
Sjálfsvíg á stofnunum enn í myrkrinu
Af fréttaflutningi síðustu daga má þó ráða að mál unga mannsins sé ekki einsdæmi og hafa nokkrir aðstandendur nú þegar stigið fram og lýst sjálfsvígum vandamanna sinna í svipuðum aðstæðum. Þessar frásagnir hafa vakið upp eðlilegar spurningar fjölmiðla og annara um raunverulega stærð vandans, og hefur ríkisútvarpið meðal annars óskað eftir upplýsingum hjá Landlækni um fjölda sjálfsvíga á stofnunum fram að þessu. Svar Landlæknis, um að ekki sé unnt að verða við upplýsingabeiðninni vegna þess að umbeðnar upplýsingar séu ekki til hjá embættinu vekja síðan upp frekari spurningar.
Rót vandans falin
Núverandi lagaumhverfi gerir jú ráð fyrir því að óvænt dauðsföll innan heilbrigðisstofnanna séu tilkynnt til lögreglu annars vegar og Landlæknis hins vegar og er báðum aðilum skylt að rannsaka atvikið. Mér er óljóst hvort skráningarkerfi Landlæknis sé svo ófullkomið að ekki sé hægt að fletta upp í því eftir dánarorsök eða hvaða orsök önnur liggi að baki jafn ófullkominni upplýsingavörslu Landlæknis í þessu máli.
Eitt er þó augljóst, að það þýðir lítið að vaða áfram í myrkrinu, ómeðvitaður um stærð og umfang vandans sem fyrir liggur. Sjálfsmorð á stofnunum ættu ekki að geta gerst, öllum kröftum ætti að beita til þess að koma í veg fyrir þau. En án upplýsinga og yfirsýnar er erfitt að ráðast að rót vandans og gera úrbætur þar á.
Óásættanlegt svar Landlæknis
Fjölmiðlar og almenningur eiga rétt á að vita umfang vandans og því er ekki hægt að sættast á svar Landlæknis um að það feli í sér of mikla vinnu að taka saman gögn um fjölda sjálfsmorða á stofnunum. Ég hef því sett saman skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem þessara upplýsinga er óskað og mun leggja hana fram strax í upphafi haustþingsins.
Yfirlýsingar heilbrigðisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum um nýtt og betra regluverk um verkferla í málum sem þessum lofar góðu en vekur einnig upp spurningar um hvers vegna ekki hafi verið ráðist í aðgerðir strax þegar skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu lá fyrir í september 2015.
Skortur á verkferlum
Þar kom fram að skýra verkferla vanti í samvinnu lögreglu og Landlæknis í rannsóknum á málum sem þessum. Eins er tekið fram að ekki sé fyrir hendi sameiginlegur gagnagrunnur sem haldi utan um atvikin og gæti nýst í að vinna gegn því að sjálfsvíg á stofnunum endurtaki sig. Í niðurstöðum starfshópsins má einnig finna þessa greiningu á vandanum:
„Í athugasemdum við 3. gr. frumvarps sem síðar varð að lögum um dánarvottorð, krufningar o.fl., nr. 61/1998, kemur fram að gert sé ráð fyrir að ráðherra setji reglur um viðbrögð lögreglu við tilkynningum um óvænt andlát, ekki síst þeim sem ætla má að séu vegna mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks í sambandi við læknismeðferð eða forvarnir vegna sjúkdóma. Engar slíkar reglur hafa verið settar enda ekki kveðið á um setningu þeirra í lagaákvæðinu sjálfu. Þegar málsmeðferð er rekin aðskilin og óháð hjá þessum stjórnvöldum kann það að leiða til þess að ekki verði fullt samræmi í þeim málum sem koma til meðferðar en mikilvægt er að lík mál fái líka meðferð innan stjórnsýslunnar.“
Skýrsluna má nálgast hér: https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/rit-og-skyrslur-2015/skyrsla-starfshops-um-alvarleg-atvik-i-heilbrigdisthjonustu.pdf
Fjársvelt geðheilbrigðiskerfi
Velferðarnefnd mun funda um þetta málefni á næstu vikum og útlit er fyrir að ég sitji þann fund sem varamaður Halldóru Mogensen, fulltrúa okkar í velferðarnefnd. Þar mun ég leitast við að fá svör við ofangreindum spurningum en ljóst er að fylgjast þarf vel með þessum málaflokki er fram líða stundir. Sérstaka eftirtekt mun ég veita þessum málaflokki í fjárlagavinnunni en mér leikur illur grunur á að meðal þeirra orsaka sem liggja að baki skorts á öryggi á geðdeildum landsins sé einmitt að finna í fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins til fjölda ára.
Ef við lítum fram á veginn má finna fjölda góðra ábendinga um betri viðbrögð og bætt öryggi sjúklinga í umræddri skýrslu. Hún vísar til vinnu nágranna- og vinaþjóða okkar við það að tryggja öryggi sjúklinga í sjálfsvígshættu sem víðs vegar hefur borið góðan árangur. Þar hafa Bretar til dæmis gengið fram með góðu fordæmi og tekist að gera herbergi á stofnunum miklu öruggari fyrir sjálfsvígum. Við hljótum að fara að góðu fordæmi þeirra, setja öryggi sjúklinga í forgang og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að hörmungaratburður sem þessi geti nokkurn tímann átt sér stað aftur.
Skoðun

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Allt að vinna, engu að tapa!
Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar