Er hægt að minnka brotthvarf og bæta námsárangur með námsgagnastyrkjum? Ólafur Hjörtur Sigurjónsson og Steinn Jóhannsson skrifar 7. september 2017 10:46 Undanfarin ár hefur hátt brotthvarf nemenda í íslenskum framhaldsskólum verið áberandi í umræðunni. Ýmsar skýringar hafa verið nefndar, m.a. margir nemendur sem innritast í framhaldsskóla hafa ekki lokið hæfniviðmiðum grunnskólans. Þessi hópur þarf að endurtaka stóran hluta námsefnis grunnskólans sem getur skapað námsleiða og valdið hærra brotthvarfi. Það hefur einnig komið fram að íslenskir framhaldsskólanemendur vinna meira með námi en þekkist í nágrannalöndunum og innan OECD-landanna. Samkvæmt rannsókinni Ungt fólk í framhaldsskólum sem Rannsóknir og greining hafa framkvæmt síðustu ár þá vinna 15-20% framhaldsskólanemenda 15 klukkustundir eða meira á viku með námi. Það er ljóst að svo mikil vinna hefur áhrif á skólasókn og námsárangur. Þá er stóra spurningin hvers vegna þurfa íslenskir framhaldsskólanemendur að vinna svona mikið með námi? Er það bágborinn efnahagur fjölskyldna þeirra eða einfaldlega þörfin að vera þátttakandi í neyslusamfélaginu sem kallar á mikla atvinnuþátttöku. Á Norðurlöndum fá nemendur yngri en 18 ára frí námsgögn sem þýðir að ekki er jafnmikil þörf á að vinna með námi. Brotthvarf á Norðurlöndunum er töluvert minna en á Íslandi og draga má þá ályktun að ein af skýringunum sé að þar vinna nemendur minna með skóla. Við upphaf skólaársins er jafnan dreginn fram sá mikli kostnaður sem námsmenn þurfa að greiða vegna námsgagna. Sem betur fer hafa mörg sveitafélög breytt um stefnu í þessum málum og greiða fyrir nær öll námsgögn grunnskólanemenda en hvað varðar framhaldsskólann og nemendur sem eru yngri en 18 ára þá getur námsgagnakostnaður hlaupið á tugum þúsunda á hverri önn. Fjölmörgum efnalitlum fjölskyldum getur því reynst erfitt að fjármagna námsgagnakaupin. Huga þarf að leiðum hér á landi hvort hægt sé að koma til móts við nemendur yngri en 18. ára sem stunda nám í framhaldsskóla og þurfa að kaupa námsgögn fyrir tugi þúsunda. Í 51. grein laga um framhaldsskóla segir: Námsgögn. „Í fjárlögum ár hvert skal tilgreind sú fjárhæð sem veitt er til að mæta kostnaði nemenda vegna námsgagna. Ráðherra setur reglur um skiptingu fjárins og fyrirkomulag þessa stuðnings.“Enn sem komið er hefur enginn mennta- og menningarmálaráðherra mælt fyrir slíkum stuðningi til námsgagna sem myndi án efa hafa mjög jákvæð áhrif á framhaldsskólann. Í dag stunda um 8.000 nemendur nám í framhaldsskólum sem eru undir 18 ára aldri (16-17 ára). Ef þessi hópur ætti kost á námsgagnastyrk fyrstu fjórar annirnar í framhaldsskóla þá myndi það mögulega skila eftirfarandi ávinningi: Minni vinnu nemenda með skóla Minna brotthvarfi Betri námsárangri Nemendur lykju námi á tilskyldum tíma Námsgagnastyrkur væri þannig fljótur að skila þjóðfélagslegum ávinningi fyrir samfélagið í heild sinni. Styrkurinn gæti verið greiddur eftir hverja önn þegar námsárangur liggur fyrir og gæti farið fram í gegnum t.d. LÍN líkt og með afgreiðslu jöfnunarstyrks sem LÍN sér um til framhaldsskólanemanda. Stóra spurningin er hvaðan á fjármagnið að koma? Fjármagnið gæti komið frá framlagi framhaldsskólans sem gert er ráð fyrir að sparist vegna minni árganga á komandi árum. Einnig mætti gera ráð fyrir að nýta afgangsfjárframlag þar sem nemendum í framhaldsskólum hefur fækkað hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meta þyrfti vandlega hversu hár styrkurinn ætti að vera þannig að nemendur ættu ekki að þurfa vinna hálfa eða fulla vinnu til að fjármagna námsgögn. Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla Steinn Jóhannsson, konrektor MH Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinn Jóhannsson Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur hátt brotthvarf nemenda í íslenskum framhaldsskólum verið áberandi í umræðunni. Ýmsar skýringar hafa verið nefndar, m.a. margir nemendur sem innritast í framhaldsskóla hafa ekki lokið hæfniviðmiðum grunnskólans. Þessi hópur þarf að endurtaka stóran hluta námsefnis grunnskólans sem getur skapað námsleiða og valdið hærra brotthvarfi. Það hefur einnig komið fram að íslenskir framhaldsskólanemendur vinna meira með námi en þekkist í nágrannalöndunum og innan OECD-landanna. Samkvæmt rannsókinni Ungt fólk í framhaldsskólum sem Rannsóknir og greining hafa framkvæmt síðustu ár þá vinna 15-20% framhaldsskólanemenda 15 klukkustundir eða meira á viku með námi. Það er ljóst að svo mikil vinna hefur áhrif á skólasókn og námsárangur. Þá er stóra spurningin hvers vegna þurfa íslenskir framhaldsskólanemendur að vinna svona mikið með námi? Er það bágborinn efnahagur fjölskyldna þeirra eða einfaldlega þörfin að vera þátttakandi í neyslusamfélaginu sem kallar á mikla atvinnuþátttöku. Á Norðurlöndum fá nemendur yngri en 18 ára frí námsgögn sem þýðir að ekki er jafnmikil þörf á að vinna með námi. Brotthvarf á Norðurlöndunum er töluvert minna en á Íslandi og draga má þá ályktun að ein af skýringunum sé að þar vinna nemendur minna með skóla. Við upphaf skólaársins er jafnan dreginn fram sá mikli kostnaður sem námsmenn þurfa að greiða vegna námsgagna. Sem betur fer hafa mörg sveitafélög breytt um stefnu í þessum málum og greiða fyrir nær öll námsgögn grunnskólanemenda en hvað varðar framhaldsskólann og nemendur sem eru yngri en 18 ára þá getur námsgagnakostnaður hlaupið á tugum þúsunda á hverri önn. Fjölmörgum efnalitlum fjölskyldum getur því reynst erfitt að fjármagna námsgagnakaupin. Huga þarf að leiðum hér á landi hvort hægt sé að koma til móts við nemendur yngri en 18. ára sem stunda nám í framhaldsskóla og þurfa að kaupa námsgögn fyrir tugi þúsunda. Í 51. grein laga um framhaldsskóla segir: Námsgögn. „Í fjárlögum ár hvert skal tilgreind sú fjárhæð sem veitt er til að mæta kostnaði nemenda vegna námsgagna. Ráðherra setur reglur um skiptingu fjárins og fyrirkomulag þessa stuðnings.“Enn sem komið er hefur enginn mennta- og menningarmálaráðherra mælt fyrir slíkum stuðningi til námsgagna sem myndi án efa hafa mjög jákvæð áhrif á framhaldsskólann. Í dag stunda um 8.000 nemendur nám í framhaldsskólum sem eru undir 18 ára aldri (16-17 ára). Ef þessi hópur ætti kost á námsgagnastyrk fyrstu fjórar annirnar í framhaldsskóla þá myndi það mögulega skila eftirfarandi ávinningi: Minni vinnu nemenda með skóla Minna brotthvarfi Betri námsárangri Nemendur lykju námi á tilskyldum tíma Námsgagnastyrkur væri þannig fljótur að skila þjóðfélagslegum ávinningi fyrir samfélagið í heild sinni. Styrkurinn gæti verið greiddur eftir hverja önn þegar námsárangur liggur fyrir og gæti farið fram í gegnum t.d. LÍN líkt og með afgreiðslu jöfnunarstyrks sem LÍN sér um til framhaldsskólanemanda. Stóra spurningin er hvaðan á fjármagnið að koma? Fjármagnið gæti komið frá framlagi framhaldsskólans sem gert er ráð fyrir að sparist vegna minni árganga á komandi árum. Einnig mætti gera ráð fyrir að nýta afgangsfjárframlag þar sem nemendum í framhaldsskólum hefur fækkað hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meta þyrfti vandlega hversu hár styrkurinn ætti að vera þannig að nemendur ættu ekki að þurfa vinna hálfa eða fulla vinnu til að fjármagna námsgögn. Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla Steinn Jóhannsson, konrektor MH
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun