Styttri vinnuvika – eitt mikilvægasta efnahagsmál næstu missera Guðríður Arnardóttir skrifar 27. september 2017 17:17 Tilraunaverkefni BSRB og Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku hefur staðið yfir frá árinu 2015. Vorið 2017 var sambærilegu verkefni ýtt úr vör í samstarfi við ríkið. Rannsakað er m.a. hver áhrif styttingar vinnutímans eru á gæði og hagkvæmni þjónustu sem vinnustaðirnir veita, auk áhrifa á vellíðan starfsmanna og starfsanda. Sambærilegar mælingar voru gerðar á vinnustöðum þar sem vinnuvikan var höfð óbreytt til að fá samanburð. Niðurstöður tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar hafa að öllu leyti verið jákvæðar. Styttri vinnuvika bætir andlega og líkamlega líðan starfsmanna, skammtímaveikindi lækka og starfsánægja eykst. Vinnuvika Íslendinga er umtalsvert lengri en þekkist hjá frændþjóðum okkar og eru Íslendingar nærri toppnum með lengsta vinnuviku í Evrópu. Íslendingar þurfa að vinna meira en aðrir Norðurlandabúar til að afla álíkra efnahagslegra lífskjara, minni ávinningur er af hverri vinnustund sem leiðir til lakari lífskjara þar sem frítími er styttri. Venjulegur og hefðbundinn vinnudagur í Svíþjóð, og annars staðar á Norðurlöndunum, er sjö tímar. Þetta er eitt af megineinkennum hinna norrænu velferðaríkja, að hafa stutta vinnuviku. Höfuðtilgangurinn er velferð hinna vinnandi stétta, svo að fólk geti betur sinnt fjölskyldum sínum og þurfi ekki að slíta sér út í vinnu. En þetta fyrirkomulag hefur ekki síður komið sér vel fyrir atvinnurekendur; vinnuframleiðni og hagkvæmni hefur nefnilega aukist. Fólk gerir jafnmikið og stundum meira í vinnunni á sjö tímum en tíu. Minna er um skrepp, veikindi, frí, hangs og langa matartíma. Hver einstaklingur sem er frá vinnu kostar samfélagið og einstaklingur sem fer á örorku í kjölfar kulnunar í starfi eða langvarandi streitu verður ekki bara af ævitekjum það sem eftir er, heldur er það kostnaður fyrir samfélagið að framfleyta viðkomandi. Og á meðan ekkert hefur þokast áleiðis til styttri vinnuviku frá árinu 1971 eru nágrannaþjóðir okkar að stíga enn frekari skref í þá átt. Nú eru fjölmörg fyrirtæki í Svíþjóð að færa sig yfir í 6 klukkustunda vinnudag og freista þess þannig að auka framlegð starfsfólks á vinnutíma samhliða aukinni starfsánægju. Það er ekki verjandi annað en Samtök atvinnulífsins og launþegar í landinu taki höndum saman og stytti vinnuvikuna og auki þannig framlegð, þjóðartekjur og lífsgæði þjóðarinnar. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Tilraunaverkefni BSRB og Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku hefur staðið yfir frá árinu 2015. Vorið 2017 var sambærilegu verkefni ýtt úr vör í samstarfi við ríkið. Rannsakað er m.a. hver áhrif styttingar vinnutímans eru á gæði og hagkvæmni þjónustu sem vinnustaðirnir veita, auk áhrifa á vellíðan starfsmanna og starfsanda. Sambærilegar mælingar voru gerðar á vinnustöðum þar sem vinnuvikan var höfð óbreytt til að fá samanburð. Niðurstöður tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar hafa að öllu leyti verið jákvæðar. Styttri vinnuvika bætir andlega og líkamlega líðan starfsmanna, skammtímaveikindi lækka og starfsánægja eykst. Vinnuvika Íslendinga er umtalsvert lengri en þekkist hjá frændþjóðum okkar og eru Íslendingar nærri toppnum með lengsta vinnuviku í Evrópu. Íslendingar þurfa að vinna meira en aðrir Norðurlandabúar til að afla álíkra efnahagslegra lífskjara, minni ávinningur er af hverri vinnustund sem leiðir til lakari lífskjara þar sem frítími er styttri. Venjulegur og hefðbundinn vinnudagur í Svíþjóð, og annars staðar á Norðurlöndunum, er sjö tímar. Þetta er eitt af megineinkennum hinna norrænu velferðaríkja, að hafa stutta vinnuviku. Höfuðtilgangurinn er velferð hinna vinnandi stétta, svo að fólk geti betur sinnt fjölskyldum sínum og þurfi ekki að slíta sér út í vinnu. En þetta fyrirkomulag hefur ekki síður komið sér vel fyrir atvinnurekendur; vinnuframleiðni og hagkvæmni hefur nefnilega aukist. Fólk gerir jafnmikið og stundum meira í vinnunni á sjö tímum en tíu. Minna er um skrepp, veikindi, frí, hangs og langa matartíma. Hver einstaklingur sem er frá vinnu kostar samfélagið og einstaklingur sem fer á örorku í kjölfar kulnunar í starfi eða langvarandi streitu verður ekki bara af ævitekjum það sem eftir er, heldur er það kostnaður fyrir samfélagið að framfleyta viðkomandi. Og á meðan ekkert hefur þokast áleiðis til styttri vinnuviku frá árinu 1971 eru nágrannaþjóðir okkar að stíga enn frekari skref í þá átt. Nú eru fjölmörg fyrirtæki í Svíþjóð að færa sig yfir í 6 klukkustunda vinnudag og freista þess þannig að auka framlegð starfsfólks á vinnutíma samhliða aukinni starfsánægju. Það er ekki verjandi annað en Samtök atvinnulífsins og launþegar í landinu taki höndum saman og stytti vinnuvikuna og auki þannig framlegð, þjóðartekjur og lífsgæði þjóðarinnar. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar