar til framtíðar. Þau vildu með þessari sköpun sinni auka tengsl sín og hamingju, sem og þeirra sem á eftir kæmu. Og vissulega hafa mannréttindi breytt heiminum ekki síst vegna þess að í þeim blandast tungumál sálarinnar og tungumál valdsins með afar augljósum hætti. Að sama skapi er það að vera manneskja það að leyfa heilanum og sköpunargáfunni að sitja saman við stjórnvölinn. Með sama hætti verða kerfi á borð við íslenskt samfélag að gangast við því að við þurfum jafnmikið á list og skapandi hugsun að halda og við þurfum á túristum, raforku og þorskígildum. Ekki síst þurfum við á hvert öðru að halda. Bankamenn þurfa listamenn sem þurfa endurskoðanda sem þurfa ljósmæður sem þurfa sundlaugaverði. Öll þurfum við svo ást og öryggi. Tengjumst – stöndum saman!Höfundur er mannréttindalögfræðingur.
Spekúlantinn á Degi myndlistar Björn Th Björnsson taldi listina nákvæmustu loftvog þjóðfélagslegra hræringa, þannig að með því að banka í glerið mætti lesa af listinni loftþrýstinginn í samfélaginu; sjá ástandið eins og það er í dag og spá fyrir um hvernig það muni verða. 9. október 2017 11:15
Viðvarandi mannréttindabrot gegn myndlistarmönnum Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) stóð nýverið fyrir málþingi þar sem fjallað var um þá staðreynd að myndlistarmenn fá almennt lítið greitt fyrir vinnu sína. 25. apríl 2017 11:38
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun