Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2017 12:15 Roy Moore er einkar umdeildur maður. Vísir/AFP Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu í gær þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Flokksforystan og Donald Trump, forseti, höfðu lýst yfir stuðningi við mótframbjóðanda Moore í Alabama, Luther Strange og hafði flokkurinn lagt mikið fé í kosningasjóð hans. Moore hefur verið harðorður í garð forystu Repúblikanaflokksins og hafa greinendur gengið svo langt að tala um að útlit sé fyrir einhvers konar borgarastyrjöld innan flokksins. Auk þess að varpa ljósi á deilur innan flokksins hefur kosningin einnig varpað ljósi á deilur innan búða Trump, en Moore naut stuðnings Stephen Bannon og Ben Carson.Eftir að niðurstaðan varð ljós lýsti Trump þó yfir stuðningi við Moore og virðist sem að minnst þremur tístum forsetans, þar sem hann lýsir yfir stuðningi við Strange, hafi verið eytt.Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, lýsti einnig yfir stuðningi við Moore, sem hefur þó gagnrýnt McConnell harðlega og sagt að hann eigi að stíga til hliðar.Líklegur á þing Moore sagði í sigurræðu sinni að hann myndi styðja við bakið á Trump, þó með nokkrum fyrirvörum. Þá sagði hann mótmæli vera að draga þjóðina niður og valda deilum. Moore sagði alla vera skapaða í ímynd guðs og að Bandaríkin hefðu snúist frá hinni kristnu trú. Hann vildi breyta því aftur. Kosið verður um öldungadeildarsætið í desember og þykir líklegt að Moore muni bera sigur úr býtum. Íbúar Alabama hafa ekki kosið demókrata á þing í meira en 25 ár.Moore, sem þykir einkar umdeildur hefur tvisvar sinnum setið í æðsta embætti dómara í Alabama og hefur tvisvar sinnum verið vikið úr því sæti. Í fyrra skiptið eftir að hann neitað að láta fjarlægja stóran minnisvarða um boðorðin tíu úr dómshúsinu. Hann hafði verið kosinn í embættið með því loforði að setja minnisvarðann upp og lýsti því yfir þegar hann sór embættiseið sinn árið 2001 að „lög Guðs“ yrðu metin í dómssal hans.Í seinna skiptið neitaði hann að framfylgja úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna um lögleiðingu hjónabanda samkynja para eftir að hann var aftur kosinn í embætti árið 2012. Þá vitnaði hann einnig til biblíunnar. Hann hefur borið samkynhneigð saman við kynmök manns við dýr.Nauðsynlegt að vernda börn gegn samkynhneigð Árið 2002 skrifaði hann í dómsorðum sínum varðandi forræðismál að móðir barnsins væri óhæf til að annast það þar sem hún væri í sambandi með annarri konu. Hann sagði samkynhneigð vera illsku sem nauðsynlegt væri að verja börn gegn. Árið 2012 hélt hann því svo fram að samkynhneigð myndi leiða til endaloka Bandaríkjanna.Roy Moore ólst upp í töluverðri fátækt í Alabama og þjónaði í Víetnam stríðinu í herlögreglunni. Hann hefur einnig keppt í sparkboxi og jafnvel stundað ljóðaskrif. Eitt af ljóðum hans ber nafnið: „America the Beautiful“. Það ljóð fjallar um, eins og nafnið gefur til kynna, hina fallegu Ameríku. Hins vegar segir Moore að hún sé ekki lengur falleg og að gott sé að pílagrímarnir séu ekki lifandi til að sjá ástandið. Að börnum sé kastað í ruslagáma og að hver sem er geti fengið fóstureyðingu þegar honum sýnist. Þá segir hann hið bandaríska hús vera byggt á sandi. Hin fallega Ameríka.Spoke to Roy Moore of Alabama last night for the first time. Sounds like a really great guy who ran a fantastic race. He will help to #MAGA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 27, 2017 Kosning Moore mun líklega ekki eingöngu skapa vandræði fyrir forsvarsmenn Repúblikanaflokksins, heldur sjá demókratar tækifæri í að stela þingsætum sem þeir hafa áður ekki talið sig eiga séns í, með auknum klofningi meðal repúblikana. Þegar Stephen Bannon kynnti Moore á svið í gærkvöldi, eftir sigur hans, sagði Bannon að hann liti á sigurinn sem upphaf „byltingar“ innan floksins. „Þið munið sjá í ríki, eftir ríki, eftir ríki, að fólk sem fylgir dæmi Moore þurfa ekki að safna peningum frá elítunni, frá pilsfaldakapítalistum, frá feitum köttum Washington DC,“ sagði Bannon. Hann sagði sigur Moore snúast um hvort Bandaríkjunum væri í raun stjórnað af fólkinu eða peningum. „Alabama svaraði fólkinu í dag.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu í gær þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Flokksforystan og Donald Trump, forseti, höfðu lýst yfir stuðningi við mótframbjóðanda Moore í Alabama, Luther Strange og hafði flokkurinn lagt mikið fé í kosningasjóð hans. Moore hefur verið harðorður í garð forystu Repúblikanaflokksins og hafa greinendur gengið svo langt að tala um að útlit sé fyrir einhvers konar borgarastyrjöld innan flokksins. Auk þess að varpa ljósi á deilur innan flokksins hefur kosningin einnig varpað ljósi á deilur innan búða Trump, en Moore naut stuðnings Stephen Bannon og Ben Carson.Eftir að niðurstaðan varð ljós lýsti Trump þó yfir stuðningi við Moore og virðist sem að minnst þremur tístum forsetans, þar sem hann lýsir yfir stuðningi við Strange, hafi verið eytt.Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, lýsti einnig yfir stuðningi við Moore, sem hefur þó gagnrýnt McConnell harðlega og sagt að hann eigi að stíga til hliðar.Líklegur á þing Moore sagði í sigurræðu sinni að hann myndi styðja við bakið á Trump, þó með nokkrum fyrirvörum. Þá sagði hann mótmæli vera að draga þjóðina niður og valda deilum. Moore sagði alla vera skapaða í ímynd guðs og að Bandaríkin hefðu snúist frá hinni kristnu trú. Hann vildi breyta því aftur. Kosið verður um öldungadeildarsætið í desember og þykir líklegt að Moore muni bera sigur úr býtum. Íbúar Alabama hafa ekki kosið demókrata á þing í meira en 25 ár.Moore, sem þykir einkar umdeildur hefur tvisvar sinnum setið í æðsta embætti dómara í Alabama og hefur tvisvar sinnum verið vikið úr því sæti. Í fyrra skiptið eftir að hann neitað að láta fjarlægja stóran minnisvarða um boðorðin tíu úr dómshúsinu. Hann hafði verið kosinn í embættið með því loforði að setja minnisvarðann upp og lýsti því yfir þegar hann sór embættiseið sinn árið 2001 að „lög Guðs“ yrðu metin í dómssal hans.Í seinna skiptið neitaði hann að framfylgja úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna um lögleiðingu hjónabanda samkynja para eftir að hann var aftur kosinn í embætti árið 2012. Þá vitnaði hann einnig til biblíunnar. Hann hefur borið samkynhneigð saman við kynmök manns við dýr.Nauðsynlegt að vernda börn gegn samkynhneigð Árið 2002 skrifaði hann í dómsorðum sínum varðandi forræðismál að móðir barnsins væri óhæf til að annast það þar sem hún væri í sambandi með annarri konu. Hann sagði samkynhneigð vera illsku sem nauðsynlegt væri að verja börn gegn. Árið 2012 hélt hann því svo fram að samkynhneigð myndi leiða til endaloka Bandaríkjanna.Roy Moore ólst upp í töluverðri fátækt í Alabama og þjónaði í Víetnam stríðinu í herlögreglunni. Hann hefur einnig keppt í sparkboxi og jafnvel stundað ljóðaskrif. Eitt af ljóðum hans ber nafnið: „America the Beautiful“. Það ljóð fjallar um, eins og nafnið gefur til kynna, hina fallegu Ameríku. Hins vegar segir Moore að hún sé ekki lengur falleg og að gott sé að pílagrímarnir séu ekki lifandi til að sjá ástandið. Að börnum sé kastað í ruslagáma og að hver sem er geti fengið fóstureyðingu þegar honum sýnist. Þá segir hann hið bandaríska hús vera byggt á sandi. Hin fallega Ameríka.Spoke to Roy Moore of Alabama last night for the first time. Sounds like a really great guy who ran a fantastic race. He will help to #MAGA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 27, 2017 Kosning Moore mun líklega ekki eingöngu skapa vandræði fyrir forsvarsmenn Repúblikanaflokksins, heldur sjá demókratar tækifæri í að stela þingsætum sem þeir hafa áður ekki talið sig eiga séns í, með auknum klofningi meðal repúblikana. Þegar Stephen Bannon kynnti Moore á svið í gærkvöldi, eftir sigur hans, sagði Bannon að hann liti á sigurinn sem upphaf „byltingar“ innan floksins. „Þið munið sjá í ríki, eftir ríki, eftir ríki, að fólk sem fylgir dæmi Moore þurfa ekki að safna peningum frá elítunni, frá pilsfaldakapítalistum, frá feitum köttum Washington DC,“ sagði Bannon. Hann sagði sigur Moore snúast um hvort Bandaríkjunum væri í raun stjórnað af fólkinu eða peningum. „Alabama svaraði fólkinu í dag.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira