Láta reka á reiðanum Lilja Alfreðsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 09:00 Fréttir berast af því að vogunarsjóðirnir sem keyptu tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka í vor muni ekki nýta sér forkaupsrétt sinn og eignast meirihluta í bankanum. Þetta eru stórtíðindi ef rétt reynist og jákvæð þróun en áfram ríkir þó óvissa um framhaldið. Fjármálaráðherra þjóðarinnar fagnaði innkomu vogunarsjóðanna á sínum tíma en ljóst er að það var enn eitt illa ígrundað frumhlaupið. Aðstæður á Íslandi eru einstakar, þar sem eignarhald Ríkissjóðs Íslands á fjármálafyrirtækjum er með því umfangsmesta meðal ríkja í Evrópu og mikið eigið fé er bundið í bönkunum eða um 500 milljarðar króna. Tímann sem nú fer í hönd verður að nýta vel til að móta framtíðarstefnu. Fjármálakerfi hverrar þjóðar skiptir miklu máli, þar sem það miðlar fjármagni á milli aðila og er mikið hreyfiafl vegna þessa. Fjármálakerfið þarf að vera hagkvæmt og þjóna landsmönnum öllum. Eignarhald verður að vera gagnsætt til að það skapist traust. Miklu máli skiptir að eigendur hafi góða bankareynslu og séu traustir fjárhagslegir bakhjarlar. Heildarstefnumótun verður að eiga sér stað og þingið þarf að koma að þessari vinnu. Meta á hversu stór eignarhlutur ríkissjóðs á að vera til skemmri og lengri tíma litið. Skoða þarf gaumgæfilega hvaða form eignarhalds hentar best hagsmunum hagkerfisins. Einnig þarf að kanna fýsileika erlends eignarhalds og líta sérstaklega til Norðurlandanna. Að auki verða stjórnvöld að hafa það hugfast að miklar tæknibreytingar eru að eiga sér stað í fjármálaþjónustu. Ef stjórnvöld halda áfram að vera í fríi frá þessari vinnu, þá getur slíkt kæruleysi rýrt verðgildi eignarhlutar ríkisins. Staða ríkisstjórnarinnar er veik í dag, þar sem engin heildarstefnumótun á sér stað. Alls staðar þar sem stjórnleysi ríkir myndast tómarúm sem verður á endanum fyllt og þá ekki endilega með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ástæðan fyrir öllu þessu stefnuleysi er einföld. Skortur á framtíðarsýn og kjarki til að taka ákvarðanir. Þær fréttir að vogunarsjóðir ætli ekki að nýta forkaupsréttinn ættu vonandi að vekja ráðamenn þjóðarinnar af þyrnirósarsvefni.Höfundur er þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Fréttir berast af því að vogunarsjóðirnir sem keyptu tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka í vor muni ekki nýta sér forkaupsrétt sinn og eignast meirihluta í bankanum. Þetta eru stórtíðindi ef rétt reynist og jákvæð þróun en áfram ríkir þó óvissa um framhaldið. Fjármálaráðherra þjóðarinnar fagnaði innkomu vogunarsjóðanna á sínum tíma en ljóst er að það var enn eitt illa ígrundað frumhlaupið. Aðstæður á Íslandi eru einstakar, þar sem eignarhald Ríkissjóðs Íslands á fjármálafyrirtækjum er með því umfangsmesta meðal ríkja í Evrópu og mikið eigið fé er bundið í bönkunum eða um 500 milljarðar króna. Tímann sem nú fer í hönd verður að nýta vel til að móta framtíðarstefnu. Fjármálakerfi hverrar þjóðar skiptir miklu máli, þar sem það miðlar fjármagni á milli aðila og er mikið hreyfiafl vegna þessa. Fjármálakerfið þarf að vera hagkvæmt og þjóna landsmönnum öllum. Eignarhald verður að vera gagnsætt til að það skapist traust. Miklu máli skiptir að eigendur hafi góða bankareynslu og séu traustir fjárhagslegir bakhjarlar. Heildarstefnumótun verður að eiga sér stað og þingið þarf að koma að þessari vinnu. Meta á hversu stór eignarhlutur ríkissjóðs á að vera til skemmri og lengri tíma litið. Skoða þarf gaumgæfilega hvaða form eignarhalds hentar best hagsmunum hagkerfisins. Einnig þarf að kanna fýsileika erlends eignarhalds og líta sérstaklega til Norðurlandanna. Að auki verða stjórnvöld að hafa það hugfast að miklar tæknibreytingar eru að eiga sér stað í fjármálaþjónustu. Ef stjórnvöld halda áfram að vera í fríi frá þessari vinnu, þá getur slíkt kæruleysi rýrt verðgildi eignarhlutar ríkisins. Staða ríkisstjórnarinnar er veik í dag, þar sem engin heildarstefnumótun á sér stað. Alls staðar þar sem stjórnleysi ríkir myndast tómarúm sem verður á endanum fyllt og þá ekki endilega með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ástæðan fyrir öllu þessu stefnuleysi er einföld. Skortur á framtíðarsýn og kjarki til að taka ákvarðanir. Þær fréttir að vogunarsjóðir ætli ekki að nýta forkaupsréttinn ættu vonandi að vekja ráðamenn þjóðarinnar af þyrnirósarsvefni.Höfundur er þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun