Ó Reykjavík, ó Reykjavík Óttar Guðmundsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Berlínarmúrinn féll haustið 1989 með brauki og bramli. Á næstu árum breyttist Berlín í stórt byggingasvæði. Gulir kranar spruttu upp úr jörðinni eins og gorkúlur á svæðum þar sem áður stóðu gaddavírsgirðingar og skriðdrekagildrur. Borgin var endurbyggð 45 árum eftir að styrjöldinni lauk. Embættismenn Reykjavíkurborgar hafa um árabil barist einarðlega gegn öllum breytingum. Fyrir einhverjum árum sótti ég um leyfi til að breyta útliti húss. Teikningarnar velktust um í borgarkerfinu eins og vegalausir túristar frá einu skrifborði til annars. Menn sögðu að útlit hússins félli ekki nægilega vel að gamalli götumynd, þakhallinn væri ekki réttur eða gluggarnir ekki nógu stórir. Ég fékk þá tilfinningu að heill her samviskusamra embættismanna gerði ekkert annað en að liggja yfir þessum teikningum með hallamál og reiknistokk. Nú eru aðrir tímar í Reykjavík og miðborgin minnir einna helst á Berlín á umbrotaárunum eftir 1990. Kranarnir eru orðnir jafnmargir og hraðahindranir á götunum. Gömul hús eru miskunnarlaust rifin til að rýma fyrir öðrum nýrri. Nú skiptir heildarmynd einstakra gatna engu máli og verktakar og hóteleigendur hafa tekið öll völd. Glerrammi er byggður utan um gamalt hús við Laugaveginn. Keimlíkar hótelbyggingar rísa af grunni úti um alla borg byggðar úr legókubbum. Borgin er að skipta um svip. Verið er að breyta miðborginni í lítið hótelþorp þar sem túristar geta skeggrætt málin hver við annan án þess að eiga á hættu að rekast á heimamenn. Næsta skref er að byggja risastórt Parísarhjól í tjörninni og rífa Iðnó og nærliggjandi hús. Borgaryfirvöld þurftu ekki heimsstyrjöld með tilheyrandi sprengjuárásum til að eyðileggja borgina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Berlínarmúrinn féll haustið 1989 með brauki og bramli. Á næstu árum breyttist Berlín í stórt byggingasvæði. Gulir kranar spruttu upp úr jörðinni eins og gorkúlur á svæðum þar sem áður stóðu gaddavírsgirðingar og skriðdrekagildrur. Borgin var endurbyggð 45 árum eftir að styrjöldinni lauk. Embættismenn Reykjavíkurborgar hafa um árabil barist einarðlega gegn öllum breytingum. Fyrir einhverjum árum sótti ég um leyfi til að breyta útliti húss. Teikningarnar velktust um í borgarkerfinu eins og vegalausir túristar frá einu skrifborði til annars. Menn sögðu að útlit hússins félli ekki nægilega vel að gamalli götumynd, þakhallinn væri ekki réttur eða gluggarnir ekki nógu stórir. Ég fékk þá tilfinningu að heill her samviskusamra embættismanna gerði ekkert annað en að liggja yfir þessum teikningum með hallamál og reiknistokk. Nú eru aðrir tímar í Reykjavík og miðborgin minnir einna helst á Berlín á umbrotaárunum eftir 1990. Kranarnir eru orðnir jafnmargir og hraðahindranir á götunum. Gömul hús eru miskunnarlaust rifin til að rýma fyrir öðrum nýrri. Nú skiptir heildarmynd einstakra gatna engu máli og verktakar og hóteleigendur hafa tekið öll völd. Glerrammi er byggður utan um gamalt hús við Laugaveginn. Keimlíkar hótelbyggingar rísa af grunni úti um alla borg byggðar úr legókubbum. Borgin er að skipta um svip. Verið er að breyta miðborginni í lítið hótelþorp þar sem túristar geta skeggrætt málin hver við annan án þess að eiga á hættu að rekast á heimamenn. Næsta skref er að byggja risastórt Parísarhjól í tjörninni og rífa Iðnó og nærliggjandi hús. Borgaryfirvöld þurftu ekki heimsstyrjöld með tilheyrandi sprengjuárásum til að eyðileggja borgina.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun