Í góðum félagsskap í dag – en hvað svo? Lilja Alfreðsdóttir skrifar 22. júní 2017 07:00 Það er ánægjulegt að Ísland, ásamt Noregi, skipi þriðja til fjórða sæti yfir ríki heims í rannsókn sem mælir vísitölu félagslegra framfara. Þessi vísitala mælir hve vel hefur tekist að tryggja velferð og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir íbúana. Árangur allra Norðurlandanna er tvímælalaust góður. Ísland er í fyrsta sæti þegar kemur að umburðarlyndi. Mismunun og ofbeldi gagnvart minnihlutahópum mælist einna minnst á heimsvísu. Hins vegar er tvennt sem kemur ekki vel út. Annars vegar reynist erfitt að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði og hins vegar eru íslenskir háskólar ekki á meðal þeirra fremstu. Þetta eru slæmar fréttir inn í framtíðina. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið síðustu misseri, því eftirspurnin er langt umfram framboð. Sum sveitarfélög hafa ekki mætt lóðaeftirspurninni og því er mikill húsnæðisvandi í Reykjavík. Vaxtastigið á Íslandi hefur verið hærra en í mörgum samanburðarríkjum sökum þess að íslenska hagkerfið hefur verið þróttmeira en mörg önnur hagkerfi. Til þess að vinna gegn háu vaxtastigi þurfa peninga- og ríkisfjármálastefnan að ganga í takt. Hagstjórnin má ekki einungis hvíla á herðum Seðlabankans. Nauðsynlegt er að ráðast í skipulagsbreytingar á ríkisrekstrinum sem miða að því að nýta fjármagnið betur. Háskólarnir á Íslandi hafa sett sér það markmið að komast í fremstu röð háskóla á heimvísu. Til að ná þeim árangri þarf að efla rannsóknir og bjóða upp á framúrskarandi kennslu. Að óbreyttu er ekki hægt að ná þeim árangri, ef litið er til ríkisfjármálaáætlunar til fimm ára. Staðreyndin er sú að fjárframlögin til háskólastigsins eru ekki metnaðarfull. Það er helsta verkefni stjórnvalda að hlúa að þeim kynslóðum sem eru að vaxa úr grasi og tryggja að kjör þeirra séu með þeim hætti að þær vilji búa á Íslandi. Af þeim sökum þurfa væntingar um lífskjör að vera sambærilegar því sem best gerist í heiminum. Það þarf tvennt að koma til; annars vegar þarf að tryggja það að fólk hafi góðar væntingar um það að geta komið upp þaki yfir höfuðið og hins vegar þarf fleiri vel launuð störf fyrir ungt fólk sem verða best tryggð með þekkingu og nýsköpun. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að Ísland, ásamt Noregi, skipi þriðja til fjórða sæti yfir ríki heims í rannsókn sem mælir vísitölu félagslegra framfara. Þessi vísitala mælir hve vel hefur tekist að tryggja velferð og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir íbúana. Árangur allra Norðurlandanna er tvímælalaust góður. Ísland er í fyrsta sæti þegar kemur að umburðarlyndi. Mismunun og ofbeldi gagnvart minnihlutahópum mælist einna minnst á heimsvísu. Hins vegar er tvennt sem kemur ekki vel út. Annars vegar reynist erfitt að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði og hins vegar eru íslenskir háskólar ekki á meðal þeirra fremstu. Þetta eru slæmar fréttir inn í framtíðina. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið síðustu misseri, því eftirspurnin er langt umfram framboð. Sum sveitarfélög hafa ekki mætt lóðaeftirspurninni og því er mikill húsnæðisvandi í Reykjavík. Vaxtastigið á Íslandi hefur verið hærra en í mörgum samanburðarríkjum sökum þess að íslenska hagkerfið hefur verið þróttmeira en mörg önnur hagkerfi. Til þess að vinna gegn háu vaxtastigi þurfa peninga- og ríkisfjármálastefnan að ganga í takt. Hagstjórnin má ekki einungis hvíla á herðum Seðlabankans. Nauðsynlegt er að ráðast í skipulagsbreytingar á ríkisrekstrinum sem miða að því að nýta fjármagnið betur. Háskólarnir á Íslandi hafa sett sér það markmið að komast í fremstu röð háskóla á heimvísu. Til að ná þeim árangri þarf að efla rannsóknir og bjóða upp á framúrskarandi kennslu. Að óbreyttu er ekki hægt að ná þeim árangri, ef litið er til ríkisfjármálaáætlunar til fimm ára. Staðreyndin er sú að fjárframlögin til háskólastigsins eru ekki metnaðarfull. Það er helsta verkefni stjórnvalda að hlúa að þeim kynslóðum sem eru að vaxa úr grasi og tryggja að kjör þeirra séu með þeim hætti að þær vilji búa á Íslandi. Af þeim sökum þurfa væntingar um lífskjör að vera sambærilegar því sem best gerist í heiminum. Það þarf tvennt að koma til; annars vegar þarf að tryggja það að fólk hafi góðar væntingar um það að geta komið upp þaki yfir höfuðið og hins vegar þarf fleiri vel launuð störf fyrir ungt fólk sem verða best tryggð með þekkingu og nýsköpun. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar