Chelsea kastaði frá sér sigri gegn Roma Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. október 2017 20:30 David Luiz skorar fyrsta mark leiksins. vísir/getty Chelsea og Roma gerðu jafntefli, 3-3, í skrautlegum leik í Lundúnum í kvöld. Chelsea spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og komst í 2-0. Þá hætti liðið og Roma gekk á lagið. Skoraði þrjú mörk í röð og komst í 2-3. Edin Dzeko með seinni tvö mörkin. Hans fyrstu gegn Chelsea á ferlinum í tíu leikjum. Valdi góðan tíma til þess. Chelsea vaknaði við þriðja markið og Eden Hazard jafnaði skömmu síðar í 3-3. Í hönd fóru æsispennandi lokamínútur. Þrátt fyrir nokkuð lipur tilþrif þá tókst liðunum ekki að bæta við og eitt stig á leið. Chelsea er á toppi C-riðils með 7 stig en Roma er í öðru sæti með 5. Meistaradeild Evrópu
Chelsea og Roma gerðu jafntefli, 3-3, í skrautlegum leik í Lundúnum í kvöld. Chelsea spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og komst í 2-0. Þá hætti liðið og Roma gekk á lagið. Skoraði þrjú mörk í röð og komst í 2-3. Edin Dzeko með seinni tvö mörkin. Hans fyrstu gegn Chelsea á ferlinum í tíu leikjum. Valdi góðan tíma til þess. Chelsea vaknaði við þriðja markið og Eden Hazard jafnaði skömmu síðar í 3-3. Í hönd fóru æsispennandi lokamínútur. Þrátt fyrir nokkuð lipur tilþrif þá tókst liðunum ekki að bæta við og eitt stig á leið. Chelsea er á toppi C-riðils með 7 stig en Roma er í öðru sæti með 5.