Íslenski boltinn

Borgunarbikarmörkin: Af hverju er aldrei talað um Hilmar Árna sem verðandi atvinnumann?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson sýndi enn og aftur hversu góður spyrnumaður hann er í bikarleiknum gegn KR á sunnudaginn.

Hilmar Árni kom Stjörnunni yfir með afar umdeildu marki strax á upphafsmínútunni og skoraði svo glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu á 39. mínútu.

„Þetta er bara eins og víti fyrir hann. Þessi drengur er svakalegur í þessu, að hafa þetta vopn,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson um aukaspyrnumark Hilmars Árna í Borgunarbikarmörkunum á Stöð 2 Sport HD í gær.

„Þetta er einn besti leikmaður deildarinnar og það er ótrúlega erfitt að verjast honum. Hann er orðinn svo heill leikmaður.“

Tómas Þór Þórðarson furðaði sig á því af hverju Hilmar Árni er aldrei orðaður við atvinnumennsku.

„Ég skil ekki af hverju það er aldrei talað um Hilmar Árna sem verðandi atvinnumann? Af hverju getur hann ekki fengið 4-5 tímabil í Tromsö eða Stabæk. Hann hefur allt,“ sagði Tómas Þór.

Innslagið úr Borgunarbikarmörkunum má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×