Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 3-2 | Guðjón örlagavaldurinn í Garðabænum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2017 22:00 Guðjón var hetja Stjörnunnar. vísir/anton Guðjón Baldvinsson tryggði Stjörnunni sigur á KR og sæti í undanúrslitum Borgunarbikars karla þegar hann skoraði sigurmarkið þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik liðanna í Garðabænum í kvöld. Lokatölur 3-2, Stjörnunni í vil. Leikurinn var frábær skemmtun og fjörið hófst strax eftir tæplega hálfa mínútu þegar Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir. Óskar Örn Hauksson jafnaði metin á 20. mínútu þegar hann fylgdi eftir að Haraldur Björnsson varði vítaspyrnu hans. Þegar sex mínútur voru til hálfleiks kom Hilmar Árni Stjörnunni aftur yfir með skoti beint úr aukaspyrnu á D-boganum. KR-ingar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og á 71. mínútu jafnaði Tobias Thomsen metin með skalla af stuttu færi. Þetta var áttunda mark Danans í sumar. KR voru líklegri í framhaldinu en þvert gegn gangi leiksins skoraði Guðjón sigurmark Stjörnunnar á 94. mínútu. Ótrúlegur endir á leiknum og Stjörnumenn fögnuðu vel og innilega.Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og náði forystunni strax á 1. mínútu. Hilmar Árni var þar á ferðinni og skömmu fyrir hálfleik sýndi hann hversu frábær spyrnumaður hann er þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Í seinni hálfleik lá á Stjörnumönnum en þá steig Haraldur Björnsson upp og átti tvær lykilvörslur. Stjörnuvörnin hélt líka nokkuð vel þótt álagið á hana væri mikið. Guðjón var sívinnandi allan leikinn og hann átti nógu mikla orku til að taka einn sprett í viðbót sem skilaði sigurmarkinu.Þessir stóðu upp úr: Áðurnefndir Stjörnumenn voru þyngdar sinnar virði í gulli í kvöld. Hilmar Árni skoraði tvö fyrstu mörkin og sýndi enn og aftur hvers konar hæfileikum hann býr yfir. Haraldur svaraði fyrir slakan leik gegn Shamrock Rovers á fimmtudaginn og átti risastóran þátt í sigri Stjörnunnar og Guðjón gaf allt og meira til í leikinn og skoraði sigurmarkið. KR-ingar spiluðu lengst af vel í leiknum þrátt fyrir tap. Óskar Örn var líflegur og þá var hægri bakvörðurinn Morten Beck góður og átti margar hættulegar fyrirgjafir.Hvað gekk illa? KR-ingar sváfu á verðinum í blábyrjun og undir lok leiksins. Þeir voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og voru með vindinn í seglin, sérstaklega eftir að Thomsen jafnaði metin. En þeir hugðu ekki að sér, voru of opnir til baka og Stjörnumenn refsuðu.Hvað gerist næst? Stjörnumenn fara til Írlands og mæta Shamrock í seinni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn kemur. Liðið mætir síðan Val í Pepsi-deildinni sunnudaginn 9. júlí. Viku síðar tekur Stjarnan svo aftur á móti KR. KR-ingar halda til Finnlands þar sem þeir mæta SJK í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þeir mæta svo Fjölni í Pepsi-deildinni eftir viku.Guðjón: Maður er aumur í líkamanum eftir hvern leik „Þetta var eins sætt og það gerist,“ sagði Guðjón Baldvinsson eftir að hafa tryggt Stjörnunni sigur á KR og sæti í undanúrslitum Borgunarbikars karla með marki á 94. mínútu í leik liðanna í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn hafa verið í lægð að undanförnu og ekki unnið leik síðan 31. maí. Sigur í kvöld var því afar mikilvægur fyrir Garðbæinga. „Það hefur verið mikið um meiðsli en núna erum við komnir með okkar sterkasta lið aftur og þá fer þetta að smella saman á ný. Það má segja að þetta sé ný byrjun fyrir okkur,“ sagði Guðjón. „Við áttum erfiðan leik á fimmtudaginn [gegn Shamrock Rovers]. Við vorum þreyttir og það er ekki séns að ég hefði getað framlenginguna. Það var ánægjulegt að sjá hann inni. Ég átti ekki einu sinni orku til að hlaupa og fagna. Þetta var ljúft,“ bætti markaskorarinn við. Leikurinn í kvöld var afar harður og leikmenn liðanna gáfu ekki tommu eftir. „Þetta er bara íslenska deildin. Það er mikil barátta og hart tekist á. Maður er aumur í líkamanum eftir hvern leik. Það var mikið undir í dag og því kannski meiri barátta fyrir vikið,“ sagði Guðjón að lokum.Willum Þór: Vorum miklu, miklu betra liðið Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var ánægður með spilamennsku sinna manna gegn Stjörnunni en var að vonum ósáttur við úrslitin. „Mér fannst bara stefna í KR-sigur. Mér fannst við miklu, miklu betra liðið. Þeir voru sprungnir en náðu að kreista þetta fram í lokin. Þetta er auðvitað mjög sárt,“ sagði Willum eftir leik. KR-ingar voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og með undirtökin á vellinum. En þeir gleymdu sér í einni skyndisókn Stjörnumanna og fengu mark í andlitið. „Mér fannst bara eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og við verðskulduðum meira úr leiknum. Þetta er sárt en ég óska Stjörnumönnum til hamingju,“ sagði Willum. KR-ingar voru afar ósáttir við framkvæmd upphafsspyrnu leiksins. Stjörnumenn sendu nokkra menn upp hægri kantinn, Þorvaldur Árnason flautaði leikinn á en lét síðan taka miðjuna aftur. Stjörnumennirnir voru hins vegar ekki komnir aftur á eigin vallarhelming þegar miðjan var tekin á nýjan leik. Skömmu síðar skoruðu heimamenn svo fyrsta mark leiksins. „Það er mér algjörlega óskiljanlegt. Þorvaldur ákveður að stoppa en þeir komu ekkert til baka. Það er óskiljanlegt að dómarinn hafi leyft þetta. Þeir fengu mark á silfurfati,“ sagði Willum.Rúnar Páll: Þetta léttir lundina Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, gat loksins glaðst eftir fimm leiki án sigurs í júní. „Þetta var helvíti sætt. Þetta var skemmtilegur og jafn leikur. Þetta hjálpar okkur. Nú er kominn júlí og júní búinn. Vonandi höldum við þessu áfram. Þetta léttir lundina hjá okkur í þjálfarateyminu og hjá leikmönnunum,“ sagði Rúnar Páll eftir leik. Meiðsladraugurinn hefur ásótt Stjörnuna en Rúnar Páll er loksins búinn að endurheimta menn úr meiðslum og getur því stillt upp sínu sterkasta liði. „Það er mikilvægt fyrir hvaða lið sem er að vera með sína sterkustu menn,“ sagði Rúnar Páll sem hefur ekki áhyggjur af álagi en Stjarnan mætir Shamrock Rovers í Dublin á fimmtudaginn. „Við þurftum að komast áfram í undanúrslit og þú stillir upp þínu sterkasta liði. Nú er þetta búið og undirbúningurinn fyrir Evrópukeppnina hefst,“ sagði Rúnar Páll. Pepsi Max-deild karla
Guðjón Baldvinsson tryggði Stjörnunni sigur á KR og sæti í undanúrslitum Borgunarbikars karla þegar hann skoraði sigurmarkið þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik liðanna í Garðabænum í kvöld. Lokatölur 3-2, Stjörnunni í vil. Leikurinn var frábær skemmtun og fjörið hófst strax eftir tæplega hálfa mínútu þegar Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir. Óskar Örn Hauksson jafnaði metin á 20. mínútu þegar hann fylgdi eftir að Haraldur Björnsson varði vítaspyrnu hans. Þegar sex mínútur voru til hálfleiks kom Hilmar Árni Stjörnunni aftur yfir með skoti beint úr aukaspyrnu á D-boganum. KR-ingar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og á 71. mínútu jafnaði Tobias Thomsen metin með skalla af stuttu færi. Þetta var áttunda mark Danans í sumar. KR voru líklegri í framhaldinu en þvert gegn gangi leiksins skoraði Guðjón sigurmark Stjörnunnar á 94. mínútu. Ótrúlegur endir á leiknum og Stjörnumenn fögnuðu vel og innilega.Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og náði forystunni strax á 1. mínútu. Hilmar Árni var þar á ferðinni og skömmu fyrir hálfleik sýndi hann hversu frábær spyrnumaður hann er þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Í seinni hálfleik lá á Stjörnumönnum en þá steig Haraldur Björnsson upp og átti tvær lykilvörslur. Stjörnuvörnin hélt líka nokkuð vel þótt álagið á hana væri mikið. Guðjón var sívinnandi allan leikinn og hann átti nógu mikla orku til að taka einn sprett í viðbót sem skilaði sigurmarkinu.Þessir stóðu upp úr: Áðurnefndir Stjörnumenn voru þyngdar sinnar virði í gulli í kvöld. Hilmar Árni skoraði tvö fyrstu mörkin og sýndi enn og aftur hvers konar hæfileikum hann býr yfir. Haraldur svaraði fyrir slakan leik gegn Shamrock Rovers á fimmtudaginn og átti risastóran þátt í sigri Stjörnunnar og Guðjón gaf allt og meira til í leikinn og skoraði sigurmarkið. KR-ingar spiluðu lengst af vel í leiknum þrátt fyrir tap. Óskar Örn var líflegur og þá var hægri bakvörðurinn Morten Beck góður og átti margar hættulegar fyrirgjafir.Hvað gekk illa? KR-ingar sváfu á verðinum í blábyrjun og undir lok leiksins. Þeir voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og voru með vindinn í seglin, sérstaklega eftir að Thomsen jafnaði metin. En þeir hugðu ekki að sér, voru of opnir til baka og Stjörnumenn refsuðu.Hvað gerist næst? Stjörnumenn fara til Írlands og mæta Shamrock í seinni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn kemur. Liðið mætir síðan Val í Pepsi-deildinni sunnudaginn 9. júlí. Viku síðar tekur Stjarnan svo aftur á móti KR. KR-ingar halda til Finnlands þar sem þeir mæta SJK í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þeir mæta svo Fjölni í Pepsi-deildinni eftir viku.Guðjón: Maður er aumur í líkamanum eftir hvern leik „Þetta var eins sætt og það gerist,“ sagði Guðjón Baldvinsson eftir að hafa tryggt Stjörnunni sigur á KR og sæti í undanúrslitum Borgunarbikars karla með marki á 94. mínútu í leik liðanna í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn hafa verið í lægð að undanförnu og ekki unnið leik síðan 31. maí. Sigur í kvöld var því afar mikilvægur fyrir Garðbæinga. „Það hefur verið mikið um meiðsli en núna erum við komnir með okkar sterkasta lið aftur og þá fer þetta að smella saman á ný. Það má segja að þetta sé ný byrjun fyrir okkur,“ sagði Guðjón. „Við áttum erfiðan leik á fimmtudaginn [gegn Shamrock Rovers]. Við vorum þreyttir og það er ekki séns að ég hefði getað framlenginguna. Það var ánægjulegt að sjá hann inni. Ég átti ekki einu sinni orku til að hlaupa og fagna. Þetta var ljúft,“ bætti markaskorarinn við. Leikurinn í kvöld var afar harður og leikmenn liðanna gáfu ekki tommu eftir. „Þetta er bara íslenska deildin. Það er mikil barátta og hart tekist á. Maður er aumur í líkamanum eftir hvern leik. Það var mikið undir í dag og því kannski meiri barátta fyrir vikið,“ sagði Guðjón að lokum.Willum Þór: Vorum miklu, miklu betra liðið Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var ánægður með spilamennsku sinna manna gegn Stjörnunni en var að vonum ósáttur við úrslitin. „Mér fannst bara stefna í KR-sigur. Mér fannst við miklu, miklu betra liðið. Þeir voru sprungnir en náðu að kreista þetta fram í lokin. Þetta er auðvitað mjög sárt,“ sagði Willum eftir leik. KR-ingar voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og með undirtökin á vellinum. En þeir gleymdu sér í einni skyndisókn Stjörnumanna og fengu mark í andlitið. „Mér fannst bara eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og við verðskulduðum meira úr leiknum. Þetta er sárt en ég óska Stjörnumönnum til hamingju,“ sagði Willum. KR-ingar voru afar ósáttir við framkvæmd upphafsspyrnu leiksins. Stjörnumenn sendu nokkra menn upp hægri kantinn, Þorvaldur Árnason flautaði leikinn á en lét síðan taka miðjuna aftur. Stjörnumennirnir voru hins vegar ekki komnir aftur á eigin vallarhelming þegar miðjan var tekin á nýjan leik. Skömmu síðar skoruðu heimamenn svo fyrsta mark leiksins. „Það er mér algjörlega óskiljanlegt. Þorvaldur ákveður að stoppa en þeir komu ekkert til baka. Það er óskiljanlegt að dómarinn hafi leyft þetta. Þeir fengu mark á silfurfati,“ sagði Willum.Rúnar Páll: Þetta léttir lundina Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, gat loksins glaðst eftir fimm leiki án sigurs í júní. „Þetta var helvíti sætt. Þetta var skemmtilegur og jafn leikur. Þetta hjálpar okkur. Nú er kominn júlí og júní búinn. Vonandi höldum við þessu áfram. Þetta léttir lundina hjá okkur í þjálfarateyminu og hjá leikmönnunum,“ sagði Rúnar Páll eftir leik. Meiðsladraugurinn hefur ásótt Stjörnuna en Rúnar Páll er loksins búinn að endurheimta menn úr meiðslum og getur því stillt upp sínu sterkasta liði. „Það er mikilvægt fyrir hvaða lið sem er að vera með sína sterkustu menn,“ sagði Rúnar Páll sem hefur ekki áhyggjur af álagi en Stjarnan mætir Shamrock Rovers í Dublin á fimmtudaginn. „Við þurftum að komast áfram í undanúrslit og þú stillir upp þínu sterkasta liði. Nú er þetta búið og undirbúningurinn fyrir Evrópukeppnina hefst,“ sagði Rúnar Páll.