Metið sem Liverpool setti á móti KR-ingum féll loksins í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2017 09:30 Fyrirliðar liðanna heilsast fyrir leikinn fyrir 53 árum síðan. Ron Yeats og Ellert B Schram. Liverpool-liðið setti allskonar met í stórsigri sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en Ísland kom við sögu í einu af metunum sem féllu. Fyrsti Evrópuleikur íslensks fótboltaliðs fór fram á Laugardalsvellinum 17. ágúst 1964. Þá settu gestir KR-inga í Liverpool met sem stóð þar til í gærkvöldi. Liverpool vann 5-0 sigur á KR í þessum leik fyrir meira en 50 árum síðan og samanlagt 11-1 eftir 6-1 sigur í seinni leiknum á Anfield. Fyrirsögnin í Vísi var „KR með handknattleiksvörn“ en fyrirsögnin í Morgunblaðinu var „Liverpool-liðið lék sér að KR eins og köttur að mús“ „Þið hefðu fengið á ykkur 25 mörk, hefðuð þið notað aðra varnaraðferð en þessa,“ sagði Bill Shankly, knattspyrnustjóri Liverpool, við Jón Birgi Pétursson, blaðamann Vísis, eftir leikinn. Það má sjá upplýsingar um leikinn á heimasíðu Liverpool hér sem og grein um ferðina til Reykjavíkur hér. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr heimildarmynd um fyrstu leiki Liverpool í Evrópukeppni þar sem meðal annars er talað heilmikið um ferðina til Reykjavíkur haustið 1964. Umfjöllun um KR-leikinn hefst um 4:30.Í gærkvöldi mættu Liverpool-menn hinsvegar til Maribor í Slóveníu og léku þar við hvern sinn fingur í 7-0 sigri. Metið sem Liverpool setti á Laugardalsvellinum, stærsti sigur félagsins á útivelli í Evrópukeppni, hafði staðið í 19.419 daga. Liverpool hafði jafnað það tvisvar sinnum, 1976 og 2001, en aldrei náð að bæta það þar til í gærkvöldi. Á bloggsíðunni Boltabull á finna umfjöllun um þennan sögulega leik á Laugardalsvellinum þar sem kom meðal annars fram að þegar Liverpool liðið kom til landsins tóku flugmenn Loftleiðavélarinnar Skýfaxa heilmikið útsýnisflug yfir Surtsey, sem enn gaus með miklum látum, og leikmenn liðsins áttu ekki orð yfir þeim ósköpum sem þar fóru fram. Þar er einnig sagt frá miklum áhuga breskra fjölmiðla á leiknum en stuttu fyrir leikinn í Reykjavík komu hingað sjónvarpstökulið frá BBC og tóku upp efni fyrir þáttinn Tonight Show. Það má lesa skemmtilega umfjöllun um leikinn hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Markaveisla í Maribor Liverpool sló félagsmet í kvöld er liðið valtaði yfir slóvenska liðið Maribor í kvöld, 0-7. 17. október 2017 20:30 Sjáðu markaveisluna í Meistaradeildinni Það var enginn skortur á mörkum í Meistaradeildinni í kvöld og hægt er að sjá öll mörkin á Vísi. 17. október 2017 21:24 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Liverpool-liðið setti allskonar met í stórsigri sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en Ísland kom við sögu í einu af metunum sem féllu. Fyrsti Evrópuleikur íslensks fótboltaliðs fór fram á Laugardalsvellinum 17. ágúst 1964. Þá settu gestir KR-inga í Liverpool met sem stóð þar til í gærkvöldi. Liverpool vann 5-0 sigur á KR í þessum leik fyrir meira en 50 árum síðan og samanlagt 11-1 eftir 6-1 sigur í seinni leiknum á Anfield. Fyrirsögnin í Vísi var „KR með handknattleiksvörn“ en fyrirsögnin í Morgunblaðinu var „Liverpool-liðið lék sér að KR eins og köttur að mús“ „Þið hefðu fengið á ykkur 25 mörk, hefðuð þið notað aðra varnaraðferð en þessa,“ sagði Bill Shankly, knattspyrnustjóri Liverpool, við Jón Birgi Pétursson, blaðamann Vísis, eftir leikinn. Það má sjá upplýsingar um leikinn á heimasíðu Liverpool hér sem og grein um ferðina til Reykjavíkur hér. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr heimildarmynd um fyrstu leiki Liverpool í Evrópukeppni þar sem meðal annars er talað heilmikið um ferðina til Reykjavíkur haustið 1964. Umfjöllun um KR-leikinn hefst um 4:30.Í gærkvöldi mættu Liverpool-menn hinsvegar til Maribor í Slóveníu og léku þar við hvern sinn fingur í 7-0 sigri. Metið sem Liverpool setti á Laugardalsvellinum, stærsti sigur félagsins á útivelli í Evrópukeppni, hafði staðið í 19.419 daga. Liverpool hafði jafnað það tvisvar sinnum, 1976 og 2001, en aldrei náð að bæta það þar til í gærkvöldi. Á bloggsíðunni Boltabull á finna umfjöllun um þennan sögulega leik á Laugardalsvellinum þar sem kom meðal annars fram að þegar Liverpool liðið kom til landsins tóku flugmenn Loftleiðavélarinnar Skýfaxa heilmikið útsýnisflug yfir Surtsey, sem enn gaus með miklum látum, og leikmenn liðsins áttu ekki orð yfir þeim ósköpum sem þar fóru fram. Þar er einnig sagt frá miklum áhuga breskra fjölmiðla á leiknum en stuttu fyrir leikinn í Reykjavík komu hingað sjónvarpstökulið frá BBC og tóku upp efni fyrir þáttinn Tonight Show. Það má lesa skemmtilega umfjöllun um leikinn hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Markaveisla í Maribor Liverpool sló félagsmet í kvöld er liðið valtaði yfir slóvenska liðið Maribor í kvöld, 0-7. 17. október 2017 20:30 Sjáðu markaveisluna í Meistaradeildinni Það var enginn skortur á mörkum í Meistaradeildinni í kvöld og hægt er að sjá öll mörkin á Vísi. 17. október 2017 21:24 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Markaveisla í Maribor Liverpool sló félagsmet í kvöld er liðið valtaði yfir slóvenska liðið Maribor í kvöld, 0-7. 17. október 2017 20:30
Sjáðu markaveisluna í Meistaradeildinni Það var enginn skortur á mörkum í Meistaradeildinni í kvöld og hægt er að sjá öll mörkin á Vísi. 17. október 2017 21:24