Menning er máttarstoð Sigurður Svavarsson og Hallgrímur Helgason skrifar 16. október 2017 14:30 Nú þegar kosningar nálgast megum við til að minna fólk á menninguna, en sá málaflokkur vill oft gleymast í hinu pólitíska harki og enn finnast þeir flokkar sem ekki sjá menninguna sem eina af máttarstoðum samfélagsins. Menningarlíf er öllum samfélögum nauðsyn og lífleg sköpun er forsenda framfara á öllum sviðum. Þess vegna sætir furðu að okkur Íslendingum hafi aldrei tekist að skapa raunverulega langtímastefnu í menningarmálum. Þó að menntun og menning eigi sér sérstakt ráðuneyti er ótrúlega oft tjaldað til einnar nætur þegar listin er annars vegar. Menn rjúka til og efna til átaksverkefna af ýmsu tagi sem lognast síðan útaf, í stað þess að móta markvissa stefnu til frambúðar sem miðast að því að skapa traustan grundvöll og öryggi fyrir þá sem starfa í greinunum, þannig að listirnar blómgist sem best. Í þeim efnum getum við margt lært af þjóðum sem standa okkur nærri, en nú eru grannar okkar helst þekktir fyrir sjónvarpsþætti sína og kvikmyndir, bókmenntir, samtímatónlist og hönnun. Menningarlíf hér á landi er þó merkilega fjölskrúðugt, þrátt fyrir að margt í ytri skilyrðum sé hamlandi. Það vekur aðdáun víða hversu margir framúrskarandi listamenn komast til þroska í þessu litla samfélagi og þó að verk þeirra spretti úr tungumáli sem fáir skilja hefur það ekki komið í veg fyrir að þau berist um veröld víða og sýni spennandi hlið á landi og þjóð. Staðan er hins vegar brothætt og ýmsar blikur eru á lofti. Af þeim sökum er afar mikilvægt að okkur auðnist að skapa menningunni farsælan farveg. Á lokadegi síðasta þings kom fram ánægjulegt frumvarp um afnám á bókaskatti, sem naut stuðnings þingmanna úr öllum flokkum. Það frumvarp felur vissulega í sér fögur fyrirheit. Ein og sér myndi sú aðgerð kannski ekki skila miklu - en sem hornsteinn í útfærðri bókmenningarstefnu til langs tíma væri hún gulls ígildi. Slíka langtímastefnu þarf að marka fyrir allar greinar menningarlífsins. Flestum er ljóst að menning og listir skipta sköpum í mannlífinu; gera hvunndaginn bærilegri, lýsa upp skammdegið, ögra og hvetja, halda móðurmálinu okkar síungu og byggja brýr milli manna og þjóða. Færri gera sér grein fyrir því að menningarlífið gefur líka vel af sér á hagrænan mælikvarða. Ágúst Einarsson prófessor hefur ásamt fleirum sýnt fram á með sannfærandi hætti að hver króna sem varið er til eflingar menningarlífsins skilar sér þrútin til baka í bættum þjóðarhag. Þess vegna er sinnuleysi í þessum efnum enn óskiljanlegra. Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar þann 6. okt. síðastliðinn minnti formaðurinn, Logi Einarsson, einnig á mikilvægi listanna í efnahagslífi framtíðarinnar. „Við stöndum í anddyri tæknibyltingar sem mun hafa í för með sér gríðarlegar og ófyrirséðar breytingar á samfélaginu. (…) Auknar kröfur verða um skapandi hugsun og tæknifærni. Við þurfum að leggja meiri áherslu á skapandi greinar, listir, rannsóknir og nýsköpun til að geta mætt þessum nýja veruleika.“ Við tókum sæti á framboðslistum Samfylkingarinnar m.a. vegna þess að við treystum því stjórnmálaafli til að hafast að í þessum efnum og viljum geta fylgt því eftir. Vonandi tekst með samstilltu átaki að móta hér heildstæða menningarstefnu að kosningum loknum – okkur öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Kosningar 2017 Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningar nálgast megum við til að minna fólk á menninguna, en sá málaflokkur vill oft gleymast í hinu pólitíska harki og enn finnast þeir flokkar sem ekki sjá menninguna sem eina af máttarstoðum samfélagsins. Menningarlíf er öllum samfélögum nauðsyn og lífleg sköpun er forsenda framfara á öllum sviðum. Þess vegna sætir furðu að okkur Íslendingum hafi aldrei tekist að skapa raunverulega langtímastefnu í menningarmálum. Þó að menntun og menning eigi sér sérstakt ráðuneyti er ótrúlega oft tjaldað til einnar nætur þegar listin er annars vegar. Menn rjúka til og efna til átaksverkefna af ýmsu tagi sem lognast síðan útaf, í stað þess að móta markvissa stefnu til frambúðar sem miðast að því að skapa traustan grundvöll og öryggi fyrir þá sem starfa í greinunum, þannig að listirnar blómgist sem best. Í þeim efnum getum við margt lært af þjóðum sem standa okkur nærri, en nú eru grannar okkar helst þekktir fyrir sjónvarpsþætti sína og kvikmyndir, bókmenntir, samtímatónlist og hönnun. Menningarlíf hér á landi er þó merkilega fjölskrúðugt, þrátt fyrir að margt í ytri skilyrðum sé hamlandi. Það vekur aðdáun víða hversu margir framúrskarandi listamenn komast til þroska í þessu litla samfélagi og þó að verk þeirra spretti úr tungumáli sem fáir skilja hefur það ekki komið í veg fyrir að þau berist um veröld víða og sýni spennandi hlið á landi og þjóð. Staðan er hins vegar brothætt og ýmsar blikur eru á lofti. Af þeim sökum er afar mikilvægt að okkur auðnist að skapa menningunni farsælan farveg. Á lokadegi síðasta þings kom fram ánægjulegt frumvarp um afnám á bókaskatti, sem naut stuðnings þingmanna úr öllum flokkum. Það frumvarp felur vissulega í sér fögur fyrirheit. Ein og sér myndi sú aðgerð kannski ekki skila miklu - en sem hornsteinn í útfærðri bókmenningarstefnu til langs tíma væri hún gulls ígildi. Slíka langtímastefnu þarf að marka fyrir allar greinar menningarlífsins. Flestum er ljóst að menning og listir skipta sköpum í mannlífinu; gera hvunndaginn bærilegri, lýsa upp skammdegið, ögra og hvetja, halda móðurmálinu okkar síungu og byggja brýr milli manna og þjóða. Færri gera sér grein fyrir því að menningarlífið gefur líka vel af sér á hagrænan mælikvarða. Ágúst Einarsson prófessor hefur ásamt fleirum sýnt fram á með sannfærandi hætti að hver króna sem varið er til eflingar menningarlífsins skilar sér þrútin til baka í bættum þjóðarhag. Þess vegna er sinnuleysi í þessum efnum enn óskiljanlegra. Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar þann 6. okt. síðastliðinn minnti formaðurinn, Logi Einarsson, einnig á mikilvægi listanna í efnahagslífi framtíðarinnar. „Við stöndum í anddyri tæknibyltingar sem mun hafa í för með sér gríðarlegar og ófyrirséðar breytingar á samfélaginu. (…) Auknar kröfur verða um skapandi hugsun og tæknifærni. Við þurfum að leggja meiri áherslu á skapandi greinar, listir, rannsóknir og nýsköpun til að geta mætt þessum nýja veruleika.“ Við tókum sæti á framboðslistum Samfylkingarinnar m.a. vegna þess að við treystum því stjórnmálaafli til að hafast að í þessum efnum og viljum geta fylgt því eftir. Vonandi tekst með samstilltu átaki að móta hér heildstæða menningarstefnu að kosningum loknum – okkur öllum til hagsbóta.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun