Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2017 11:36 Rick Perry er einn fjölda bandarískra íhaldsmanna sem þræta fyrir vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga. Vísir/EPA Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er nýjasti fulltrúi ríkisstjórnar Donalds Trump til að halda því ranglega fram að koltvísýringur sé ekki aðaláhrifavaldur hnattrænnar hlýnunar. Áður hafði forstjóri Umhverfisstofnunarinnar lýst sömu hugmyndum. Í viðtali við CNBC-sjónvarpsstöðina var Perry spurður að því hvort að hann tryði því að koltvísýringur væri „aðalstjórnrofi hitastigs á jörðinni og loftslagsins“. Því neitaði ráðherrann, að því er kemur fram í frétt Washington Post. „Nei, höfin og umhverfið sem við búum í eru líklega aðalstjórnrofarnir,“ sagði Perry sem hélt því einnig fram að umræðan ætti ekki að snúast um hvort loftslagsbreytingar ættu sér stað heldur hversu mikinn þátt menn ættu í þeim.Þvert á vísindalega þekkinguSjónarmið Perry eru samhljóða þeim sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), lýsti í viðtali í mars. Þau ganga hins vegar þvert gegn niðurstöðum vísindamanna EPA, bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) og loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Einhugur er á meðal vísindamanna um að hnattræn hlýnun sem hefur átt sér stað síðustu öldina sé af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum eins og koltvísýringi, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.Vísir/GettySkera niður Umhverfisstofnunina og græn verkefniSem orkumálaráðherra fer Perry með mál sem varða baráttuna gegn loftslagsbreytingum með beinum hætti. Ráðuneyti hans hefur þannig skorið niður verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku frá því að hann tók við embætti fyrr á þessu ári. Pruitt hefur sömuleiðis látið fjarlægja efni um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra af vefsíðu EPA. Bandarískir fjölmiðlar greina einnig frá því í dag að Umhverfisstofnunin ætli að losa sig við 1.200 starfsmenn í sumar. Það myndi fækka starfsmönnum stofnunarinnar um 8%. Trump tilkynnti um mánaðamótin að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Hann sækist einnig eftir 31% niðurskurði á framlögum til EPA, mesta niðurskurði nokkrar ríkisstofnunar. Hann hefur lýst loftslagsbreytingum sem „kínversku gabbi“. Loftslagsmál Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nærri 60% Bandaríkjamanna andsnúin því að hverfa frá Parísarsamkomulaginu Meirihluti Bandaríkjamanna er ekki sammála ákvörðun Donalds Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu og margir tortryggja efnahagslegu ástæðurnar sem hann tiltók fyrir henni. 5. júní 2017 21:40 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er nýjasti fulltrúi ríkisstjórnar Donalds Trump til að halda því ranglega fram að koltvísýringur sé ekki aðaláhrifavaldur hnattrænnar hlýnunar. Áður hafði forstjóri Umhverfisstofnunarinnar lýst sömu hugmyndum. Í viðtali við CNBC-sjónvarpsstöðina var Perry spurður að því hvort að hann tryði því að koltvísýringur væri „aðalstjórnrofi hitastigs á jörðinni og loftslagsins“. Því neitaði ráðherrann, að því er kemur fram í frétt Washington Post. „Nei, höfin og umhverfið sem við búum í eru líklega aðalstjórnrofarnir,“ sagði Perry sem hélt því einnig fram að umræðan ætti ekki að snúast um hvort loftslagsbreytingar ættu sér stað heldur hversu mikinn þátt menn ættu í þeim.Þvert á vísindalega þekkinguSjónarmið Perry eru samhljóða þeim sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), lýsti í viðtali í mars. Þau ganga hins vegar þvert gegn niðurstöðum vísindamanna EPA, bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) og loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Einhugur er á meðal vísindamanna um að hnattræn hlýnun sem hefur átt sér stað síðustu öldina sé af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum eins og koltvísýringi, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.Vísir/GettySkera niður Umhverfisstofnunina og græn verkefniSem orkumálaráðherra fer Perry með mál sem varða baráttuna gegn loftslagsbreytingum með beinum hætti. Ráðuneyti hans hefur þannig skorið niður verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku frá því að hann tók við embætti fyrr á þessu ári. Pruitt hefur sömuleiðis látið fjarlægja efni um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra af vefsíðu EPA. Bandarískir fjölmiðlar greina einnig frá því í dag að Umhverfisstofnunin ætli að losa sig við 1.200 starfsmenn í sumar. Það myndi fækka starfsmönnum stofnunarinnar um 8%. Trump tilkynnti um mánaðamótin að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Hann sækist einnig eftir 31% niðurskurði á framlögum til EPA, mesta niðurskurði nokkrar ríkisstofnunar. Hann hefur lýst loftslagsbreytingum sem „kínversku gabbi“.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nærri 60% Bandaríkjamanna andsnúin því að hverfa frá Parísarsamkomulaginu Meirihluti Bandaríkjamanna er ekki sammála ákvörðun Donalds Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu og margir tortryggja efnahagslegu ástæðurnar sem hann tiltók fyrir henni. 5. júní 2017 21:40 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Nærri 60% Bandaríkjamanna andsnúin því að hverfa frá Parísarsamkomulaginu Meirihluti Bandaríkjamanna er ekki sammála ákvörðun Donalds Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu og margir tortryggja efnahagslegu ástæðurnar sem hann tiltók fyrir henni. 5. júní 2017 21:40
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37
Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11