Lágmarksútbreiðsla hafíssins sú áttunda minnsta í sögunni Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2017 16:24 Hafísinn á norðurskautinu 13. september. Gula línan sýnir meðal lágmarksútbreiðslu hans 1981 til 2010. NASA's Scientific Visualization Studio/Helen-Nicole Kostis Mælingar á hafísnum á norðurskautinu benda til þess að hann hafi náð lágmarki eftir sumarbráðnunina í síðustu viku. Lágmarksútbreiðsla hans var þá sú áttunda minnsta frá því að mælingar hófust. Hafísinn þakti 4,64 milljónir ferkílómetra 13. september samkvæmt mælingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna. Útbreiðslan hefur aðeins sjö sinnum verið minni frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1978. Árið í fyrra var eitt þriggja verstu áranna fyrir hafísinn. Þá blésu öflugir sumarstormar sem hröðuðu bráðnun ísbreiðunnar. Slíkir stormar hefðu ekki haft eins mikil áhrif á hafísinn á árum áður þar sem hann var þykkari og breiddi úr sér yfir stærra svæði.Áratugir bráðnunar halda ísnum í lágmarkiSumarið í hefur ekki verið óvenjuhlýtt á norðurskautinu og sum svæði voru jafnvel svalari en venjulega. Þrátt fyrir það er lágmarksútbreiðsla hafíssins nú 1,58 milljónum ferkílómetrum undir meðaltali hennar á tímabilinu 1981 til 2010. „Veðuraðstæður hafa ekki verið sérlega eftirtektarverðar í sumar. Sú staðreynd að við skulum samt hafa endað með litla lágmarksútbreiðslu er vegna þess að grunnstaða íssins nú er verri en hún var fyrir 38 árum,“ segir Claire Parkinson, loftslagsvísindamaður við Goddard-geimstöð NASA í frétt á vefsíðu stofnunarinnar. Tap hafíssins endurspeglar hnattræna hlýnun sem á sér stað á jörðinni. Það magnar hins vegar einnig þá hlýnun sem er að verða vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Skjannahvítur ísinn endurvarpar geislun sólar aftur út í geim hefur þannig áhrif til kólnunar á loftslag jarðar. Þegar ísinn víkur aftur á móti fyrir dökkum sjó sem drekkur í sig varma sólargeislanna eykst hlýnun jarðar. Bráðnun hafíssins er þannig bæði afleiðing og hluti af orsök hnattrænnar hlýnunar.Myndbandið hér fyrir neðan sýnir hvernig útbreiðsla hafíssin á norðurskautinu hefur þróast í sumar. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Mælingar á hafísnum á norðurskautinu benda til þess að hann hafi náð lágmarki eftir sumarbráðnunina í síðustu viku. Lágmarksútbreiðsla hans var þá sú áttunda minnsta frá því að mælingar hófust. Hafísinn þakti 4,64 milljónir ferkílómetra 13. september samkvæmt mælingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna. Útbreiðslan hefur aðeins sjö sinnum verið minni frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1978. Árið í fyrra var eitt þriggja verstu áranna fyrir hafísinn. Þá blésu öflugir sumarstormar sem hröðuðu bráðnun ísbreiðunnar. Slíkir stormar hefðu ekki haft eins mikil áhrif á hafísinn á árum áður þar sem hann var þykkari og breiddi úr sér yfir stærra svæði.Áratugir bráðnunar halda ísnum í lágmarkiSumarið í hefur ekki verið óvenjuhlýtt á norðurskautinu og sum svæði voru jafnvel svalari en venjulega. Þrátt fyrir það er lágmarksútbreiðsla hafíssins nú 1,58 milljónum ferkílómetrum undir meðaltali hennar á tímabilinu 1981 til 2010. „Veðuraðstæður hafa ekki verið sérlega eftirtektarverðar í sumar. Sú staðreynd að við skulum samt hafa endað með litla lágmarksútbreiðslu er vegna þess að grunnstaða íssins nú er verri en hún var fyrir 38 árum,“ segir Claire Parkinson, loftslagsvísindamaður við Goddard-geimstöð NASA í frétt á vefsíðu stofnunarinnar. Tap hafíssins endurspeglar hnattræna hlýnun sem á sér stað á jörðinni. Það magnar hins vegar einnig þá hlýnun sem er að verða vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Skjannahvítur ísinn endurvarpar geislun sólar aftur út í geim hefur þannig áhrif til kólnunar á loftslag jarðar. Þegar ísinn víkur aftur á móti fyrir dökkum sjó sem drekkur í sig varma sólargeislanna eykst hlýnun jarðar. Bráðnun hafíssins er þannig bæði afleiðing og hluti af orsök hnattrænnar hlýnunar.Myndbandið hér fyrir neðan sýnir hvernig útbreiðsla hafíssin á norðurskautinu hefur þróast í sumar.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46
Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04