Bráðnun jökla ógnar drykkjarvatni milljóna manna Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2017 11:08 Hundruð milljóna manna reiða sig á drykkjarvatn úr fljótum eins og Ganges sem eiga upptök sín í fjöllum Asíu. Vísir/AFP Spár gera ráð fyrir að jöklar í fjöllum Asíu skreppi saman um þriðjung fyrir lok aldarinnar vegna hnattrænnar hlýnunar. Hvarf jöklanna ógnar milljónum Asíubúa sem reiða sig á ferskvatn frá þeim. Jöklar í fjallgörðum Asíu eru stærsti forði ferskvatns á jörðinni fyrir utan heimsskautin tvö. Þeir sjá nokkrum stærstu fljótum jarðar fyrir vatni, þar á meðal Ganges, Indus og Brahmaputra sem hundruð milljóna manna reiða sig á. Í nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í síðustu viku kemur fram að jafnvel þó að miðað sé við að jarðarbúum takist á einhvern hátt að halda hlýnun innan við 1,5°C muni asísku jöklarnir missa um 36% massa síns fyrir 2100.Massatapið enn meira með meiri hlýnunMarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun innan við 2°C miðað við fyrir iðnbyltinguna og innan við 1,5°C ef mögulegt er. Miðað við núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum stefnir þó í að hlýnunin verði mun meiri.Hættan á flóðum eykst eftir því sem bráðnun jökla ágerist. Þegar á líður mun þó draga úr rennsli jökuláa sem sjá milljónum fyrir drykkjarvatni.Vísir/AFPNái hlýnun jarðar 3,5°C, 4°C eða jafnvel 6°C munu jöklar Asíu missa 49%, 51% eða 65% massa síns fyrir aldarlok. „Jafnvel þó að hitastigið jafnist út við núverandi gildi mun massatapið halda áfram um ókomna áratugi,“ segja vísindamennirnir sem standa að rannsókninni, að því er kemur fram í umfjöllun The Guardian. Vatnsskortur er ekki eina hættan sem bráðnun jöklanna hefur í för með sér fyrir íbúa í skugga fjallanna. Hættan á kröftugum hlaupum í jökulánum eykst þegar þeir bráðna hraðar. Sú flóðahætta bætist ofan á þá sem skapast af meiri úrkomu úr öflugari stormum í hlýnandi heimi. Varað var við djúpstæðum áhrifum bráðnunar jökla á jörðinni í annarri rannsókn sem birtist fyrr í þessum mánuði og tveir íslenskir fræðimenn áttu þátt í. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hop jöklanna gæti haft áhrif á lífríki við strendur Íslands Rennsli í jökulám raskast þegar jöklar hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar munu hafa djúpstæð áhrif á lífríki og samfélög manna. 6. september 2017 15:00 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Spár gera ráð fyrir að jöklar í fjöllum Asíu skreppi saman um þriðjung fyrir lok aldarinnar vegna hnattrænnar hlýnunar. Hvarf jöklanna ógnar milljónum Asíubúa sem reiða sig á ferskvatn frá þeim. Jöklar í fjallgörðum Asíu eru stærsti forði ferskvatns á jörðinni fyrir utan heimsskautin tvö. Þeir sjá nokkrum stærstu fljótum jarðar fyrir vatni, þar á meðal Ganges, Indus og Brahmaputra sem hundruð milljóna manna reiða sig á. Í nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í síðustu viku kemur fram að jafnvel þó að miðað sé við að jarðarbúum takist á einhvern hátt að halda hlýnun innan við 1,5°C muni asísku jöklarnir missa um 36% massa síns fyrir 2100.Massatapið enn meira með meiri hlýnunMarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun innan við 2°C miðað við fyrir iðnbyltinguna og innan við 1,5°C ef mögulegt er. Miðað við núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum stefnir þó í að hlýnunin verði mun meiri.Hættan á flóðum eykst eftir því sem bráðnun jökla ágerist. Þegar á líður mun þó draga úr rennsli jökuláa sem sjá milljónum fyrir drykkjarvatni.Vísir/AFPNái hlýnun jarðar 3,5°C, 4°C eða jafnvel 6°C munu jöklar Asíu missa 49%, 51% eða 65% massa síns fyrir aldarlok. „Jafnvel þó að hitastigið jafnist út við núverandi gildi mun massatapið halda áfram um ókomna áratugi,“ segja vísindamennirnir sem standa að rannsókninni, að því er kemur fram í umfjöllun The Guardian. Vatnsskortur er ekki eina hættan sem bráðnun jöklanna hefur í för með sér fyrir íbúa í skugga fjallanna. Hættan á kröftugum hlaupum í jökulánum eykst þegar þeir bráðna hraðar. Sú flóðahætta bætist ofan á þá sem skapast af meiri úrkomu úr öflugari stormum í hlýnandi heimi. Varað var við djúpstæðum áhrifum bráðnunar jökla á jörðinni í annarri rannsókn sem birtist fyrr í þessum mánuði og tveir íslenskir fræðimenn áttu þátt í.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hop jöklanna gæti haft áhrif á lífríki við strendur Íslands Rennsli í jökulám raskast þegar jöklar hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar munu hafa djúpstæð áhrif á lífríki og samfélög manna. 6. september 2017 15:00 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Hop jöklanna gæti haft áhrif á lífríki við strendur Íslands Rennsli í jökulám raskast þegar jöklar hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar munu hafa djúpstæð áhrif á lífríki og samfélög manna. 6. september 2017 15:00