Rólegt sumar í ríkisstjórn Steingrímur J. Sigúfsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Samkvæmt vef stjórnarráðsins fundaði ríkisstjórn Íslands síðast þann 30. júní sl. þegar þetta er ritað hinn 10. ágúst. Sumarið hefur því sannarlega verið rólegt á þeim bænum, rúmir fjörutíu dagar liðnir frá síðasta fundi. Sjálfsagt telja einhverjir þetta til marks um hvað allt sé nú í góðu gengi á landinu, engin vandamál eða aðkallandi verkefni sem takast þurfi á við. Bent hefur verið á, í öðru samhengi að vísu, að ríkisstjórnin sé svo að segja mynduð um ekki neitt og geti þar af leiðandi ekki slitnað á neinu. Taka má undir hvort tveggja að nokkru leyti en alls ekki öllu. Er það raunverulega svo að ekki sé nein þörf á forustu um landsmálin? Eru engin þau viðfangsefni uppi sem kalla að minnsta kosti á að ríkisstjórn hittist og ræði málin? Hvað með að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óski eftir fundi í ríkisstjórn til að ræða grafalvarlega stöðu sem blasir við sauðfjárbændum í haust og þar með byggð á heilum landsvæðum? Hvað með að ráðherra ferðamála óski eftir fundi til að ræða löngu tímabæra stefnumótun í greininni? Hvað með að ríkisstjórnin hittist til að ræða stefnu sína í peningamálum í stað þess að ráðherrar tali í austur og vestur? Hvað með að ríkisstjórnin hittist og kynni sér vel siðareglur ráðherra og þingmanna? Hvað með fund um fiskeldisáformin þar sem við blasir upplausnar- og ófremdarástand? Svona mætti lengi áfram telja. Nú getur að vísu margt verra hent eitt land en að léleg ríkisstjórn geri lítið. Belgar grínast gjarnan með það að þeim hafi vegnað vel þetta rúma ár sem þeir voru alveg án ríkisstjórnar sökum stjórnmálkreppu eða pattstöðu. En að gamni slepptu þá gengur slíkt ekki upp nema þá í skamman tíma og sá tími er glataður til uppbyggilegra verka. Ríkisstjórn sem ekki fundar sendir með því skilaboð um sjálfa sig sem segja meira en mörg orð.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Samkvæmt vef stjórnarráðsins fundaði ríkisstjórn Íslands síðast þann 30. júní sl. þegar þetta er ritað hinn 10. ágúst. Sumarið hefur því sannarlega verið rólegt á þeim bænum, rúmir fjörutíu dagar liðnir frá síðasta fundi. Sjálfsagt telja einhverjir þetta til marks um hvað allt sé nú í góðu gengi á landinu, engin vandamál eða aðkallandi verkefni sem takast þurfi á við. Bent hefur verið á, í öðru samhengi að vísu, að ríkisstjórnin sé svo að segja mynduð um ekki neitt og geti þar af leiðandi ekki slitnað á neinu. Taka má undir hvort tveggja að nokkru leyti en alls ekki öllu. Er það raunverulega svo að ekki sé nein þörf á forustu um landsmálin? Eru engin þau viðfangsefni uppi sem kalla að minnsta kosti á að ríkisstjórn hittist og ræði málin? Hvað með að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óski eftir fundi í ríkisstjórn til að ræða grafalvarlega stöðu sem blasir við sauðfjárbændum í haust og þar með byggð á heilum landsvæðum? Hvað með að ráðherra ferðamála óski eftir fundi til að ræða löngu tímabæra stefnumótun í greininni? Hvað með að ríkisstjórnin hittist til að ræða stefnu sína í peningamálum í stað þess að ráðherrar tali í austur og vestur? Hvað með að ríkisstjórnin hittist og kynni sér vel siðareglur ráðherra og þingmanna? Hvað með fund um fiskeldisáformin þar sem við blasir upplausnar- og ófremdarástand? Svona mætti lengi áfram telja. Nú getur að vísu margt verra hent eitt land en að léleg ríkisstjórn geri lítið. Belgar grínast gjarnan með það að þeim hafi vegnað vel þetta rúma ár sem þeir voru alveg án ríkisstjórnar sökum stjórnmálkreppu eða pattstöðu. En að gamni slepptu þá gengur slíkt ekki upp nema þá í skamman tíma og sá tími er glataður til uppbyggilegra verka. Ríkisstjórn sem ekki fundar sendir með því skilaboð um sjálfa sig sem segja meira en mörg orð.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar