Moskva bíður eftir Manchester United Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. september 2017 06:00 Það var létt yfir Mourinho á fundinum í gær. vísir/getty Manchester United á góðar minningar frá Moskvu. Þar varð félagið Meistaradeildarmeistari árið 2008 eftir dramatískan úrslitaleik gegn Chelsea þar sem úrslit réðust ekki fyrr en eftir vítaspyrnukeppni. Það eru engin slík verðlaun í boði í kvöld er liðið sækir CSKA Moskvu heim í A-riðli Meistaradeildarinnar. Þetta er toppslagur í riðlinum enda unnu bæði lið sína leiki í fyrstu umferð. Man. Utd lagði Basel á heimavelli á meðan CSKA sótti sterkan útisigur gegn Benfica í Portúgal. Þetta er í þriðja sinn sem þessi lið lenda saman í riðli í Meistaradeildinni og CSKA hefur aldrei náð að vinna. Liðin hafa þó tvisvar gert jafntefli í fjórum leikjum. Í Moskvu fór 0-1 fyrir United en árið 2015 gerðu liðin 1-1 jafntefli. Man. Utd verður án Paul Pogba, Marouane Fellaini og Michael Carrick en þeir eru allir meiddir. Allt miðjumenn og munar um minna. „Við eigum ekki margar lausnir en munum reyna að setja saman lið fyrir þennan leik sem hefur gæði og jafnvægi. Takmarkið er alltaf að sækja til sigurs,“ segir Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, en hann segist eiga eftir að sakna Fellaini sérstaklega mikið en hann meiddist í leiknum gegn Southampton á dögunum. „Hann var heppinn að meiðast ekki verr en ella. Hann hefði getað verið lengur frá en ég reikna ekki með honum næstu vikurnar.“ Margir bíða slefandi af spennu fyrir leik PSG og Bayern en þar fær franska ofurliðið loksins verðugan andstæðing í vetur. Lið PSG var mjög gott en viðbótin með Neymar og Kylian Mbappé gerir liðið auðvitað stórkostlegt. Joshua Kimmich, varnarmaður Bayern, bíður mjög spenntur eftir því að fá tækifæri til þess að glíma við Neymar. „Ég er ekkert hræddur við að mæta Neymar. Bara spenntur. Neymar er sá besti í heiminum einn á einn þannig að það verður einstaklega gaman að glíma við hann,“ sagði Þjóðverjinn brattur. „Maður æfir alla daga fyrir svona leiki. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta.“ Þessi lið munu klárlega berjast um toppsætið í þessum riðli en PSG valtaði yfir Celtic í fyrstu umferð, 5-0, á meðan Bayern vann sannfærandi 3-0 sigur á Anderlecht. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Manchester United á góðar minningar frá Moskvu. Þar varð félagið Meistaradeildarmeistari árið 2008 eftir dramatískan úrslitaleik gegn Chelsea þar sem úrslit réðust ekki fyrr en eftir vítaspyrnukeppni. Það eru engin slík verðlaun í boði í kvöld er liðið sækir CSKA Moskvu heim í A-riðli Meistaradeildarinnar. Þetta er toppslagur í riðlinum enda unnu bæði lið sína leiki í fyrstu umferð. Man. Utd lagði Basel á heimavelli á meðan CSKA sótti sterkan útisigur gegn Benfica í Portúgal. Þetta er í þriðja sinn sem þessi lið lenda saman í riðli í Meistaradeildinni og CSKA hefur aldrei náð að vinna. Liðin hafa þó tvisvar gert jafntefli í fjórum leikjum. Í Moskvu fór 0-1 fyrir United en árið 2015 gerðu liðin 1-1 jafntefli. Man. Utd verður án Paul Pogba, Marouane Fellaini og Michael Carrick en þeir eru allir meiddir. Allt miðjumenn og munar um minna. „Við eigum ekki margar lausnir en munum reyna að setja saman lið fyrir þennan leik sem hefur gæði og jafnvægi. Takmarkið er alltaf að sækja til sigurs,“ segir Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, en hann segist eiga eftir að sakna Fellaini sérstaklega mikið en hann meiddist í leiknum gegn Southampton á dögunum. „Hann var heppinn að meiðast ekki verr en ella. Hann hefði getað verið lengur frá en ég reikna ekki með honum næstu vikurnar.“ Margir bíða slefandi af spennu fyrir leik PSG og Bayern en þar fær franska ofurliðið loksins verðugan andstæðing í vetur. Lið PSG var mjög gott en viðbótin með Neymar og Kylian Mbappé gerir liðið auðvitað stórkostlegt. Joshua Kimmich, varnarmaður Bayern, bíður mjög spenntur eftir því að fá tækifæri til þess að glíma við Neymar. „Ég er ekkert hræddur við að mæta Neymar. Bara spenntur. Neymar er sá besti í heiminum einn á einn þannig að það verður einstaklega gaman að glíma við hann,“ sagði Þjóðverjinn brattur. „Maður æfir alla daga fyrir svona leiki. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta.“ Þessi lið munu klárlega berjast um toppsætið í þessum riðli en PSG valtaði yfir Celtic í fyrstu umferð, 5-0, á meðan Bayern vann sannfærandi 3-0 sigur á Anderlecht.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira