Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Jónína Sigurðardóttir skrifar 6. október 2017 09:00 Sérhæfing einstaklinga í námi hefur áhrif á möguleika þeirra á framtíðarstarfi og hversu vel þeir eru undirbúnir þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. Við upphaf þessa skólaárs hóf ég nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem ber heitið Uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn. Ég varð alveg heilluð þegar ég sá að þetta nám væri í boði, nám sem gæfi mér færi á því að aðstoða börn og ungmenni sem taka þátt í áhættuhegðun og að ég fengi að vera hluti af hópi sem reynir að beina þeim á aðra braut. Að mínu mati er mjög mikilvægt að við sem samfélag gerum það sem í okkar valdi stendur til þess að grípa sem fyrst inn í hjá þessum hópi en það er því miður ekki raunin í dag. Inni á vef skólans segir meðal annars að námsleiðin sé ætluð þeim sem sjá fram á að starfa á vettvangi að uppbyggjandi starfi og inngripum í nærsamfélaginu og á stofnunum. Raunin er sú að þeir áfangar sem eru í boði á námsleiðinni endurspegla ekki þá sérhæfingu sem nemandi gerir ráð fyrir að fá þegar hann skráir sig í námið. Algengt er að áfangar séu samkenndir, það er að nemendur sem ekki eru að læra það sama sæki sömu áfanga. Í sjálfu sér er þetta ekki vitlaust og á vel við um áfanga á borð við aðferðafræði. Það er ekki boðlegt að nemendur þurfi að sitja áfanga sem tengjast þeirra námi ekki því það þarf að spara pening. Í náminu sem ég hyggst leggja fyrir mig eru algengt að áfangar séu samkenndir og oft miðaðir að einstaklingum sé sjá fyrir sér að starfa í skólum eða í menntakerfinu á einn eða annan hátt. Það sama átti við um áfanga sem ég tók í mínu grunnnámi, þar komu oftar en ekki gestafyrirlesarar sem héldu að nemendur áfanganna væru einungis í kennaranámi. Aukning er á að áfangar í Háskóla Íslands séu samkenndir. Samkennsla er vandamál sem stækkar stöðugt vegna undirfjármögnunar. Með aukinni samkennslu er hætta á að áfangar verði of þétt setnir eða að nemendur eigi ekki kost á að skrá sig í þá vegna fjöldatakmarkana. Fjöldatakmarkanir í áfanga heftir aðgang nemenda að námskeiðum og kemur í veg fyrir að þeir geti setið áfanga sem þeir hefðu annars viljað sitja og tengjast mögulega námi þeirra á einn eða annan hátt. Ég spyr mig hvort nemendur sem eru komnir lengra í námi fái þá forgang í þessa áfanga þar sem fjöldatakmarkanir eru settar enda fara líkur minnkandi á að þeir hafi kost á að taka þá því nær sem dregur að útskrift. Með auknu fjármagni til skólans væri hægt að ganga til aðgerða til þess að ganga úr skugga um að nemendur geti menntað sig í því sem þeir hafa áhuga og ástríðu fyrir. Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Sérhæfing einstaklinga í námi hefur áhrif á möguleika þeirra á framtíðarstarfi og hversu vel þeir eru undirbúnir þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. Við upphaf þessa skólaárs hóf ég nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem ber heitið Uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn. Ég varð alveg heilluð þegar ég sá að þetta nám væri í boði, nám sem gæfi mér færi á því að aðstoða börn og ungmenni sem taka þátt í áhættuhegðun og að ég fengi að vera hluti af hópi sem reynir að beina þeim á aðra braut. Að mínu mati er mjög mikilvægt að við sem samfélag gerum það sem í okkar valdi stendur til þess að grípa sem fyrst inn í hjá þessum hópi en það er því miður ekki raunin í dag. Inni á vef skólans segir meðal annars að námsleiðin sé ætluð þeim sem sjá fram á að starfa á vettvangi að uppbyggjandi starfi og inngripum í nærsamfélaginu og á stofnunum. Raunin er sú að þeir áfangar sem eru í boði á námsleiðinni endurspegla ekki þá sérhæfingu sem nemandi gerir ráð fyrir að fá þegar hann skráir sig í námið. Algengt er að áfangar séu samkenndir, það er að nemendur sem ekki eru að læra það sama sæki sömu áfanga. Í sjálfu sér er þetta ekki vitlaust og á vel við um áfanga á borð við aðferðafræði. Það er ekki boðlegt að nemendur þurfi að sitja áfanga sem tengjast þeirra námi ekki því það þarf að spara pening. Í náminu sem ég hyggst leggja fyrir mig eru algengt að áfangar séu samkenndir og oft miðaðir að einstaklingum sé sjá fyrir sér að starfa í skólum eða í menntakerfinu á einn eða annan hátt. Það sama átti við um áfanga sem ég tók í mínu grunnnámi, þar komu oftar en ekki gestafyrirlesarar sem héldu að nemendur áfanganna væru einungis í kennaranámi. Aukning er á að áfangar í Háskóla Íslands séu samkenndir. Samkennsla er vandamál sem stækkar stöðugt vegna undirfjármögnunar. Með aukinni samkennslu er hætta á að áfangar verði of þétt setnir eða að nemendur eigi ekki kost á að skrá sig í þá vegna fjöldatakmarkana. Fjöldatakmarkanir í áfanga heftir aðgang nemenda að námskeiðum og kemur í veg fyrir að þeir geti setið áfanga sem þeir hefðu annars viljað sitja og tengjast mögulega námi þeirra á einn eða annan hátt. Ég spyr mig hvort nemendur sem eru komnir lengra í námi fái þá forgang í þessa áfanga þar sem fjöldatakmarkanir eru settar enda fara líkur minnkandi á að þeir hafi kost á að taka þá því nær sem dregur að útskrift. Með auknu fjármagni til skólans væri hægt að ganga til aðgerða til þess að ganga úr skugga um að nemendur geti menntað sig í því sem þeir hafa áhuga og ástríðu fyrir. Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar