Bandarískir veðurfræðingar setja ofan í við ráðherra vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 12:57 Koltvísýringur sem losnar við bruna jarðefnaeldsneytis eins og kola og olíu er aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar. Vísir/EPA Félag bandarískra veðurfræðinga (AMS) fræðir Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, um orsakir loftslagsbreytinga í bréfi sem það sendi honum. Perry sagði í viðtali að hann tryði því ekki að koltvísýringur væri orsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. Frumorsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað á jörðinni eru vel þekktar. Gróðurhúsalofttegundir, fyrst og fremst koltvísýringur, sem menn losa með bruna á jarðefnaeldsneyti valda þeirri hlýnun sem hefur átt sér stað frá því á síðustu öld. Perry sagði hins vegar við CNBC-sjónvarpsstöðina að hann teldi að hafið og umhverfið yllu loftslagsbreytingum. Þá sagði hann það væri í góðu lagi að efast um sum atriði loftslagsvísinda.Sjá einnig:Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Í bréfi Keith L. Seitter, framkvæmdastjóra AMS, til Perry segir hann að það sé lykilatriði að ráðherrann skilji að koltvísýringur og aðrar gróðurhúsalofttegundir séu aðalorsakavaldar hnattrænnar hlýnunar. Annars geti orkumálaráðuneytið ekki mótað stefnu á skilvirkan hátt. „Þetta er niðurstaða sem byggist á yfirgripsmiklu mati á vísindalegum sönnunum. Hún byggist á fjölda sjálfstæðra vísbendinga sem þúsundir sjálfstæðra vísindamanna og fjöldi vísindastofnana um allan heim hafa staðfest. Við könnumst ekki við neina vísindastofnun með viðeigandi sérþekkingu á málinu sem hefur komist að annarri niðurstöðu,“ segir AMS.Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, fór með fleipur um orsakir loftslagsbreytinga í sjónvarpsviðtali í vikunni.Vísir/EPAEkki dyggð að efast án tillits til staðreyndaVeðurfræðingarnir taka undir með Perry um efasemdir og segja að þær séu framgangi vísinda lífsnauðsynlegar. Ýmsum spurningum innan loftslagsvísinda sé enn ósvarað en aðrar niðurstöður byggi hins vegar á áratugalöngum athugunum og fjölda sjálfstæðra vísbendinga „Efasemdir sem taka ekki tillit til staðreynda eru ekki dyggð,“ segir í bréfi framkvæmdastjóra AMS. Það hafi verið staðfest kirfilega að koltvísýringur og gróðurhúsalofftegundir almennt séu aðalorsakavaldur loftslagsbreytinga.The @ametsoc sent a letter to @SecretaryPerry basically saying he lacks "a fundamental understanding of the science" of climate change pic.twitter.com/c3hRMnByMN — Brian L Kahn (@blkahn) June 21, 2017 Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Félag bandarískra veðurfræðinga (AMS) fræðir Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, um orsakir loftslagsbreytinga í bréfi sem það sendi honum. Perry sagði í viðtali að hann tryði því ekki að koltvísýringur væri orsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. Frumorsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað á jörðinni eru vel þekktar. Gróðurhúsalofttegundir, fyrst og fremst koltvísýringur, sem menn losa með bruna á jarðefnaeldsneyti valda þeirri hlýnun sem hefur átt sér stað frá því á síðustu öld. Perry sagði hins vegar við CNBC-sjónvarpsstöðina að hann teldi að hafið og umhverfið yllu loftslagsbreytingum. Þá sagði hann það væri í góðu lagi að efast um sum atriði loftslagsvísinda.Sjá einnig:Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Í bréfi Keith L. Seitter, framkvæmdastjóra AMS, til Perry segir hann að það sé lykilatriði að ráðherrann skilji að koltvísýringur og aðrar gróðurhúsalofttegundir séu aðalorsakavaldar hnattrænnar hlýnunar. Annars geti orkumálaráðuneytið ekki mótað stefnu á skilvirkan hátt. „Þetta er niðurstaða sem byggist á yfirgripsmiklu mati á vísindalegum sönnunum. Hún byggist á fjölda sjálfstæðra vísbendinga sem þúsundir sjálfstæðra vísindamanna og fjöldi vísindastofnana um allan heim hafa staðfest. Við könnumst ekki við neina vísindastofnun með viðeigandi sérþekkingu á málinu sem hefur komist að annarri niðurstöðu,“ segir AMS.Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, fór með fleipur um orsakir loftslagsbreytinga í sjónvarpsviðtali í vikunni.Vísir/EPAEkki dyggð að efast án tillits til staðreyndaVeðurfræðingarnir taka undir með Perry um efasemdir og segja að þær séu framgangi vísinda lífsnauðsynlegar. Ýmsum spurningum innan loftslagsvísinda sé enn ósvarað en aðrar niðurstöður byggi hins vegar á áratugalöngum athugunum og fjölda sjálfstæðra vísbendinga „Efasemdir sem taka ekki tillit til staðreynda eru ekki dyggð,“ segir í bréfi framkvæmdastjóra AMS. Það hafi verið staðfest kirfilega að koltvísýringur og gróðurhúsalofftegundir almennt séu aðalorsakavaldur loftslagsbreytinga.The @ametsoc sent a letter to @SecretaryPerry basically saying he lacks "a fundamental understanding of the science" of climate change pic.twitter.com/c3hRMnByMN — Brian L Kahn (@blkahn) June 21, 2017
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11