Ösku frá brennandi skógum rignir yfir Seattle Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2017 17:51 Loftgæði hafa verið lítil í Seattle vegna elda í Washington og víðar í sumar. Í byrjun ágúst lá þoka yfir borginni vegna elda sem brunnu í Bresku Kólumbíu norðan landamæranna að Kanada. Vísir/AFP Miklir skógar- og kjarreldar í norðvestanverðum Bandaríkjunum hafa valdið öskufalli í kringum borgina Seattle í Washington-ríki og víðar. Reykur hefur legið yfir ríkinu undanfarið en mikil hitabylgja hefur geisað í vestanverðum Bandaríkjunum síðustu vikur. Skógar brenna í nokkrum ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna, þar á meðal í Washington- og Oregon-ríkjum. Reykinn hefur lagt yfir borgir allt frá Denver til Seattle, að sögn Washington Post. Fyrr í sumar loguðu eldar í Bresku Kólumbíu í Kanada og hefur reykinn lagt suður yfir landamærin. Veðuraðstæður ollu því svo að aska byrjaði að falla af himnum ofan í Seattle í Washington og Portland í Oregon í gær. Slíkt hefur ekki gerst frá því að eldgos varð í St. Helens í suðvesturhluta Washington-ríkis árið 1980. Nú er ástæðan hins vegar leifar brennandi gróðurs sem vindurinn ber með sér. Að sögn Seattle Times ætti öskufallinu að ljúka á morgun þegar vindur snýst þar. Þá gæti úrkoma hreinsað loftið.WA awoke to ash-covered cars and smokey skies. Air quality is unhealthy in many areas. Check health info & forecast: https://t.co/Bo1FSbcqln pic.twitter.com/YsSaoEWJuJ— WA Dept of Ecology (@EcologyWA) September 5, 2017 Ár veðurfarsöfgaReykurinn frá skógareldunum hefur leitt til þess að þjóðvegi var lokað í Oregon, atburðum utandyra hefur verið aflýst og heilsuviðvaranir hafa verið gefnir út til íbúa í Seattle. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, lýsti yfir neyðarástandi á laugardag í öllu ríkinu. Hermenn hafa verið sendir til að berjast við eldana í Oregon. Inslee boðið hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, að heimsækja Washington til að þefa af reyknum og sjá öskuna. „Fólk er að tala um fellibylji. Við sjáum loftslagsbreytingar í skógunum okkar, það er kominn tími til að horfast í augu við raunverulega vandamálið,“ sagði Inslee en skammt er síðan fellibylurinn Harvey skall á Texas-ríki og nú stefnir Irma á Flórída. Talað hefur verið um að hnattræn hlýnun hafi veitt fellibyljunum aukinn styrk.Almost all of WA is awash in wildfire smoke today. https://t.co/VTMXMwAHaO pic.twitter.com/pKVjhmmnwu— WA Dept of Ecology (@EcologyWA) September 4, 2017 Skógar og kjarr hefur brunnið í Washington og fleiri ríkjum Bandaríkjanna í sumar. Reykur frá eldunum hefur legið yfir ríkinu undanfarið.Vísir/GettyHitabylgja gekk yfir norðvestanverð Bandaríkin í ágúst. Síðustu dagar hafa einnig verið sérstaklega heitir og um helgina er aftur spáð miklum hlýindum, þó ekki eins miklum og í síðasta mánuði. Veðurfræðingurinn Dana Felton segir við Seattle Times að þetta hafi verið ár öfga í Seattle. „Við höfum aldrei áður upplifað fimm daga í röð með hæsta hita yfir 29°C í septembermánuði í þau 120 ár sem mælingar hafa verið gerðar. Við höfum fengið okkar skerf af öfgum frá úrkomusömustu til þurrustu og heitustu. Við höfum brotið öll met,“ segir hann. Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Miklir skógar- og kjarreldar í norðvestanverðum Bandaríkjunum hafa valdið öskufalli í kringum borgina Seattle í Washington-ríki og víðar. Reykur hefur legið yfir ríkinu undanfarið en mikil hitabylgja hefur geisað í vestanverðum Bandaríkjunum síðustu vikur. Skógar brenna í nokkrum ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna, þar á meðal í Washington- og Oregon-ríkjum. Reykinn hefur lagt yfir borgir allt frá Denver til Seattle, að sögn Washington Post. Fyrr í sumar loguðu eldar í Bresku Kólumbíu í Kanada og hefur reykinn lagt suður yfir landamærin. Veðuraðstæður ollu því svo að aska byrjaði að falla af himnum ofan í Seattle í Washington og Portland í Oregon í gær. Slíkt hefur ekki gerst frá því að eldgos varð í St. Helens í suðvesturhluta Washington-ríkis árið 1980. Nú er ástæðan hins vegar leifar brennandi gróðurs sem vindurinn ber með sér. Að sögn Seattle Times ætti öskufallinu að ljúka á morgun þegar vindur snýst þar. Þá gæti úrkoma hreinsað loftið.WA awoke to ash-covered cars and smokey skies. Air quality is unhealthy in many areas. Check health info & forecast: https://t.co/Bo1FSbcqln pic.twitter.com/YsSaoEWJuJ— WA Dept of Ecology (@EcologyWA) September 5, 2017 Ár veðurfarsöfgaReykurinn frá skógareldunum hefur leitt til þess að þjóðvegi var lokað í Oregon, atburðum utandyra hefur verið aflýst og heilsuviðvaranir hafa verið gefnir út til íbúa í Seattle. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, lýsti yfir neyðarástandi á laugardag í öllu ríkinu. Hermenn hafa verið sendir til að berjast við eldana í Oregon. Inslee boðið hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, að heimsækja Washington til að þefa af reyknum og sjá öskuna. „Fólk er að tala um fellibylji. Við sjáum loftslagsbreytingar í skógunum okkar, það er kominn tími til að horfast í augu við raunverulega vandamálið,“ sagði Inslee en skammt er síðan fellibylurinn Harvey skall á Texas-ríki og nú stefnir Irma á Flórída. Talað hefur verið um að hnattræn hlýnun hafi veitt fellibyljunum aukinn styrk.Almost all of WA is awash in wildfire smoke today. https://t.co/VTMXMwAHaO pic.twitter.com/pKVjhmmnwu— WA Dept of Ecology (@EcologyWA) September 4, 2017 Skógar og kjarr hefur brunnið í Washington og fleiri ríkjum Bandaríkjanna í sumar. Reykur frá eldunum hefur legið yfir ríkinu undanfarið.Vísir/GettyHitabylgja gekk yfir norðvestanverð Bandaríkin í ágúst. Síðustu dagar hafa einnig verið sérstaklega heitir og um helgina er aftur spáð miklum hlýindum, þó ekki eins miklum og í síðasta mánuði. Veðurfræðingurinn Dana Felton segir við Seattle Times að þetta hafi verið ár öfga í Seattle. „Við höfum aldrei áður upplifað fimm daga í röð með hæsta hita yfir 29°C í septembermánuði í þau 120 ár sem mælingar hafa verið gerðar. Við höfum fengið okkar skerf af öfgum frá úrkomusömustu til þurrustu og heitustu. Við höfum brotið öll met,“ segir hann.
Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira