Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2017 22:30 Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sagður hafa ráðið öflugt teymi lögfræðinga vegna fréttar sem sem New York Time og New Yorker eru með í vinnslu. Greint er frá því á vef Variety að fréttin sem fjölmiðlarnir vinna að snúist um ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. Variety segir Weinstein hafa ráðið stjörnulögmanninn David Boies ásamt lögfræðingunum Lisu Bloom og Charles Harder til að reyna að hrekja þessar ásakanir. Í frétt Variety er rannsóknarblaðamaðurinn Jodi Kantor, sem hefur skrifað um slæmar vinnuaðstæður hjá Amazon fyrirtækinu, sögð vinna að þessari frétt fyrir New York Times ásamt Megan Twohey, sem skrifaði um umdeilda vinnu Weinstein fyrir alnæmisgóðgerðasamtökin amfAR. Ronan Farrow, sem var áður hjá MSNBC, er sagður vinna að fréttinni fyrir New Yorker. Variety segir að fréttin gæti mögulega birst í þessari viku. Í samtali við Variety segir Weinstein ekki hafa upplýsingar um þetta mál. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um, í fullri hreinskilni,“ svaraði Weinstein í stuttu viðtali við fjölmiðilinn. Weinstein er einnig sagður hafa reynt að fá Lanny Davis til liðs viðs sig, sem var sérlegur ráðgjafi Bill Clinton þegar hann gegndi embætti forseta Bandaríkjanna, til að ráðleggja honum um næstu stig máls. Þá er Weinstein jafnframt sagður hafa sett sig í samband við nokkur almannatengslafyrirtæki sem sérhæfa sig í krísustjórnun. Harvey Weinstein er stofnandi The Weinstein Company ásamt bróður sínum Bob, en fyrirtækið hefur framleitt Óskarsverðlaunamyndir á borð við The Artist, The Kings Speech og stórmyndir á borð við Silver Linings Playbook og Django Unchained. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sagður hafa ráðið öflugt teymi lögfræðinga vegna fréttar sem sem New York Time og New Yorker eru með í vinnslu. Greint er frá því á vef Variety að fréttin sem fjölmiðlarnir vinna að snúist um ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. Variety segir Weinstein hafa ráðið stjörnulögmanninn David Boies ásamt lögfræðingunum Lisu Bloom og Charles Harder til að reyna að hrekja þessar ásakanir. Í frétt Variety er rannsóknarblaðamaðurinn Jodi Kantor, sem hefur skrifað um slæmar vinnuaðstæður hjá Amazon fyrirtækinu, sögð vinna að þessari frétt fyrir New York Times ásamt Megan Twohey, sem skrifaði um umdeilda vinnu Weinstein fyrir alnæmisgóðgerðasamtökin amfAR. Ronan Farrow, sem var áður hjá MSNBC, er sagður vinna að fréttinni fyrir New Yorker. Variety segir að fréttin gæti mögulega birst í þessari viku. Í samtali við Variety segir Weinstein ekki hafa upplýsingar um þetta mál. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um, í fullri hreinskilni,“ svaraði Weinstein í stuttu viðtali við fjölmiðilinn. Weinstein er einnig sagður hafa reynt að fá Lanny Davis til liðs viðs sig, sem var sérlegur ráðgjafi Bill Clinton þegar hann gegndi embætti forseta Bandaríkjanna, til að ráðleggja honum um næstu stig máls. Þá er Weinstein jafnframt sagður hafa sett sig í samband við nokkur almannatengslafyrirtæki sem sérhæfa sig í krísustjórnun. Harvey Weinstein er stofnandi The Weinstein Company ásamt bróður sínum Bob, en fyrirtækið hefur framleitt Óskarsverðlaunamyndir á borð við The Artist, The Kings Speech og stórmyndir á borð við Silver Linings Playbook og Django Unchained.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira