Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Jónína Sigurðardóttir skrifar 6. október 2017 09:00 Sérhæfing einstaklinga í námi hefur áhrif á möguleika þeirra á framtíðarstarfi og hversu vel þeir eru undirbúnir þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. Við upphaf þessa skólaárs hóf ég nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem ber heitið Uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn. Ég varð alveg heilluð þegar ég sá að þetta nám væri í boði, nám sem gæfi mér færi á því að aðstoða börn og ungmenni sem taka þátt í áhættuhegðun og að ég fengi að vera hluti af hópi sem reynir að beina þeim á aðra braut. Að mínu mati er mjög mikilvægt að við sem samfélag gerum það sem í okkar valdi stendur til þess að grípa sem fyrst inn í hjá þessum hópi en það er því miður ekki raunin í dag. Inni á vef skólans segir meðal annars að námsleiðin sé ætluð þeim sem sjá fram á að starfa á vettvangi að uppbyggjandi starfi og inngripum í nærsamfélaginu og á stofnunum. Raunin er sú að þeir áfangar sem eru í boði á námsleiðinni endurspegla ekki þá sérhæfingu sem nemandi gerir ráð fyrir að fá þegar hann skráir sig í námið. Algengt er að áfangar séu samkenndir, það er að nemendur sem ekki eru að læra það sama sæki sömu áfanga. Í sjálfu sér er þetta ekki vitlaust og á vel við um áfanga á borð við aðferðafræði. Það er ekki boðlegt að nemendur þurfi að sitja áfanga sem tengjast þeirra námi ekki því það þarf að spara pening. Í náminu sem ég hyggst leggja fyrir mig eru algengt að áfangar séu samkenndir og oft miðaðir að einstaklingum sé sjá fyrir sér að starfa í skólum eða í menntakerfinu á einn eða annan hátt. Það sama átti við um áfanga sem ég tók í mínu grunnnámi, þar komu oftar en ekki gestafyrirlesarar sem héldu að nemendur áfanganna væru einungis í kennaranámi. Aukning er á að áfangar í Háskóla Íslands séu samkenndir. Samkennsla er vandamál sem stækkar stöðugt vegna undirfjármögnunar. Með aukinni samkennslu er hætta á að áfangar verði of þétt setnir eða að nemendur eigi ekki kost á að skrá sig í þá vegna fjöldatakmarkana. Fjöldatakmarkanir í áfanga heftir aðgang nemenda að námskeiðum og kemur í veg fyrir að þeir geti setið áfanga sem þeir hefðu annars viljað sitja og tengjast mögulega námi þeirra á einn eða annan hátt. Ég spyr mig hvort nemendur sem eru komnir lengra í námi fái þá forgang í þessa áfanga þar sem fjöldatakmarkanir eru settar enda fara líkur minnkandi á að þeir hafi kost á að taka þá því nær sem dregur að útskrift. Með auknu fjármagni til skólans væri hægt að ganga til aðgerða til þess að ganga úr skugga um að nemendur geti menntað sig í því sem þeir hafa áhuga og ástríðu fyrir. Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sérhæfing einstaklinga í námi hefur áhrif á möguleika þeirra á framtíðarstarfi og hversu vel þeir eru undirbúnir þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. Við upphaf þessa skólaárs hóf ég nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem ber heitið Uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn. Ég varð alveg heilluð þegar ég sá að þetta nám væri í boði, nám sem gæfi mér færi á því að aðstoða börn og ungmenni sem taka þátt í áhættuhegðun og að ég fengi að vera hluti af hópi sem reynir að beina þeim á aðra braut. Að mínu mati er mjög mikilvægt að við sem samfélag gerum það sem í okkar valdi stendur til þess að grípa sem fyrst inn í hjá þessum hópi en það er því miður ekki raunin í dag. Inni á vef skólans segir meðal annars að námsleiðin sé ætluð þeim sem sjá fram á að starfa á vettvangi að uppbyggjandi starfi og inngripum í nærsamfélaginu og á stofnunum. Raunin er sú að þeir áfangar sem eru í boði á námsleiðinni endurspegla ekki þá sérhæfingu sem nemandi gerir ráð fyrir að fá þegar hann skráir sig í námið. Algengt er að áfangar séu samkenndir, það er að nemendur sem ekki eru að læra það sama sæki sömu áfanga. Í sjálfu sér er þetta ekki vitlaust og á vel við um áfanga á borð við aðferðafræði. Það er ekki boðlegt að nemendur þurfi að sitja áfanga sem tengjast þeirra námi ekki því það þarf að spara pening. Í náminu sem ég hyggst leggja fyrir mig eru algengt að áfangar séu samkenndir og oft miðaðir að einstaklingum sé sjá fyrir sér að starfa í skólum eða í menntakerfinu á einn eða annan hátt. Það sama átti við um áfanga sem ég tók í mínu grunnnámi, þar komu oftar en ekki gestafyrirlesarar sem héldu að nemendur áfanganna væru einungis í kennaranámi. Aukning er á að áfangar í Háskóla Íslands séu samkenndir. Samkennsla er vandamál sem stækkar stöðugt vegna undirfjármögnunar. Með aukinni samkennslu er hætta á að áfangar verði of þétt setnir eða að nemendur eigi ekki kost á að skrá sig í þá vegna fjöldatakmarkana. Fjöldatakmarkanir í áfanga heftir aðgang nemenda að námskeiðum og kemur í veg fyrir að þeir geti setið áfanga sem þeir hefðu annars viljað sitja og tengjast mögulega námi þeirra á einn eða annan hátt. Ég spyr mig hvort nemendur sem eru komnir lengra í námi fái þá forgang í þessa áfanga þar sem fjöldatakmarkanir eru settar enda fara líkur minnkandi á að þeir hafi kost á að taka þá því nær sem dregur að útskrift. Með auknu fjármagni til skólans væri hægt að ganga til aðgerða til þess að ganga úr skugga um að nemendur geti menntað sig í því sem þeir hafa áhuga og ástríðu fyrir. Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun