Bráðnun jökla ógnar drykkjarvatni milljóna manna Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2017 11:08 Hundruð milljóna manna reiða sig á drykkjarvatn úr fljótum eins og Ganges sem eiga upptök sín í fjöllum Asíu. Vísir/AFP Spár gera ráð fyrir að jöklar í fjöllum Asíu skreppi saman um þriðjung fyrir lok aldarinnar vegna hnattrænnar hlýnunar. Hvarf jöklanna ógnar milljónum Asíubúa sem reiða sig á ferskvatn frá þeim. Jöklar í fjallgörðum Asíu eru stærsti forði ferskvatns á jörðinni fyrir utan heimsskautin tvö. Þeir sjá nokkrum stærstu fljótum jarðar fyrir vatni, þar á meðal Ganges, Indus og Brahmaputra sem hundruð milljóna manna reiða sig á. Í nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í síðustu viku kemur fram að jafnvel þó að miðað sé við að jarðarbúum takist á einhvern hátt að halda hlýnun innan við 1,5°C muni asísku jöklarnir missa um 36% massa síns fyrir 2100.Massatapið enn meira með meiri hlýnunMarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun innan við 2°C miðað við fyrir iðnbyltinguna og innan við 1,5°C ef mögulegt er. Miðað við núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum stefnir þó í að hlýnunin verði mun meiri.Hættan á flóðum eykst eftir því sem bráðnun jökla ágerist. Þegar á líður mun þó draga úr rennsli jökuláa sem sjá milljónum fyrir drykkjarvatni.Vísir/AFPNái hlýnun jarðar 3,5°C, 4°C eða jafnvel 6°C munu jöklar Asíu missa 49%, 51% eða 65% massa síns fyrir aldarlok. „Jafnvel þó að hitastigið jafnist út við núverandi gildi mun massatapið halda áfram um ókomna áratugi,“ segja vísindamennirnir sem standa að rannsókninni, að því er kemur fram í umfjöllun The Guardian. Vatnsskortur er ekki eina hættan sem bráðnun jöklanna hefur í för með sér fyrir íbúa í skugga fjallanna. Hættan á kröftugum hlaupum í jökulánum eykst þegar þeir bráðna hraðar. Sú flóðahætta bætist ofan á þá sem skapast af meiri úrkomu úr öflugari stormum í hlýnandi heimi. Varað var við djúpstæðum áhrifum bráðnunar jökla á jörðinni í annarri rannsókn sem birtist fyrr í þessum mánuði og tveir íslenskir fræðimenn áttu þátt í. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hop jöklanna gæti haft áhrif á lífríki við strendur Íslands Rennsli í jökulám raskast þegar jöklar hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar munu hafa djúpstæð áhrif á lífríki og samfélög manna. 6. september 2017 15:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Spár gera ráð fyrir að jöklar í fjöllum Asíu skreppi saman um þriðjung fyrir lok aldarinnar vegna hnattrænnar hlýnunar. Hvarf jöklanna ógnar milljónum Asíubúa sem reiða sig á ferskvatn frá þeim. Jöklar í fjallgörðum Asíu eru stærsti forði ferskvatns á jörðinni fyrir utan heimsskautin tvö. Þeir sjá nokkrum stærstu fljótum jarðar fyrir vatni, þar á meðal Ganges, Indus og Brahmaputra sem hundruð milljóna manna reiða sig á. Í nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í síðustu viku kemur fram að jafnvel þó að miðað sé við að jarðarbúum takist á einhvern hátt að halda hlýnun innan við 1,5°C muni asísku jöklarnir missa um 36% massa síns fyrir 2100.Massatapið enn meira með meiri hlýnunMarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun innan við 2°C miðað við fyrir iðnbyltinguna og innan við 1,5°C ef mögulegt er. Miðað við núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum stefnir þó í að hlýnunin verði mun meiri.Hættan á flóðum eykst eftir því sem bráðnun jökla ágerist. Þegar á líður mun þó draga úr rennsli jökuláa sem sjá milljónum fyrir drykkjarvatni.Vísir/AFPNái hlýnun jarðar 3,5°C, 4°C eða jafnvel 6°C munu jöklar Asíu missa 49%, 51% eða 65% massa síns fyrir aldarlok. „Jafnvel þó að hitastigið jafnist út við núverandi gildi mun massatapið halda áfram um ókomna áratugi,“ segja vísindamennirnir sem standa að rannsókninni, að því er kemur fram í umfjöllun The Guardian. Vatnsskortur er ekki eina hættan sem bráðnun jöklanna hefur í för með sér fyrir íbúa í skugga fjallanna. Hættan á kröftugum hlaupum í jökulánum eykst þegar þeir bráðna hraðar. Sú flóðahætta bætist ofan á þá sem skapast af meiri úrkomu úr öflugari stormum í hlýnandi heimi. Varað var við djúpstæðum áhrifum bráðnunar jökla á jörðinni í annarri rannsókn sem birtist fyrr í þessum mánuði og tveir íslenskir fræðimenn áttu þátt í.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hop jöklanna gæti haft áhrif á lífríki við strendur Íslands Rennsli í jökulám raskast þegar jöklar hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar munu hafa djúpstæð áhrif á lífríki og samfélög manna. 6. september 2017 15:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Hop jöklanna gæti haft áhrif á lífríki við strendur Íslands Rennsli í jökulám raskast þegar jöklar hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar munu hafa djúpstæð áhrif á lífríki og samfélög manna. 6. september 2017 15:00