Sjálfstæðisflokkurinn og Donald Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Donald Trump á sér engan líka. Á sinni skömmu en dramatísku forsetatíð hefur hann dregið niður virðingu fyrir stöðu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Sem forseti hefur hann ráðist í orði og í verki gegn grundvallarmannréttindum samfélagshópa, bæði í Bandaríkjunum og hjá þeim sem vilja koma til landsins. Hann er forseti sem hefur sett Bandaríkin á kaldan klaka þegar kemur að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Hann er forseti sem hikar ekki við að nýta sér forsetaembættið til að þjóna persónulegum viðskiptahagsmunum. Donald Trump er enda óvinsælasti forseti Bandaríkjanna sem sögur fara af. Steininn tók auðvitað úr þegar Trump sýndi sitt rétta andlit í kjölfar hryllingsins í Charlottesville. Þegar hópur Ku Klux Klan og ný-nasista þrammaði, vopnaður og ógnandi um göturnar til að mótmæla því að fjarlægja átti styttu sem hyllir kynþáttahyggju Suðurríkjanna og þrælahald á þeldökku fólki. Heimurinn horfði í forundran þegar ung kona lést í mótmælum við rasistana. Langflestir bjuggust auðvitað við fordæmingum Heimsbyggðinni blöskraði þegar Trump sagði í kjölfar mótmælanna að í báðum hópum væri afar gott fólk og að róttækir vinstrimenn (alt-left) ættu jafna sök á ofbeldinu sem braust út í Charlottesville. Forseta Bandaríkjanna mistókst þar með herfilega að stíga niður fæti, draga línu um hvað má og hvað má ekki í siðuðu ríki. Honum mistókst að fordæma djúpstætt hatur hvítra kynþáttahatara og mistókst að halda á lofti virðingu fyrir fórnarlömbum bæði seinni heimsstyrjaldarinnar og Þrælastríðsins. Honum mistókst að halda á lofti virðingu fyrir mannréttindum. Niðurlæging Bandaríkjanna getur vart orðið meiri á alþjóðavettvangi. Hneykslanleg viðbrögð létu enda ekki á sér standa, hvorki innan Bandaríkjanna né utan. Tveir fyrrverandi Bandaríkjaforsetar úr flokki Trumps stigu fram og gerðu það sem alvöru forseti hefði gert; að fordæma hatur af hvers kyns tagi, sér í lagi kynþáttahatur. Forsætisráðherra Bretlands fordæmdi hvers kyns kynþáttahatur. Viðbrögð hennar þóttu samt of slök og þrýst var á hana af almenningi, fjölmiðlum og stjórnmálafólki í Bretlandi að tala skýrar gegn siðblindum forsetanum og hún hvött til að taka ekki á móti Trump í opinbera heimsókn til Bretlands. Þýski innanríkisráðherrann fordæmdi harðlega orð Trumps og það gerði einnig leiðtogi þýsku stjórnarandstöðunnar. Evrópusambandið og leiðtogar á alþjóðavettvangi fordæmdu kynþáttahatur og afsakanir Trumps. Og nefnd Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu kynþáttamismunar varar nú við málflutningi kynþáttahatara í Bandaríkjunum og hvetur æðstu ráðamenn þjóðarinnar að hafna skýrt og afdráttarlaust málflutningi kynþáttahatara.Hér heyrist ekki múkk En hér á Íslandi heyrist ekki múkk frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn Íslands. Það er eins og ekki megi gagnrýna Trump. Utanríkisráðherra og forsætisráðherra fara eins og kettir kringum graut þegar kemur að hinum ruglaða Bandaríkjaforseta. Utanríkisráðherra Íslands talar enn þá um það (Helgarútgáfan 13. ágúst Rás 2) að enn eigi eftir „að koma í ljós hvernig forseti Trump sé, að hann sé „bara“ búinn að vera í embætti í 200 daga og „…við þurfum nú að sjá hvernig ríkisstjórn Trumps eigi eftir að vera“. Trump þurfi nú tíma. Sama dans í kringum Bandaríkjaforsetann hefur Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, dansað. Trump sé að mörgu leyti „óvenjulegur forseti“ eins og Bjarni hefur orðað það pent. Jafnvel þó að Trump sé allrar gagnrýni verður, þá virðist ráðherrum Sjálfstæðisflokksins það lífsins ómögulegt að gagnrýna orð og gerðir hans. Það var ekki fyrr en allir aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna hörmuðu að Trump ákvað að slíta Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu, að Bjarni Benediktsson lét til leiðast í eitt skiptið að gagnrýna Trump. Með semingi þó. Donald Trump þarf alls ekki meiri tíma til að réttlætanlegt sé að gagnrýna hann. Hann hefur nú þegar haft nægan tíma til að sýna nákvæmlega hvers konar forseti hann er. Af nógu er að taka. Forseti sem fordæmir minnihlutahópa, sýnir kvenfyrirlitningu og hótar kjarnorkustríði gegn N-Kóreu – en getur alls ekki fordæmt hvíta nasista – er fyllilega þess verður að gagnrýna með skýrum hætti. Íslenskir ráðherrar, talsmenn þjóðarinnar, eiga að vera óhræddir við að gagnrýna kynþáttahatur og beinan eða óbeinan stuðning við það. Annað er undirlægjuháttur ráðamanna sjálfstæðs ríkis og á ekkert skylt við utanríkisstefnu Íslands. Höfundur er þingmaður VG og situr í utanríkismálanefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Donald Trump á sér engan líka. Á sinni skömmu en dramatísku forsetatíð hefur hann dregið niður virðingu fyrir stöðu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Sem forseti hefur hann ráðist í orði og í verki gegn grundvallarmannréttindum samfélagshópa, bæði í Bandaríkjunum og hjá þeim sem vilja koma til landsins. Hann er forseti sem hefur sett Bandaríkin á kaldan klaka þegar kemur að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Hann er forseti sem hikar ekki við að nýta sér forsetaembættið til að þjóna persónulegum viðskiptahagsmunum. Donald Trump er enda óvinsælasti forseti Bandaríkjanna sem sögur fara af. Steininn tók auðvitað úr þegar Trump sýndi sitt rétta andlit í kjölfar hryllingsins í Charlottesville. Þegar hópur Ku Klux Klan og ný-nasista þrammaði, vopnaður og ógnandi um göturnar til að mótmæla því að fjarlægja átti styttu sem hyllir kynþáttahyggju Suðurríkjanna og þrælahald á þeldökku fólki. Heimurinn horfði í forundran þegar ung kona lést í mótmælum við rasistana. Langflestir bjuggust auðvitað við fordæmingum Heimsbyggðinni blöskraði þegar Trump sagði í kjölfar mótmælanna að í báðum hópum væri afar gott fólk og að róttækir vinstrimenn (alt-left) ættu jafna sök á ofbeldinu sem braust út í Charlottesville. Forseta Bandaríkjanna mistókst þar með herfilega að stíga niður fæti, draga línu um hvað má og hvað má ekki í siðuðu ríki. Honum mistókst að fordæma djúpstætt hatur hvítra kynþáttahatara og mistókst að halda á lofti virðingu fyrir fórnarlömbum bæði seinni heimsstyrjaldarinnar og Þrælastríðsins. Honum mistókst að halda á lofti virðingu fyrir mannréttindum. Niðurlæging Bandaríkjanna getur vart orðið meiri á alþjóðavettvangi. Hneykslanleg viðbrögð létu enda ekki á sér standa, hvorki innan Bandaríkjanna né utan. Tveir fyrrverandi Bandaríkjaforsetar úr flokki Trumps stigu fram og gerðu það sem alvöru forseti hefði gert; að fordæma hatur af hvers kyns tagi, sér í lagi kynþáttahatur. Forsætisráðherra Bretlands fordæmdi hvers kyns kynþáttahatur. Viðbrögð hennar þóttu samt of slök og þrýst var á hana af almenningi, fjölmiðlum og stjórnmálafólki í Bretlandi að tala skýrar gegn siðblindum forsetanum og hún hvött til að taka ekki á móti Trump í opinbera heimsókn til Bretlands. Þýski innanríkisráðherrann fordæmdi harðlega orð Trumps og það gerði einnig leiðtogi þýsku stjórnarandstöðunnar. Evrópusambandið og leiðtogar á alþjóðavettvangi fordæmdu kynþáttahatur og afsakanir Trumps. Og nefnd Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu kynþáttamismunar varar nú við málflutningi kynþáttahatara í Bandaríkjunum og hvetur æðstu ráðamenn þjóðarinnar að hafna skýrt og afdráttarlaust málflutningi kynþáttahatara.Hér heyrist ekki múkk En hér á Íslandi heyrist ekki múkk frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn Íslands. Það er eins og ekki megi gagnrýna Trump. Utanríkisráðherra og forsætisráðherra fara eins og kettir kringum graut þegar kemur að hinum ruglaða Bandaríkjaforseta. Utanríkisráðherra Íslands talar enn þá um það (Helgarútgáfan 13. ágúst Rás 2) að enn eigi eftir „að koma í ljós hvernig forseti Trump sé, að hann sé „bara“ búinn að vera í embætti í 200 daga og „…við þurfum nú að sjá hvernig ríkisstjórn Trumps eigi eftir að vera“. Trump þurfi nú tíma. Sama dans í kringum Bandaríkjaforsetann hefur Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, dansað. Trump sé að mörgu leyti „óvenjulegur forseti“ eins og Bjarni hefur orðað það pent. Jafnvel þó að Trump sé allrar gagnrýni verður, þá virðist ráðherrum Sjálfstæðisflokksins það lífsins ómögulegt að gagnrýna orð og gerðir hans. Það var ekki fyrr en allir aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna hörmuðu að Trump ákvað að slíta Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu, að Bjarni Benediktsson lét til leiðast í eitt skiptið að gagnrýna Trump. Með semingi þó. Donald Trump þarf alls ekki meiri tíma til að réttlætanlegt sé að gagnrýna hann. Hann hefur nú þegar haft nægan tíma til að sýna nákvæmlega hvers konar forseti hann er. Af nógu er að taka. Forseti sem fordæmir minnihlutahópa, sýnir kvenfyrirlitningu og hótar kjarnorkustríði gegn N-Kóreu – en getur alls ekki fordæmt hvíta nasista – er fyllilega þess verður að gagnrýna með skýrum hætti. Íslenskir ráðherrar, talsmenn þjóðarinnar, eiga að vera óhræddir við að gagnrýna kynþáttahatur og beinan eða óbeinan stuðning við það. Annað er undirlægjuháttur ráðamanna sjálfstæðs ríkis og á ekkert skylt við utanríkisstefnu Íslands. Höfundur er þingmaður VG og situr í utanríkismálanefnd Alþingis.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar