Almenningur borgar alltaf fyrir skattahækkanir Jóhannes Stefánsson skrifar 17. október 2017 07:00 Stjórnmálaflokkarnir á vinstrivængnum eru þessa dagana á harðahlaupum undan eigin stefnu í skattamálum. Þessir flokkar hafa boðað stórfelldar skattahækkanir til að fjármagna stóraukin ríkisútgjöld eftir kosningar, sem eiga að eigin sögn ekki að bitna á almenningi. Ekkert af forystufólki vinstriflokkanna hafa hins vegar haft áhuga eða getu til þess að benda á hvaða skatta eigi að hækka eða hvernig almenningur á að vera ónæmur fyrir þeim, en „einhverjir aðrir“ eiga að sögn að borga fyrir loforðaflauminn. Besta dæmið um þetta er frammistaða Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, í leiðtogaumræðum og í forystusætinu á RÚV. Þar gat hún nær engu svarað þrátt fyrir að vera þráspurð um hvaða skatta hún ætlaði að hækka kæmist hún til valda eftir kosningarnar. Málflutningur Katrínar er auðvitað með öllu óraunhæfur og ábyrgðarlaus vegna þess að hún hefur boðað aukin útgjöld og skattheimtu sem hleypur á tugum milljarða. Ekkert annað en stórauknar álögur á almenning munu duga til að greiða fyrir slíkan útgjaldaauka.Almenningur mun borga brúsann Fullyrðingin um að hægt sé að hækka skatta verulega án þess að það bitni á almenningi er mýta sem má annað hvort rekja til fáfræði eða blekkingar. Staðreyndin er sú að allar skattahækkanir bitna að endingu á almenningi, hvort sem þeim er beint gegn einstaklingum eða fyrirtækjum. Það þarf ekki nema grundvallarskilning á efnahagsmálum og einfalda söguskoðun til að sjá í gegnum mýtuna um að almenningur borgi ekki fyrir skattahækkanir. Tökum skatta á atvinnulífið sem dæmi. Atvinnulífið er ekki annað en samstillt átak almennings til að viðhalda eða auka við lífskjör sín, sjá fjölskyldum sínum farborða og tryggja börnum sínum betri framtíð en foreldrarnir upplifðu sjálfir. Fyrirtæki eru enda félög sem þurfa að veita almenningi verðmæta þjónustu til að geta skilað eigendum sínum ávinningi, en til þess að það sé hægt þarf eðli máls samkvæmt bæði ánægt starfsfólk og viðskiptavini. Fyrirtækin geta ekki án almennings verið, og öfugt. Fyrirtæki eru því ekki líflaus og andlitslaus fyrirbæri sem er hægt að skattleggja án þess að það bitni á almenningi. Almenningur er enda viðskiptavinir fyrirtækjanna, starfsmenn þeirra og eigendur, hvort sem er beint, í gegnum lífeyrissjóði eða með sparnaði sínum. Fyrirtækin eru fyrir vikið órjúfanlegur hluti af mannlegu samfélagi. Skattahækkanir á atvinnulíf og fyrirtæki eru þess vegna skattahækkanir á eigendur þeirra, starfsmenn eða viðskiptavini. Almenningur borgar brúsann með hærra verði á vöru og þjónustu, lægri launum, færri störfum eða minni arðsemi af sparnaðinum. Þá er ónefnt svokallað allratap sem verður til við skattheimtu og dregur úr lífskjörum almennings.Fjármagnstekjuskattar bitna harðast á heimilum Sömu sögu má segja af skattahækkunum á fjármagnstekjur, eignir og sparnað. Almenningur borgar alltaf brúsann. Með hærri fjármagnstekjuskatti skapast hvati til að almenningur (og fyrirtæki) flytji fjármuni sína út úr íslensku efnahagslífi, sérstaklega þegar flutningur fjármagns er nú orðinn frjáls og engin gjaldeyrishöft lengur til að halda þeim innan landsteinanna. Þegar það gerist þá minnkar geta atvinnulífsins til að fjárfesta í nýsköpun og veita almenningi fjölbreytt tækifæri til að finna getu sinni og sköpunarkrafti viðspyrnu. Að sama skapi hækkar verð á fjármagni þegar fjármagnstekjuskattar hækka. Það þýðir einfaldlega að vextir hækka og þar með afborganir af íbúðalánum, leiguverð o.s.frv. Allt hefur þetta veruleg neikvæð áhrif á almenning. Að sjálfsögðu bitna slíkar skattahækkanir harðast á tekju- og eignalitlum fjölskyldum, sem geta ekki flutt sig eða sparnað fjölskyldunnar til annarra landa þar sem hagstæðari skattareglur gilda. Sömuleiðis er ungt fólk sem vill kaupa sínu fyrstu íbúð algjörlega berskjaldað fyrir slíkum sköttum, sem þýða að ennþá erfiðara getur verið að standast greiðslumat vegna hærri afborgana af íbúðalánum.Sporin hræða Þegar öllu er á botninn hvolft er það alltaf almenningur sem borgar fyrir skattahækkanir. Blekkingaleikur vinstriflokkanna sem halda því blákalt fram að einhverjir aðrir muni borga er því sérstaklega ámælisverður. Almenningur mun bera þungann af þeim skattahækkunum sem boðaðar eru. Almenningur er þar að auki ekki búinn að gleyma hrinu skattahækkana sem dundu á Íslendingum þegar skórinn kreppti hvað mest að þeim í kjölfar hrunsins. Þar fóru fremst Vinstri-græn, sem sátu í ráðherrastól í fjármálaráðuneytinu og eirðu engum með meira en 100 skatta- og gjaldahækkunum. Látum það ekki gerast aftur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Stefánsson Kosningar 2017 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir á vinstrivængnum eru þessa dagana á harðahlaupum undan eigin stefnu í skattamálum. Þessir flokkar hafa boðað stórfelldar skattahækkanir til að fjármagna stóraukin ríkisútgjöld eftir kosningar, sem eiga að eigin sögn ekki að bitna á almenningi. Ekkert af forystufólki vinstriflokkanna hafa hins vegar haft áhuga eða getu til þess að benda á hvaða skatta eigi að hækka eða hvernig almenningur á að vera ónæmur fyrir þeim, en „einhverjir aðrir“ eiga að sögn að borga fyrir loforðaflauminn. Besta dæmið um þetta er frammistaða Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, í leiðtogaumræðum og í forystusætinu á RÚV. Þar gat hún nær engu svarað þrátt fyrir að vera þráspurð um hvaða skatta hún ætlaði að hækka kæmist hún til valda eftir kosningarnar. Málflutningur Katrínar er auðvitað með öllu óraunhæfur og ábyrgðarlaus vegna þess að hún hefur boðað aukin útgjöld og skattheimtu sem hleypur á tugum milljarða. Ekkert annað en stórauknar álögur á almenning munu duga til að greiða fyrir slíkan útgjaldaauka.Almenningur mun borga brúsann Fullyrðingin um að hægt sé að hækka skatta verulega án þess að það bitni á almenningi er mýta sem má annað hvort rekja til fáfræði eða blekkingar. Staðreyndin er sú að allar skattahækkanir bitna að endingu á almenningi, hvort sem þeim er beint gegn einstaklingum eða fyrirtækjum. Það þarf ekki nema grundvallarskilning á efnahagsmálum og einfalda söguskoðun til að sjá í gegnum mýtuna um að almenningur borgi ekki fyrir skattahækkanir. Tökum skatta á atvinnulífið sem dæmi. Atvinnulífið er ekki annað en samstillt átak almennings til að viðhalda eða auka við lífskjör sín, sjá fjölskyldum sínum farborða og tryggja börnum sínum betri framtíð en foreldrarnir upplifðu sjálfir. Fyrirtæki eru enda félög sem þurfa að veita almenningi verðmæta þjónustu til að geta skilað eigendum sínum ávinningi, en til þess að það sé hægt þarf eðli máls samkvæmt bæði ánægt starfsfólk og viðskiptavini. Fyrirtækin geta ekki án almennings verið, og öfugt. Fyrirtæki eru því ekki líflaus og andlitslaus fyrirbæri sem er hægt að skattleggja án þess að það bitni á almenningi. Almenningur er enda viðskiptavinir fyrirtækjanna, starfsmenn þeirra og eigendur, hvort sem er beint, í gegnum lífeyrissjóði eða með sparnaði sínum. Fyrirtækin eru fyrir vikið órjúfanlegur hluti af mannlegu samfélagi. Skattahækkanir á atvinnulíf og fyrirtæki eru þess vegna skattahækkanir á eigendur þeirra, starfsmenn eða viðskiptavini. Almenningur borgar brúsann með hærra verði á vöru og þjónustu, lægri launum, færri störfum eða minni arðsemi af sparnaðinum. Þá er ónefnt svokallað allratap sem verður til við skattheimtu og dregur úr lífskjörum almennings.Fjármagnstekjuskattar bitna harðast á heimilum Sömu sögu má segja af skattahækkunum á fjármagnstekjur, eignir og sparnað. Almenningur borgar alltaf brúsann. Með hærri fjármagnstekjuskatti skapast hvati til að almenningur (og fyrirtæki) flytji fjármuni sína út úr íslensku efnahagslífi, sérstaklega þegar flutningur fjármagns er nú orðinn frjáls og engin gjaldeyrishöft lengur til að halda þeim innan landsteinanna. Þegar það gerist þá minnkar geta atvinnulífsins til að fjárfesta í nýsköpun og veita almenningi fjölbreytt tækifæri til að finna getu sinni og sköpunarkrafti viðspyrnu. Að sama skapi hækkar verð á fjármagni þegar fjármagnstekjuskattar hækka. Það þýðir einfaldlega að vextir hækka og þar með afborganir af íbúðalánum, leiguverð o.s.frv. Allt hefur þetta veruleg neikvæð áhrif á almenning. Að sjálfsögðu bitna slíkar skattahækkanir harðast á tekju- og eignalitlum fjölskyldum, sem geta ekki flutt sig eða sparnað fjölskyldunnar til annarra landa þar sem hagstæðari skattareglur gilda. Sömuleiðis er ungt fólk sem vill kaupa sínu fyrstu íbúð algjörlega berskjaldað fyrir slíkum sköttum, sem þýða að ennþá erfiðara getur verið að standast greiðslumat vegna hærri afborgana af íbúðalánum.Sporin hræða Þegar öllu er á botninn hvolft er það alltaf almenningur sem borgar fyrir skattahækkanir. Blekkingaleikur vinstriflokkanna sem halda því blákalt fram að einhverjir aðrir muni borga er því sérstaklega ámælisverður. Almenningur mun bera þungann af þeim skattahækkunum sem boðaðar eru. Almenningur er þar að auki ekki búinn að gleyma hrinu skattahækkana sem dundu á Íslendingum þegar skórinn kreppti hvað mest að þeim í kjölfar hrunsins. Þar fóru fremst Vinstri-græn, sem sátu í ráðherrastól í fjármálaráðuneytinu og eirðu engum með meira en 100 skatta- og gjaldahækkunum. Látum það ekki gerast aftur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun