Yfirborð sjávar hækkar hraðar Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2017 11:44 Strandbyggðir eins og gríska þorpið Derveni eru í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar í hlýnandi heimi. Vísir/EPA Bráðnun íss á Grænlandi er aðalorsök þess að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum. Ný rannsókn sýnir að fjórðungur árlegrar hækkunar sjávarmáls kemur frá bráðnandi Grænlandsjökli. Yfirborð sjávar fer hækkandi vegna hnattrænnar hlýnunar sem nú á sér stað af völdum manna á jörðinni. Framan af hækkaði yfirborðið fyrst og fremst vegna þess að sjórinn þandist út þegar hann hlýnaði. Nú er það hins vegar bráðnun landíss sem leggur mest af mörkum til yfirborðshækkunarinnar. Rannsókn vísindamanna í Kína, Bandaríkjunum og Ástralíu sem þeir birta í Nature Climate Change sýnir að árlega hækkunin jókst úr 2,2 millímetrum árið 1993 í 3,3 millímetra árið 2014. Árið 1993 stóð bráðnun Grænlandsjökuls fyrir um 5% hækkunarinnar en eins og áður segir nemur hún nú um 25% árlegrar hækkunar sjávarmáls.Hækkunin verði meiri en nefnd SÞ spáirWashington Post segir í umfjöllun sinni um rannsóknina en hún sé sú þriðja sem komið hefur út á innan við ári sem sýnir að hækkun yfirborðs sjávar sé að auka hraðann. Benda vísindamennirnir á að eftir því sem Grænlandsjökul, Suðurskautslandið og aðrir jöklar bráðna meira því meira geti yfirborð sjávar hækkað, enn meira en loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur gert ráð fyrir. Mat IPCC frá 2013 hefur verið gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera of varfærið. Margt bendi til þess að yfirborðshækkun sjávar verði töluvert meiri á þessari öld með tilheyrandi erfiðleikum fyrir strandbyggðir manna. Loftslagsmál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Bráðnun íss á Grænlandi er aðalorsök þess að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum. Ný rannsókn sýnir að fjórðungur árlegrar hækkunar sjávarmáls kemur frá bráðnandi Grænlandsjökli. Yfirborð sjávar fer hækkandi vegna hnattrænnar hlýnunar sem nú á sér stað af völdum manna á jörðinni. Framan af hækkaði yfirborðið fyrst og fremst vegna þess að sjórinn þandist út þegar hann hlýnaði. Nú er það hins vegar bráðnun landíss sem leggur mest af mörkum til yfirborðshækkunarinnar. Rannsókn vísindamanna í Kína, Bandaríkjunum og Ástralíu sem þeir birta í Nature Climate Change sýnir að árlega hækkunin jókst úr 2,2 millímetrum árið 1993 í 3,3 millímetra árið 2014. Árið 1993 stóð bráðnun Grænlandsjökuls fyrir um 5% hækkunarinnar en eins og áður segir nemur hún nú um 25% árlegrar hækkunar sjávarmáls.Hækkunin verði meiri en nefnd SÞ spáirWashington Post segir í umfjöllun sinni um rannsóknina en hún sé sú þriðja sem komið hefur út á innan við ári sem sýnir að hækkun yfirborðs sjávar sé að auka hraðann. Benda vísindamennirnir á að eftir því sem Grænlandsjökul, Suðurskautslandið og aðrir jöklar bráðna meira því meira geti yfirborð sjávar hækkað, enn meira en loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur gert ráð fyrir. Mat IPCC frá 2013 hefur verið gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera of varfærið. Margt bendi til þess að yfirborðshækkun sjávar verði töluvert meiri á þessari öld með tilheyrandi erfiðleikum fyrir strandbyggðir manna.
Loftslagsmál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira