Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. október 2017 07:00 Stjórnmálamenn eiga að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði og öryggi einstaklinga og fjölskyldna. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að hvetja ungt fólk til stíga skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði og að stuðla með því að fjölskyldur geti staðið á eigin fótum. Fjárhagslegt sjálfstæði til lengri tíma eykur öryggistilfinningu almennings og tryggir að einstaklingar og fjölskyldur eiga ekki allt sitt undir duttlungum og geðþótta stjórnmálamanna. Hið opinbera getur, án mikils tilkostnaðar eða beinna styrkja, komið til móts við almenning vegna fasteignakaupa með því að fella niður stimpilgjald af lánum. Stimpilgjaldið er ekkert annað en aukaskattur og kemur harðast niður á ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði með íbúðakaupum. Ég hef lagt fram frumvarp þess efnis að stimpilgjaldið verði fellt niður og mun gera það aftur að kosningum loknum. Nái frumvarpið fram að ganga mun það einfalda kerfið og minnka kostnað vegna íbúðarkaupa svo um munar. Frumvarpið nýtist jafnt þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þeim sem vilja komast aftur inn á fasteignamarkaðinn. Þannig verður auðveldara fyrir alla að eignast íbúðarhúsnæði og stuðla þannig að fjárhagslegu sjálfstæði til lengri tíma. Einstaklingum ber nú almennt að greiða 0,8% stimpilgjald vegna kaupa á íbúðarhúsnæði en þó er veittur helmingsafsláttur þegar um fyrstu kaup er að ræða. Hlutfallið sjálft, 0,8%, er vissulega ekki hátt í stóra samhenginu. Fyrir einstakling sem tekur 25 milljóna króna lán nemur stimpilgjaldið 200 þúsund krónum svo tekið sé dæmi. Það er ekkert sem réttlætir þennan aukaskatt, sem hleypur á hundruðum þúsunda. Gjaldið er með öllu óþarft en fyrst og fremst ósanngjarnt. Verði frumvarpið að lögum mun gjaldið falla alfarið niður vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og undanþágan verður ekki bundin við fyrstu kaup. Stimpilgjald leiðir til hærra fasteignaverðs, dregur úr framboði og rýrir hlut kaupenda og seljenda. Það má ætla að afnám stimpilgjalds byggi undir heilbrigðari verðmyndun á húsnæðismarkaði. Ætla má að ríkið verði af um milljarði króna í tekjur falli gjaldið niður. Hér er því um beina skattalækkun að ræða. Að því sögðu má ítreka að stjórnmálamenn geta ekki og mega ekki horfa á hlutina eingöngu frá sjónarhorni ríkisins. Þeir eru til sem súpa hveljur yfir „tekjumissi“ ríkisins þegar hugmyndir um skattalækkanir eru lagðar fram. En stjórnmálamenn eru ekki kjörnir til að gæta hagsmuna ríkisins öllum stundum, heldur hagsmuna almennings. Stimpilgjaldið er tekið úr vösum almennings og fyrir meginþorra almennings skipta þessar upphæðir verulegu máli. Það er aldrei óábyrgt að horfa á hlutina út frá sjónarhorni skattgreiðandans. Í þessu tilviki aðallega ungs fólks sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég mun, hér eftir sem hingað til, beita mér fyrir hagsmunum þeirra. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn eiga að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði og öryggi einstaklinga og fjölskyldna. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að hvetja ungt fólk til stíga skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði og að stuðla með því að fjölskyldur geti staðið á eigin fótum. Fjárhagslegt sjálfstæði til lengri tíma eykur öryggistilfinningu almennings og tryggir að einstaklingar og fjölskyldur eiga ekki allt sitt undir duttlungum og geðþótta stjórnmálamanna. Hið opinbera getur, án mikils tilkostnaðar eða beinna styrkja, komið til móts við almenning vegna fasteignakaupa með því að fella niður stimpilgjald af lánum. Stimpilgjaldið er ekkert annað en aukaskattur og kemur harðast niður á ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði með íbúðakaupum. Ég hef lagt fram frumvarp þess efnis að stimpilgjaldið verði fellt niður og mun gera það aftur að kosningum loknum. Nái frumvarpið fram að ganga mun það einfalda kerfið og minnka kostnað vegna íbúðarkaupa svo um munar. Frumvarpið nýtist jafnt þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þeim sem vilja komast aftur inn á fasteignamarkaðinn. Þannig verður auðveldara fyrir alla að eignast íbúðarhúsnæði og stuðla þannig að fjárhagslegu sjálfstæði til lengri tíma. Einstaklingum ber nú almennt að greiða 0,8% stimpilgjald vegna kaupa á íbúðarhúsnæði en þó er veittur helmingsafsláttur þegar um fyrstu kaup er að ræða. Hlutfallið sjálft, 0,8%, er vissulega ekki hátt í stóra samhenginu. Fyrir einstakling sem tekur 25 milljóna króna lán nemur stimpilgjaldið 200 þúsund krónum svo tekið sé dæmi. Það er ekkert sem réttlætir þennan aukaskatt, sem hleypur á hundruðum þúsunda. Gjaldið er með öllu óþarft en fyrst og fremst ósanngjarnt. Verði frumvarpið að lögum mun gjaldið falla alfarið niður vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og undanþágan verður ekki bundin við fyrstu kaup. Stimpilgjald leiðir til hærra fasteignaverðs, dregur úr framboði og rýrir hlut kaupenda og seljenda. Það má ætla að afnám stimpilgjalds byggi undir heilbrigðari verðmyndun á húsnæðismarkaði. Ætla má að ríkið verði af um milljarði króna í tekjur falli gjaldið niður. Hér er því um beina skattalækkun að ræða. Að því sögðu má ítreka að stjórnmálamenn geta ekki og mega ekki horfa á hlutina eingöngu frá sjónarhorni ríkisins. Þeir eru til sem súpa hveljur yfir „tekjumissi“ ríkisins þegar hugmyndir um skattalækkanir eru lagðar fram. En stjórnmálamenn eru ekki kjörnir til að gæta hagsmuna ríkisins öllum stundum, heldur hagsmuna almennings. Stimpilgjaldið er tekið úr vösum almennings og fyrir meginþorra almennings skipta þessar upphæðir verulegu máli. Það er aldrei óábyrgt að horfa á hlutina út frá sjónarhorni skattgreiðandans. Í þessu tilviki aðallega ungs fólks sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég mun, hér eftir sem hingað til, beita mér fyrir hagsmunum þeirra. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun